Victoria's Secret hættir að selja sundföt Ritstjórn skrifar 21. maí 2016 11:30 Bandaríski undirfataframleiðandinn Victoria's Secret tilkynnti á dögunum að hann ætli að hætta að selja sundfatnað. Ákvörðunin var tekin í kjölfar ráðningar nýs forstjóra, Jan Singer. Merkið mun einnig hætta að gefa út vörubæklingana, sem það hefur gert allt frá upphafi. Í tilkynningunni kemur fram að þrátt fyrir að sala á vörum Victoria's Secret hafi aukist á milli ára, hafi salan á sundfatnaði verið undir væntingum og verði því hætt. Victoria's Secret hóf að selja sundföt fyrir nokkum árum þar sem það þótti rökrétt skref í vexti fyrirtækisins. Singer mun þó vera þeirrar skoðunar að sundfatasala sé einfaldlega ekki þess virði. Victoria´s Secret er eitt vinsælasta undirfatamerki í heiminum í dag og mun ætla að halda sókn sinni áfram á því sviði. Mest lesið Rauði dregillinn var svartur á Bafta Glamour Mikilvægi olnbogans á forsíðu Time Glamour Seiðandi smokeyförðun Glamour Frances Bean Cobain andlit Marc Jacobs Glamour Hedi Slimane tekur sér pásu frá tískuheiminum Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Fyrsta stiklan frá Girlboss frumsýnd Glamour Upplifun að ganga tískupallinn fyrir Oscar de la Renta Glamour Dóttir Jude Law er nýtt andlit Burberry Beauty Glamour Jennifer Aniston skilin Glamour
Bandaríski undirfataframleiðandinn Victoria's Secret tilkynnti á dögunum að hann ætli að hætta að selja sundfatnað. Ákvörðunin var tekin í kjölfar ráðningar nýs forstjóra, Jan Singer. Merkið mun einnig hætta að gefa út vörubæklingana, sem það hefur gert allt frá upphafi. Í tilkynningunni kemur fram að þrátt fyrir að sala á vörum Victoria's Secret hafi aukist á milli ára, hafi salan á sundfatnaði verið undir væntingum og verði því hætt. Victoria's Secret hóf að selja sundföt fyrir nokkum árum þar sem það þótti rökrétt skref í vexti fyrirtækisins. Singer mun þó vera þeirrar skoðunar að sundfatasala sé einfaldlega ekki þess virði. Victoria´s Secret er eitt vinsælasta undirfatamerki í heiminum í dag og mun ætla að halda sókn sinni áfram á því sviði.
Mest lesið Rauði dregillinn var svartur á Bafta Glamour Mikilvægi olnbogans á forsíðu Time Glamour Seiðandi smokeyförðun Glamour Frances Bean Cobain andlit Marc Jacobs Glamour Hedi Slimane tekur sér pásu frá tískuheiminum Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Fyrsta stiklan frá Girlboss frumsýnd Glamour Upplifun að ganga tískupallinn fyrir Oscar de la Renta Glamour Dóttir Jude Law er nýtt andlit Burberry Beauty Glamour Jennifer Aniston skilin Glamour