Taka þarf miklu harðar á eigendum hótela Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 22. maí 2016 18:30 Taka þarf miklu harðar á eigendum hótela sem brjóta á starfsfólki og styrkja þarf úrræði sem Vinnueftirlitið hefur til að taka á vinnumansali. Meðal annars mætti skoða hvort eftirlitið fái heimild til að loka gististöðum vegna ítrekaðra brota. Þetta segir forstjóri Vinnueftirlitsins. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál erlendrar konu sem var haldið nauðugri í starfi á hóteli á höfuðborgarsvæðinu en fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar tvö á föstudag. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að umrætt hótel sé Hótel Adam við Skólavörðustíg en hótelið komst í fréttirnar fyrr á þessu ári þegar það seldi ferðamönnum kranavatn á flösku. Þá innsiglaði lögreglan í kjölfarið níu herbergi á hótelinu eftir ábendingar frá Heilbrigðiseftirlitinu og Ríkisskattstjóri hefur haft eiganda hótelsins til skoðunar. Hvað þarf að gerast til þess að það verði gripið til aðgerða gegn hótelinu sjálfu og eiganda þess?„Ja, þú spyrð stórt. Mér finnst persónulega að það mætti taka miklu harðar á slíkum hlutum og það er einu sinni þannig að ef brot er á einu sviði að þá er mjög algengt að það sé á öðrum sviðum,“ segir Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins. „Ef öryggi er í ólagi, þá er líklegra að skattamál séu í ólagi eða vel hugsanlegt, og eins ef skattamál eða launagreiðslur eru ekki í samræmi við samninga er mjög líklegt að aðrir hlutir séu líka í ólagi. Þetta hangir saman.“Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins.Vísir/StefánGististaðir líkt og Hótel Adam eru með starfsleyfi frá sýslumanni. Þá hefur Vinnueftirlitið í samstarfi við lögregluna, Vinnumálastofnun og Ríkisskattstjóra eftirlit með þessum gististöðum. Greiði rekstraraðili Hótels Adam ekki sína skatta og gjöld hefur Ríkisskattstjóri heimild til að loka staðnum. Eyjólfur bendir hins vegar á að komi upp mál varðandi vinnumansal þá sé enga slíka heimild að finna í lögum. „En ég held að það mætti styrkja ákvæði í okkar lögum, þar er mansal ekki sérstaklega nefnt og okkur ekki með lögum falið sérstaklega að líta eftir því í okkar hefðbundna eftirliti,“ segir Eyjólfur. „Við erum samt þannig á varðbergi að ef það kviknar grunur að þá að sjálfsögðu látum við vita.“ Það gætu verið úrræði sem gerðu Vinnueftirlitinu kleift að rannsaka vinnumansalsmál upp á eigin spýtur. Þannig gæti eftirlitið gripið til þvingunarúrræða eða knúið fram upplýsingar sem síðan yrði grunnurinn að því að málið færi til lögreglu. „Þetta mál er heldur betur áminning um að það er nauðsynlegt að skoða þessa hluti,“ segir Eyjólfur. „Til skamms tíma héldu menn að svona ljótir hlutir væru ekki að gerast á Íslandi. Menn eru að vakna upp við þetta núna, það eru komin upp tvö vinnumansalsmál á tiltölulega skömmum tíma og það hlýtur að vera tekið til skoðunar hvernig menn vilja reyna eftir megni að uppræta slíkt.“ Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Hótelstjórinn á Hótel Adam vildi ekki svara spurningum blaðamanns "Það er ekkert af mér að frétta,“ sagði Ragnar Guðmundsson hótelstjóri þegar blaðamaður leit við á Skólavörðustígnum í dag. 24. febrúar 2016 11:45 Tapparnir geymdir á klósettinu og bjórinn seldur í leyfisleysi Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gerir ýmsar athugasemdir við gistiheimilið Adam Hótel á Skólavörðustíg. 21. mars 2016 15:48 Lögreglan rannsakar vinnumansal á Hótel Adam Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál erlendar konu sem var haldið nauðugri í starfi á Hótel Adam. 21. maí 2016 18:00 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Taka þarf miklu harðar á eigendum hótela sem brjóta á starfsfólki og styrkja þarf úrræði sem Vinnueftirlitið hefur til að taka á vinnumansali. Meðal annars mætti skoða hvort eftirlitið fái heimild til að loka gististöðum vegna ítrekaðra brota. Þetta segir forstjóri Vinnueftirlitsins. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál erlendrar konu sem var haldið nauðugri í starfi á hóteli á höfuðborgarsvæðinu en fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar tvö á föstudag. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að umrætt hótel sé Hótel Adam við Skólavörðustíg en hótelið komst í fréttirnar fyrr á þessu ári þegar það seldi ferðamönnum kranavatn á flösku. Þá innsiglaði lögreglan í kjölfarið níu herbergi á hótelinu eftir ábendingar frá Heilbrigðiseftirlitinu og Ríkisskattstjóri hefur haft eiganda hótelsins til skoðunar. Hvað þarf að gerast til þess að það verði gripið til aðgerða gegn hótelinu sjálfu og eiganda þess?„Ja, þú spyrð stórt. Mér finnst persónulega að það mætti taka miklu harðar á slíkum hlutum og það er einu sinni þannig að ef brot er á einu sviði að þá er mjög algengt að það sé á öðrum sviðum,“ segir Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins. „Ef öryggi er í ólagi, þá er líklegra að skattamál séu í ólagi eða vel hugsanlegt, og eins ef skattamál eða launagreiðslur eru ekki í samræmi við samninga er mjög líklegt að aðrir hlutir séu líka í ólagi. Þetta hangir saman.“Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins.Vísir/StefánGististaðir líkt og Hótel Adam eru með starfsleyfi frá sýslumanni. Þá hefur Vinnueftirlitið í samstarfi við lögregluna, Vinnumálastofnun og Ríkisskattstjóra eftirlit með þessum gististöðum. Greiði rekstraraðili Hótels Adam ekki sína skatta og gjöld hefur Ríkisskattstjóri heimild til að loka staðnum. Eyjólfur bendir hins vegar á að komi upp mál varðandi vinnumansal þá sé enga slíka heimild að finna í lögum. „En ég held að það mætti styrkja ákvæði í okkar lögum, þar er mansal ekki sérstaklega nefnt og okkur ekki með lögum falið sérstaklega að líta eftir því í okkar hefðbundna eftirliti,“ segir Eyjólfur. „Við erum samt þannig á varðbergi að ef það kviknar grunur að þá að sjálfsögðu látum við vita.“ Það gætu verið úrræði sem gerðu Vinnueftirlitinu kleift að rannsaka vinnumansalsmál upp á eigin spýtur. Þannig gæti eftirlitið gripið til þvingunarúrræða eða knúið fram upplýsingar sem síðan yrði grunnurinn að því að málið færi til lögreglu. „Þetta mál er heldur betur áminning um að það er nauðsynlegt að skoða þessa hluti,“ segir Eyjólfur. „Til skamms tíma héldu menn að svona ljótir hlutir væru ekki að gerast á Íslandi. Menn eru að vakna upp við þetta núna, það eru komin upp tvö vinnumansalsmál á tiltölulega skömmum tíma og það hlýtur að vera tekið til skoðunar hvernig menn vilja reyna eftir megni að uppræta slíkt.“
Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Hótelstjórinn á Hótel Adam vildi ekki svara spurningum blaðamanns "Það er ekkert af mér að frétta,“ sagði Ragnar Guðmundsson hótelstjóri þegar blaðamaður leit við á Skólavörðustígnum í dag. 24. febrúar 2016 11:45 Tapparnir geymdir á klósettinu og bjórinn seldur í leyfisleysi Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gerir ýmsar athugasemdir við gistiheimilið Adam Hótel á Skólavörðustíg. 21. mars 2016 15:48 Lögreglan rannsakar vinnumansal á Hótel Adam Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál erlendar konu sem var haldið nauðugri í starfi á Hótel Adam. 21. maí 2016 18:00 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Hótelstjórinn á Hótel Adam vildi ekki svara spurningum blaðamanns "Það er ekkert af mér að frétta,“ sagði Ragnar Guðmundsson hótelstjóri þegar blaðamaður leit við á Skólavörðustígnum í dag. 24. febrúar 2016 11:45
Tapparnir geymdir á klósettinu og bjórinn seldur í leyfisleysi Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gerir ýmsar athugasemdir við gistiheimilið Adam Hótel á Skólavörðustíg. 21. mars 2016 15:48
Lögreglan rannsakar vinnumansal á Hótel Adam Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál erlendar konu sem var haldið nauðugri í starfi á Hótel Adam. 21. maí 2016 18:00