Segir að Conor og Mayweather berjist í september | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. maí 2016 09:15 Conor McGregor er klár en vill fá jafnmikið borgað. vísir/getty Bandaríski íþróttafréttamaðurinn Colin Cowherd sem sér um og stýrir vinsælum útvarpsþætti sem heitir The Herd fullyrðir að súper-bardagi Floyd Mayweather og Conor McGregor fari fram í september. Cowherd er einn virtasti íþróttafréttamaður Bandaríkjanna og þekkir vel til innan MMA-heimsins. Hann segist meira að segja vera búinn að panta sér herbergi í Las Vegas þegar bardaginn á að fara fram. „Það berast fréttir af þessum bardaga eftir tvær vikur. Ég er nú þegar búinn að bóka tvö herbergi 17. og 18. september í Las Vegas. Mínar heimildir herma að bardagi Conor McGregor og Floydmayweather fari fram,“ segir Cowherd. „Þetta breyttist í síðustu viku. Ég fékk símtal og svo voru mér sendar frekari upplýsingar. Þetta mun gerast í september.“ Cowherd bætir við að Mayweather hafi ekki náð að lokka nógu marga sjónvarpsáhorfendur til að kaupa sér áskrift að síðasta bardaga en „aðeins“ 550.000 manns sáu hann berjast í það sem var talið síðasta skipti. Vanalega reynir Mayweather að fá tvær til þrjár milljónir til að kaupa áskrift. Conor McGregor hefur sagst vera opinn fyrir því að berjast við Mayweather en hann vill ekki fá neinar sjö milljónir dollara ef Mayweather ætlar að taka inn 100 milljónir eins og Írinn útskýrði. Ekki verður barist í blönduðum bardagalistum heldur einhverju sem er mun líkara hnefaleikum. Líklega verður um að ræða einfaldan hnefaleikabardaga sem Conor hlakkar til að takast á við. Conor er ekki enn kominn með MMA-bardaga eftir að tapa fyrir Nate Diaz fyrr á þessu ári og gengur Dana White, forseta UFC, illa að fá Diaz til að samþykkja annan bardaga við Conor eftir allt sem á undan er gengið. Hér að neðan má sjá Colin Cowherd útskýra hvers vegna hann telur að Conor og Mayweather berjist í september. MMA Tengdar fréttir Conor um Mayweather: Sjö milljónir eru grín - hann þarf á mér að halda Conor McGregor segist vera kominn mun lengra á sínum ferli 27 ára heldur en Floyd Mayweather var á sama aldri. 23. maí 2016 09:00 Mayweather býður Conor 6,2 milljarða fyrir Nýársbardaga Bandarískir fjölmiðar halda áfram að skrifa um mögulegan tröllabardaga á milli boxarans Floyd Mayweather og bardagamannsins Conor McGregor en það er ljóst að margir gætu grætt mikla pening fari slíkur bardagi einhvern tímann fram. 20. maí 2016 16:00 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Sjá meira
Bandaríski íþróttafréttamaðurinn Colin Cowherd sem sér um og stýrir vinsælum útvarpsþætti sem heitir The Herd fullyrðir að súper-bardagi Floyd Mayweather og Conor McGregor fari fram í september. Cowherd er einn virtasti íþróttafréttamaður Bandaríkjanna og þekkir vel til innan MMA-heimsins. Hann segist meira að segja vera búinn að panta sér herbergi í Las Vegas þegar bardaginn á að fara fram. „Það berast fréttir af þessum bardaga eftir tvær vikur. Ég er nú þegar búinn að bóka tvö herbergi 17. og 18. september í Las Vegas. Mínar heimildir herma að bardagi Conor McGregor og Floydmayweather fari fram,“ segir Cowherd. „Þetta breyttist í síðustu viku. Ég fékk símtal og svo voru mér sendar frekari upplýsingar. Þetta mun gerast í september.“ Cowherd bætir við að Mayweather hafi ekki náð að lokka nógu marga sjónvarpsáhorfendur til að kaupa sér áskrift að síðasta bardaga en „aðeins“ 550.000 manns sáu hann berjast í það sem var talið síðasta skipti. Vanalega reynir Mayweather að fá tvær til þrjár milljónir til að kaupa áskrift. Conor McGregor hefur sagst vera opinn fyrir því að berjast við Mayweather en hann vill ekki fá neinar sjö milljónir dollara ef Mayweather ætlar að taka inn 100 milljónir eins og Írinn útskýrði. Ekki verður barist í blönduðum bardagalistum heldur einhverju sem er mun líkara hnefaleikum. Líklega verður um að ræða einfaldan hnefaleikabardaga sem Conor hlakkar til að takast á við. Conor er ekki enn kominn með MMA-bardaga eftir að tapa fyrir Nate Diaz fyrr á þessu ári og gengur Dana White, forseta UFC, illa að fá Diaz til að samþykkja annan bardaga við Conor eftir allt sem á undan er gengið. Hér að neðan má sjá Colin Cowherd útskýra hvers vegna hann telur að Conor og Mayweather berjist í september.
MMA Tengdar fréttir Conor um Mayweather: Sjö milljónir eru grín - hann þarf á mér að halda Conor McGregor segist vera kominn mun lengra á sínum ferli 27 ára heldur en Floyd Mayweather var á sama aldri. 23. maí 2016 09:00 Mayweather býður Conor 6,2 milljarða fyrir Nýársbardaga Bandarískir fjölmiðar halda áfram að skrifa um mögulegan tröllabardaga á milli boxarans Floyd Mayweather og bardagamannsins Conor McGregor en það er ljóst að margir gætu grætt mikla pening fari slíkur bardagi einhvern tímann fram. 20. maí 2016 16:00 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Sjá meira
Conor um Mayweather: Sjö milljónir eru grín - hann þarf á mér að halda Conor McGregor segist vera kominn mun lengra á sínum ferli 27 ára heldur en Floyd Mayweather var á sama aldri. 23. maí 2016 09:00
Mayweather býður Conor 6,2 milljarða fyrir Nýársbardaga Bandarískir fjölmiðar halda áfram að skrifa um mögulegan tröllabardaga á milli boxarans Floyd Mayweather og bardagamannsins Conor McGregor en það er ljóst að margir gætu grætt mikla pening fari slíkur bardagi einhvern tímann fram. 20. maí 2016 16:00