Flugumferðarstjórar segja mikið álag og starfsfólk skorta Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. maí 2016 19:30 Tafir urðu á innanlandsflugi í dag vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir mikið álag á flugumferðarstjóra, starfsfólk skorti og hávær krafa sé um að starfsfólk vinni yfirvinnu svo allt gangi upp. Venjulega eru þrír flugumferðarstjóra á vakt í flugturninum á Reykjavíkurflugvelli en í dag var aðeins einn á vakt vegna veikinda. Innanlandsflug um Reykjavíkurflugvöll lá því niðri í morgun til klukkan hálf ellefu. Ekki var hægt að kalla út starfsfólk á vakt þar sem flugumferðarstjóra hafa sett á yfirvinnubann og bann við þjálfun nýrra flugumferðarstjóra til að þrýsta á um lausn í kjaradeilu þeirra og Isavia. Síðan í byrjun febrúar hafa flugumferðarstjórar verið kjarasamningslausir en samningurinn sem þá rann út gilti í fimm ár. „Við fundum í fyrradag og það var lítill árangur sem að náðist af þeim fundi þannig að deilan er svo gott sem í hnút núna,“ segir Sigurjón Jónasson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Sigurjón segir að flugumferðarstjórar hafi dregist aftur úr í launaþróun miðað við aðrar stéttir. Þá hafi álagið aukist mikið með aukinni flugumferð síðustu ár. Nýliðun í faginu hafi verið of lítil og því þurfa flestir að vinna yfirvinnu svo hægt sé að manna allar vaktir. „Það er viðvarandi mannekla og við erum að keyra á lágmarksmannskap og ef það eru einhver forföll þá þarf að takmarka umferð því miður. Þetta er lítil stétt, fámenn stétt, rúmlega 100 manns og ég myndi halda að það vantaði svona sirka 20 flugumferðarstjóra bara helst á morgun,“ segir Sigurjón. „Kröfur flugumferðarstjóra eru mjög langt umfram það sem þessar hækkanir sem hafa almennt verið á almennum vinnumarkaði,“ segir Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Isavia. „Það er auðvitað aukið álag en það er nú svo sem ekkert mikið meira heldur almennt er á Íslandi. Flugumferðarstjórar eru kannski að vinna um 45 stundir á viku en við erum að bæta við mannskap. Við erum að þjálfa flugumferðarstjóra til að bæta inn í mannskapinn,“ segir Guðni. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Flugumferðarstjórar boða hertari aðgerðir „Þetta getur einfaldlega ekki gengið svona áfram," segir formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. 26. apríl 2016 15:33 Röskun á 24 flugferðum um Keflavíkurflugvöll Vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra verður þjónusta á Keflavíkurflugvelli takmörkuð við sjúkra- og neyðarflug frá klukkan 21 í kvöld til klukkan 7 í fyrramálið. 28. apríl 2016 16:08 Innanlandsflug um Reykjavíkurflugvöll lá niðri í morgun Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur alvarleg áhrif. 22. maí 2016 12:17 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Sjá meira
Tafir urðu á innanlandsflugi í dag vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir mikið álag á flugumferðarstjóra, starfsfólk skorti og hávær krafa sé um að starfsfólk vinni yfirvinnu svo allt gangi upp. Venjulega eru þrír flugumferðarstjóra á vakt í flugturninum á Reykjavíkurflugvelli en í dag var aðeins einn á vakt vegna veikinda. Innanlandsflug um Reykjavíkurflugvöll lá því niðri í morgun til klukkan hálf ellefu. Ekki var hægt að kalla út starfsfólk á vakt þar sem flugumferðarstjóra hafa sett á yfirvinnubann og bann við þjálfun nýrra flugumferðarstjóra til að þrýsta á um lausn í kjaradeilu þeirra og Isavia. Síðan í byrjun febrúar hafa flugumferðarstjórar verið kjarasamningslausir en samningurinn sem þá rann út gilti í fimm ár. „Við fundum í fyrradag og það var lítill árangur sem að náðist af þeim fundi þannig að deilan er svo gott sem í hnút núna,“ segir Sigurjón Jónasson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Sigurjón segir að flugumferðarstjórar hafi dregist aftur úr í launaþróun miðað við aðrar stéttir. Þá hafi álagið aukist mikið með aukinni flugumferð síðustu ár. Nýliðun í faginu hafi verið of lítil og því þurfa flestir að vinna yfirvinnu svo hægt sé að manna allar vaktir. „Það er viðvarandi mannekla og við erum að keyra á lágmarksmannskap og ef það eru einhver forföll þá þarf að takmarka umferð því miður. Þetta er lítil stétt, fámenn stétt, rúmlega 100 manns og ég myndi halda að það vantaði svona sirka 20 flugumferðarstjóra bara helst á morgun,“ segir Sigurjón. „Kröfur flugumferðarstjóra eru mjög langt umfram það sem þessar hækkanir sem hafa almennt verið á almennum vinnumarkaði,“ segir Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Isavia. „Það er auðvitað aukið álag en það er nú svo sem ekkert mikið meira heldur almennt er á Íslandi. Flugumferðarstjórar eru kannski að vinna um 45 stundir á viku en við erum að bæta við mannskap. Við erum að þjálfa flugumferðarstjóra til að bæta inn í mannskapinn,“ segir Guðni.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Flugumferðarstjórar boða hertari aðgerðir „Þetta getur einfaldlega ekki gengið svona áfram," segir formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. 26. apríl 2016 15:33 Röskun á 24 flugferðum um Keflavíkurflugvöll Vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra verður þjónusta á Keflavíkurflugvelli takmörkuð við sjúkra- og neyðarflug frá klukkan 21 í kvöld til klukkan 7 í fyrramálið. 28. apríl 2016 16:08 Innanlandsflug um Reykjavíkurflugvöll lá niðri í morgun Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur alvarleg áhrif. 22. maí 2016 12:17 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Sjá meira
Flugumferðarstjórar boða hertari aðgerðir „Þetta getur einfaldlega ekki gengið svona áfram," segir formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. 26. apríl 2016 15:33
Röskun á 24 flugferðum um Keflavíkurflugvöll Vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra verður þjónusta á Keflavíkurflugvelli takmörkuð við sjúkra- og neyðarflug frá klukkan 21 í kvöld til klukkan 7 í fyrramálið. 28. apríl 2016 16:08
Innanlandsflug um Reykjavíkurflugvöll lá niðri í morgun Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur alvarleg áhrif. 22. maí 2016 12:17