Haldið nauðugri í starfi á hóteli Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 20. maí 2016 18:45 Lögreglan rannsakar nú mál konu sem var haldið nauðugri í starfi á hóteli á höfuðborgarsvæðinu. Konan var þvinguð til að gista í herbergi með yfirmanni sínum sem hótaði henni með að annars yrði hún handtekin. Hún fékk tæpar 60 þúsund krónur í mánaðarlaun sem er langt undir lágmarkslaunum. Konan kynntist manninum í heimalandi sínu skömmu fyrir áramót. Hann bauð henni starf á hóteli sem hann sagðist reka hér á höfuðborgarsvæðinu og þáði hún það. Maðurinn sagði við hana þegar hún kom til landsins að þar sem Ísland væri ekki í Evrópusambandinu þá þurfi hún atvinnuleyfi hér á landi. Ekki sé hægt að útvega slíkt leyfi og hún sé ólögleg á landinu. Stúlkan þyrfti því að gista í herberginu hans á hótelinu til þess að lögreglan myndi ekki handtaka hana. Stúlkan samþykkti það en yfirmaður hennar sagði henni að yrði hún handtekin þá yrði hún send úr landi og aftur heimalands síns þar sem ekkert nema fátækt og atvinnuleysi myndi bíða hennar. Konan sinnti margvíslegum störfum á hótelinu og var við vinnu nánast daglega í fimm mánuði. Fyrir þessa fimm mánuði í starfi fékk hún greiddar alls 295.000 krónur auk þess að fá sígarettur og brauð og álegg, eftir því sem kostur var. Þetta þýðir að konan fékk um 59.000 krónur í mánaðarlaun. Það var ekki fyrr en konan átti leið í verslun Bónus í síðustu viku er hún sá þennan bækling frá ASÍ um réttindi fólks á vinnumarkaði. Hafði hún þá samband við ASÍ sem í kjölfarið fór með málið til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan vildi ekki veita nánari upplýsingar um rannsókn málsins. Stúlkan er þó enn þá hér á landi en hefur lokið störfum á umræddu hóteli. Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Lögreglan rannsakar nú mál konu sem var haldið nauðugri í starfi á hóteli á höfuðborgarsvæðinu. Konan var þvinguð til að gista í herbergi með yfirmanni sínum sem hótaði henni með að annars yrði hún handtekin. Hún fékk tæpar 60 þúsund krónur í mánaðarlaun sem er langt undir lágmarkslaunum. Konan kynntist manninum í heimalandi sínu skömmu fyrir áramót. Hann bauð henni starf á hóteli sem hann sagðist reka hér á höfuðborgarsvæðinu og þáði hún það. Maðurinn sagði við hana þegar hún kom til landsins að þar sem Ísland væri ekki í Evrópusambandinu þá þurfi hún atvinnuleyfi hér á landi. Ekki sé hægt að útvega slíkt leyfi og hún sé ólögleg á landinu. Stúlkan þyrfti því að gista í herberginu hans á hótelinu til þess að lögreglan myndi ekki handtaka hana. Stúlkan samþykkti það en yfirmaður hennar sagði henni að yrði hún handtekin þá yrði hún send úr landi og aftur heimalands síns þar sem ekkert nema fátækt og atvinnuleysi myndi bíða hennar. Konan sinnti margvíslegum störfum á hótelinu og var við vinnu nánast daglega í fimm mánuði. Fyrir þessa fimm mánuði í starfi fékk hún greiddar alls 295.000 krónur auk þess að fá sígarettur og brauð og álegg, eftir því sem kostur var. Þetta þýðir að konan fékk um 59.000 krónur í mánaðarlaun. Það var ekki fyrr en konan átti leið í verslun Bónus í síðustu viku er hún sá þennan bækling frá ASÍ um réttindi fólks á vinnumarkaði. Hafði hún þá samband við ASÍ sem í kjölfarið fór með málið til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan vildi ekki veita nánari upplýsingar um rannsókn málsins. Stúlkan er þó enn þá hér á landi en hefur lokið störfum á umræddu hóteli.
Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira