Túristi gripinn með buxurnar á hælunum Jakob Bjarnar skrifar 31. maí 2016 15:34 Fólk í dreifbýlinu sér fyrir sér það að þurfa að vaða mannaskít í sumar, hvert sem farið er. Vorboðinn ljúfi er kúkandi túristi. Þetta segir Helga Kvam, tónlistarmaður og ljósmyndari, sem keyrði fram á einn slíkan á heimreiðinni. Hún býr í dreifbýli, í Eyjafirði skammt frá Akureyri. „Já, sumarið er komið. Fyrsti túristi þessa árs gripinn með buxurnar niðrum sig á heimreiðinni. Hvar á þetta fólk eiginlega að kúka?“ spyr Helga.Keyrði fram á túrista með allt niðrum sig Hún var að keyra frá heimili sínu snemma morguns. Og þá var hann á miðri heimreiðinni, eða úti í vegakanti þegar Helga keyrði fram á hann. Ferðamaðurinn reis upp þar sem hún fór hjá, og girti sig.Í nýrri skýrslu er talað um að salernisaðstaða sé víða hreinlega ekki til staðar. Ragnheiður Elín Árnadóttir sagði í Bítinu í morgun að um 200-300 milljónum króna væri verið að verja í bragarbót í þeim málum.Helga, og fjölmargir aðrir sem tjá sig á Facebooksíðu hennar, hugsa með hryllingi til komandi sumars. Sjá fyrir sér það að þurfa að vaða mannaskít hvert sem farið verður. Ástandið var slæmt í fyrra. Þá komu 1,3 milljón ferðamanna til landsins. Nú er gert ráð fyrir 1,7 milljón ferðamönnum. Og litlar úrbætur hafa verið gerð í tíð þess ráðherra sem ber ábyrgð á ferðamálum, Ragnheiði Elínu Árnadóttur.Ófremdarástandi lýst í nýrri skýrslu Í nýútkominni skýrslu verkfræðistofunnar Eflu, sem Stjórnstöð ferðamála óskaði eftir, kemur fram að um hálfgert neyðarástand sé að ræða: „Við marga af helstu ferðamannastöðum landsins er salernisaðstaða mjög fátækleg og sumstaðar hreinlega ekki til staðar. Þar sem hún er til staðar er hún oft á höndum einkaaðila sem bjóða upp á salerni fyrir sína viðskiptavini, t.d. bensínsstöðvar, matsölustaðir og minjagripabúðir. Utan hefðbundins opnunartíma, t.d. um nætur, á frídögum og á veturna er þessi aðstaða víða lokuð og versnar þá aðgengi að salernum til muna,“ segir meðal annars í skýrslunni:Skilti sem þessi eru líkast til skammgóður vermir. Þegar mönnum verður brátt í brók, þá er það bara þannig.„Viðmælendur voru allir sammála um að mikill skortur er um allt land á boðlegum almenningssalernum sem eru undir eftirliti þjónustuaðila og opin eru allan sólarhringinn alla daga ársins.“Sjá nánar skýrsluna hér.Hraukurinn á miðri heimkeyrslunni En, Helga þarf svo sem enga skýrslu til að láta segja sér þetta. „Í fyrra vorum við að taka eftir þessu út um allt og steininn tók úr þegar hraukurinn var í miðri innkeyrslunni.“ Helga lýsir því að þetta sé sérstaklega þegar fólk er að keyra austurleiðina, sé kannski að koma frá Egilsstöðum snemma dags eða að nóttu; þá er nákvæmlega engin aðstaða á leiðinni. „Ekkert klósettstopp fyrr en á Akureyri. Ef þú ert að keyra frá Egilsstöðum, þá ertu í djúpum skít í orðsins fyllstu,“ segir Helga og kallar eftir úrbótum.Helga Kvam. Vorboðinn ljúfi er túristi að kúka í heimkeyrslunni.„Þetta er í öllum vegaköntum. Við í dreifbýlinu sækjum póstinn okkar út að vegi og þar eru vegsummerkin, klósettpappír út um allt.“Jónasarlundur orðinn útskitið ógeð Helga fer sem ljósmyndari víða og hún segir að lautunum sem menn geta hætt sér í fari mjög fækkandi. „Á leiðinni inn í Akureyri er skógarreitur og grínlaust, við neðra bílastæðið þar er klósettpappírsrúlla á trjágrein. Jónasarlundur er útskitinn, mannaskítur út um allt og algjört ógeð.“ Helga segir þetta eiga við um dreifbýlið allt. Sérstaklega þar sem langt er á milli þjónustustaða. Og þessir litlu camperar, eða húsbílar, þeir eru ekki með ferðaklósett. „Nú, ef fólki verður brátt í brók, þá er það bara þannig. Ef við erum að taka á móti þessu fólki þá verðum við að gera það almennilega. Þetta er ekki fólki bjóðandi. Við erum að rukka fyrir gistingu, sem kostar kannski annað nýrað og það er engin þjónusta,“ segir Helga.Sum svæði á hendi sveitarfélaga Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra sat fyrir svörum í Bítinu í morgun þar sem salernisaðstaða fyrir ferðamenn um land allt var til umræðu. Þar sagði Ragnheiður Elín meðal annars að verið væri að verja 200-300 milljónum króna í uppbyggingu á salernisaðstöðu í augnablikinu. Þá væri það einfaldlega þannig að á ákveðnum stöðum, svo sem Jökulsárlóni og Seljavallalaug, væri það ekki upp á stjórnvöld að klaga að bæta úr þeim efnum. Sama gilti um Seljalandsfoss. „Sveitarfélagið sem hefur umsjón með þeim stað þarf að girða sig í brók og klára þetta,“ sagði Ragnheiður en viðtalið má finna hér að neðan. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
Vorboðinn ljúfi er kúkandi túristi. Þetta segir Helga Kvam, tónlistarmaður og ljósmyndari, sem keyrði fram á einn slíkan á heimreiðinni. Hún býr í dreifbýli, í Eyjafirði skammt frá Akureyri. „Já, sumarið er komið. Fyrsti túristi þessa árs gripinn með buxurnar niðrum sig á heimreiðinni. Hvar á þetta fólk eiginlega að kúka?“ spyr Helga.Keyrði fram á túrista með allt niðrum sig Hún var að keyra frá heimili sínu snemma morguns. Og þá var hann á miðri heimreiðinni, eða úti í vegakanti þegar Helga keyrði fram á hann. Ferðamaðurinn reis upp þar sem hún fór hjá, og girti sig.Í nýrri skýrslu er talað um að salernisaðstaða sé víða hreinlega ekki til staðar. Ragnheiður Elín Árnadóttir sagði í Bítinu í morgun að um 200-300 milljónum króna væri verið að verja í bragarbót í þeim málum.Helga, og fjölmargir aðrir sem tjá sig á Facebooksíðu hennar, hugsa með hryllingi til komandi sumars. Sjá fyrir sér það að þurfa að vaða mannaskít hvert sem farið verður. Ástandið var slæmt í fyrra. Þá komu 1,3 milljón ferðamanna til landsins. Nú er gert ráð fyrir 1,7 milljón ferðamönnum. Og litlar úrbætur hafa verið gerð í tíð þess ráðherra sem ber ábyrgð á ferðamálum, Ragnheiði Elínu Árnadóttur.Ófremdarástandi lýst í nýrri skýrslu Í nýútkominni skýrslu verkfræðistofunnar Eflu, sem Stjórnstöð ferðamála óskaði eftir, kemur fram að um hálfgert neyðarástand sé að ræða: „Við marga af helstu ferðamannastöðum landsins er salernisaðstaða mjög fátækleg og sumstaðar hreinlega ekki til staðar. Þar sem hún er til staðar er hún oft á höndum einkaaðila sem bjóða upp á salerni fyrir sína viðskiptavini, t.d. bensínsstöðvar, matsölustaðir og minjagripabúðir. Utan hefðbundins opnunartíma, t.d. um nætur, á frídögum og á veturna er þessi aðstaða víða lokuð og versnar þá aðgengi að salernum til muna,“ segir meðal annars í skýrslunni:Skilti sem þessi eru líkast til skammgóður vermir. Þegar mönnum verður brátt í brók, þá er það bara þannig.„Viðmælendur voru allir sammála um að mikill skortur er um allt land á boðlegum almenningssalernum sem eru undir eftirliti þjónustuaðila og opin eru allan sólarhringinn alla daga ársins.“Sjá nánar skýrsluna hér.Hraukurinn á miðri heimkeyrslunni En, Helga þarf svo sem enga skýrslu til að láta segja sér þetta. „Í fyrra vorum við að taka eftir þessu út um allt og steininn tók úr þegar hraukurinn var í miðri innkeyrslunni.“ Helga lýsir því að þetta sé sérstaklega þegar fólk er að keyra austurleiðina, sé kannski að koma frá Egilsstöðum snemma dags eða að nóttu; þá er nákvæmlega engin aðstaða á leiðinni. „Ekkert klósettstopp fyrr en á Akureyri. Ef þú ert að keyra frá Egilsstöðum, þá ertu í djúpum skít í orðsins fyllstu,“ segir Helga og kallar eftir úrbótum.Helga Kvam. Vorboðinn ljúfi er túristi að kúka í heimkeyrslunni.„Þetta er í öllum vegaköntum. Við í dreifbýlinu sækjum póstinn okkar út að vegi og þar eru vegsummerkin, klósettpappír út um allt.“Jónasarlundur orðinn útskitið ógeð Helga fer sem ljósmyndari víða og hún segir að lautunum sem menn geta hætt sér í fari mjög fækkandi. „Á leiðinni inn í Akureyri er skógarreitur og grínlaust, við neðra bílastæðið þar er klósettpappírsrúlla á trjágrein. Jónasarlundur er útskitinn, mannaskítur út um allt og algjört ógeð.“ Helga segir þetta eiga við um dreifbýlið allt. Sérstaklega þar sem langt er á milli þjónustustaða. Og þessir litlu camperar, eða húsbílar, þeir eru ekki með ferðaklósett. „Nú, ef fólki verður brátt í brók, þá er það bara þannig. Ef við erum að taka á móti þessu fólki þá verðum við að gera það almennilega. Þetta er ekki fólki bjóðandi. Við erum að rukka fyrir gistingu, sem kostar kannski annað nýrað og það er engin þjónusta,“ segir Helga.Sum svæði á hendi sveitarfélaga Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra sat fyrir svörum í Bítinu í morgun þar sem salernisaðstaða fyrir ferðamenn um land allt var til umræðu. Þar sagði Ragnheiður Elín meðal annars að verið væri að verja 200-300 milljónum króna í uppbyggingu á salernisaðstöðu í augnablikinu. Þá væri það einfaldlega þannig að á ákveðnum stöðum, svo sem Jökulsárlóni og Seljavallalaug, væri það ekki upp á stjórnvöld að klaga að bæta úr þeim efnum. Sama gilti um Seljalandsfoss. „Sveitarfélagið sem hefur umsjón með þeim stað þarf að girða sig í brók og klára þetta,“ sagði Ragnheiður en viðtalið má finna hér að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira