Framleiðslustöðvun í verksmiðjum Toyota vegna sprengingar hjá birgja Finnur Thorlacius skrifar 31. maí 2016 13:54 Óhöppin hafa verið býsna mörg á árinu sem valdið hafa framleiðslustöðvunum hjá Toyota. Toyota hefur neyðst til að leggja niður störf í nokkrum samsetningarverksmiðjum sínum vegna sprengingar sem varð hjá einum birgja Toyota. Sprengingin varð fyrir viku síðan hjá Aisin Advics Co. sem sér verksmiðjum Toyota fyrir bremsubúnaði og hefur framleiðsla þar legið niðri síðan. Sprengingin olli engum dauðsföllum en fjórir starfsmenn voru sendir á spítala, einn þeirra alvarlega slasaður. Sprengingin hefur einnig haft áhrif á framleiðslu í verksmiðju Datsun, lágverðsmerkis Toyota. Ekki er ljóst hvaða bílgerðum þessi truflun hefur bitnað á. Framleiðsla er að hefjast aftur hjá Aisin Advics og ættu verksmiðjur Toyota að verða komnar á fullt aftur innan tveggja daga. Toyota hefur á undanförnum mánuðum neyðst til að stöðva tímabundið framleiðslu í nokkrum verksmiðjum sínum sökum jarðskjálfta, eldsvoða og nú síðasta sprengingar og engu virðist líkara en álög hvíli á þessum stóra bílaframleiðanda að undanförnu, svo tíð hafa áföllin verið. Vonandi tekst Toyota að halda ótruflaðri framleiðslu sinni út árið og áföllin að baki. Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent
Toyota hefur neyðst til að leggja niður störf í nokkrum samsetningarverksmiðjum sínum vegna sprengingar sem varð hjá einum birgja Toyota. Sprengingin varð fyrir viku síðan hjá Aisin Advics Co. sem sér verksmiðjum Toyota fyrir bremsubúnaði og hefur framleiðsla þar legið niðri síðan. Sprengingin olli engum dauðsföllum en fjórir starfsmenn voru sendir á spítala, einn þeirra alvarlega slasaður. Sprengingin hefur einnig haft áhrif á framleiðslu í verksmiðju Datsun, lágverðsmerkis Toyota. Ekki er ljóst hvaða bílgerðum þessi truflun hefur bitnað á. Framleiðsla er að hefjast aftur hjá Aisin Advics og ættu verksmiðjur Toyota að verða komnar á fullt aftur innan tveggja daga. Toyota hefur á undanförnum mánuðum neyðst til að stöðva tímabundið framleiðslu í nokkrum verksmiðjum sínum sökum jarðskjálfta, eldsvoða og nú síðasta sprengingar og engu virðist líkara en álög hvíli á þessum stóra bílaframleiðanda að undanförnu, svo tíð hafa áföllin verið. Vonandi tekst Toyota að halda ótruflaðri framleiðslu sinni út árið og áföllin að baki.
Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent