Victoria's Secret hættir að selja sundföt Ritstjórn skrifar 21. maí 2016 11:30 Bandaríski undirfataframleiðandinn Victoria's Secret tilkynnti á dögunum að hann ætli að hætta að selja sundfatnað. Ákvörðunin var tekin í kjölfar ráðningar nýs forstjóra, Jan Singer. Merkið mun einnig hætta að gefa út vörubæklingana, sem það hefur gert allt frá upphafi. Í tilkynningunni kemur fram að þrátt fyrir að sala á vörum Victoria's Secret hafi aukist á milli ára, hafi salan á sundfatnaði verið undir væntingum og verði því hætt. Victoria's Secret hóf að selja sundföt fyrir nokkum árum þar sem það þótti rökrétt skref í vexti fyrirtækisins. Singer mun þó vera þeirrar skoðunar að sundfatasala sé einfaldlega ekki þess virði. Victoria´s Secret er eitt vinsælasta undirfatamerki í heiminum í dag og mun ætla að halda sókn sinni áfram á því sviði. Mest lesið Upplifun að ganga tískupallinn fyrir Oscar de la Renta Glamour Slær enn eitt metið á Instagram Glamour Fyrirsætur fjölmenntu í eftirpartýið eftir sýningu Victoria´s Secret Glamour Jennifer Lopez og Drake talin vera saman Glamour Eru litaðir augnskuggar málið? Glamour Margot Robbie er óþekkjanleg sem Tonya Harding Glamour Brie Larson mun leika fyrstu konuna sem bauð sig fram til forseta Glamour Fyrsta forsíða ítalska Vogue eftir andlát Franca Sozzani Glamour Í 100 þúsund króna krumpugalla Glamour Ætla að bíða með skilnaðinn? Glamour
Bandaríski undirfataframleiðandinn Victoria's Secret tilkynnti á dögunum að hann ætli að hætta að selja sundfatnað. Ákvörðunin var tekin í kjölfar ráðningar nýs forstjóra, Jan Singer. Merkið mun einnig hætta að gefa út vörubæklingana, sem það hefur gert allt frá upphafi. Í tilkynningunni kemur fram að þrátt fyrir að sala á vörum Victoria's Secret hafi aukist á milli ára, hafi salan á sundfatnaði verið undir væntingum og verði því hætt. Victoria's Secret hóf að selja sundföt fyrir nokkum árum þar sem það þótti rökrétt skref í vexti fyrirtækisins. Singer mun þó vera þeirrar skoðunar að sundfatasala sé einfaldlega ekki þess virði. Victoria´s Secret er eitt vinsælasta undirfatamerki í heiminum í dag og mun ætla að halda sókn sinni áfram á því sviði.
Mest lesið Upplifun að ganga tískupallinn fyrir Oscar de la Renta Glamour Slær enn eitt metið á Instagram Glamour Fyrirsætur fjölmenntu í eftirpartýið eftir sýningu Victoria´s Secret Glamour Jennifer Lopez og Drake talin vera saman Glamour Eru litaðir augnskuggar málið? Glamour Margot Robbie er óþekkjanleg sem Tonya Harding Glamour Brie Larson mun leika fyrstu konuna sem bauð sig fram til forseta Glamour Fyrsta forsíða ítalska Vogue eftir andlát Franca Sozzani Glamour Í 100 þúsund króna krumpugalla Glamour Ætla að bíða með skilnaðinn? Glamour