Garcia sigraði á Byron Nelson eftir bráðabana Kristinn Páll Teitsson skrifar 22. maí 2016 23:00 Garcia fagnar á hringnum í dag. Vísir/Getty Spænski kylfingurinn Sergio Garcia bar sigur úr býtum á AT&T Byron Nelson meistaramótinu í golfi í dag en grípa þurfti til bráðabana til að finna sigurvegarann í Texas. Er þetta níundi PGA-titill Garcia á ferlinum en taugar hans reyndust sterkari á lokasprettinum og dugði honum par á fyrstu holu bráðabanans til að tryggja sér sigur. Spænski kylfingurinn var þremur höggum á eftir Brooks Koepka fyrir lokadaginn en Garcia kom í hús á lokadegi mótsins á tveimur höggum undir pari og alls 15 höggum undir pari. Koepka náði ekki að setja niður fimm metra pútt fyrir sigrinum á átjándu holu og þurfti því bráðabana til að skera út um hver tæki bikarinn heim. Koepka náði sér aldrei á strik þar og eftir tvípútt lék hann síðustu holuna á tvöföldum skolla. Var því eftirleikurinn auðveldur fyrir Garcia sem setti niður stutt pútt fyrir sigrinum. Jordan Spieth náði sér ekki á strik á lokadeginum en Spieth lauk leik í 18. sæti eftir að hafa aðeins náð tveimur fuglum og sex skollum á lokahringnum.And the winner is…@TheSergioGarcia! #ATTByronNelson pic.twitter.com/db463nb6GG— AT&T Byron Nelson (@attbyronnelson) May 22, 2016 Golf Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Spænski kylfingurinn Sergio Garcia bar sigur úr býtum á AT&T Byron Nelson meistaramótinu í golfi í dag en grípa þurfti til bráðabana til að finna sigurvegarann í Texas. Er þetta níundi PGA-titill Garcia á ferlinum en taugar hans reyndust sterkari á lokasprettinum og dugði honum par á fyrstu holu bráðabanans til að tryggja sér sigur. Spænski kylfingurinn var þremur höggum á eftir Brooks Koepka fyrir lokadaginn en Garcia kom í hús á lokadegi mótsins á tveimur höggum undir pari og alls 15 höggum undir pari. Koepka náði ekki að setja niður fimm metra pútt fyrir sigrinum á átjándu holu og þurfti því bráðabana til að skera út um hver tæki bikarinn heim. Koepka náði sér aldrei á strik þar og eftir tvípútt lék hann síðustu holuna á tvöföldum skolla. Var því eftirleikurinn auðveldur fyrir Garcia sem setti niður stutt pútt fyrir sigrinum. Jordan Spieth náði sér ekki á strik á lokadeginum en Spieth lauk leik í 18. sæti eftir að hafa aðeins náð tveimur fuglum og sex skollum á lokahringnum.And the winner is…@TheSergioGarcia! #ATTByronNelson pic.twitter.com/db463nb6GG— AT&T Byron Nelson (@attbyronnelson) May 22, 2016
Golf Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira