Barokktónlist með ferskri framsetningu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. maí 2016 10:45 Sigurður Halldórsson sellóleikari, Halldór Bjarki Arnarson semballeikari, Þóra Margrét Sveinsdóttir víóluleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari, Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir fiðluleikari, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzó-sópran og Arngeir Heiðar Hauksson, gítar- og lútuleikari. Mynd/Jóhanna Helga Þorkelsdóttir „Við erum með sónötur, kantötu, sinfóníur og aríur eftir Purcell, La Guerre, Händel og Vivaldi, allt falleg og grípandi verk,“ segir Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzo-sópransöngkona í hinum nýstofnaða barokkhópi Symphonia Angelica sem kemur fram í Guðríðarkirkju í Grafarholti annað kvöld, fimmtudag, klukkan 19.30 á vegum Listahátíðar. Aðalverk kvöldsins er kantatan La Lucrezia eftir Händel sem Sigríður Ósk segir dramatískt verk en kröftugt. „Ég söng þessa kantötu fyrir nokkrum árum í Kings Place í London með Classical Opera Company og langaði að taka hana aftur en til þess þurfti ég góðan hóp tónlistarmanna. Hún Sigríður Ella söngkona, kennari minn og vinkona benti mér á að tala við Sigurð Halldórsson sellóleikara sem bæði er í barokk- og nútímatónlist. Hann smalaði saman fleiri hljóðfæraleikurum, blöndu af nýútskrifuðu fólki og reynsluboltum sem eru starfandi hér heima og erlendis. Til dæmis er einn lútuleikari, búsettur í London og spilar þar eldri músík. Flott að fá hann því atvinnumenn á lútu eru ekki á hverju strái. Þetta eru allt frábærir tónlistarmenn og ótrúlega gaman að fá að vinna með þeim. Við eigum eftir að gera meira saman.“ Sigríður Ósk segir smá tvist verða á tónleikunum annað kvöld. „Við erum með þá stefnu að vera með ferska nálgun á verkin, til dæmis með smá spuna á milli þeirra þannig að tónleikarnir verði ein heild,“ segir hún og ber lof á salinn. „Það er stórkostlegur hljómburður í Guðríðarkirkju,“ segir hún. „Enda eru stundum teknir upp geisladiskar þar.“ Tónleikarnir taka rúman klukkutíma. Miðar verða seldir við innganginn og líka á listahátíðarsíðunni http://www.listahatid.is/dagskra/2016/ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. 6. 2016 Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Við erum með sónötur, kantötu, sinfóníur og aríur eftir Purcell, La Guerre, Händel og Vivaldi, allt falleg og grípandi verk,“ segir Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzo-sópransöngkona í hinum nýstofnaða barokkhópi Symphonia Angelica sem kemur fram í Guðríðarkirkju í Grafarholti annað kvöld, fimmtudag, klukkan 19.30 á vegum Listahátíðar. Aðalverk kvöldsins er kantatan La Lucrezia eftir Händel sem Sigríður Ósk segir dramatískt verk en kröftugt. „Ég söng þessa kantötu fyrir nokkrum árum í Kings Place í London með Classical Opera Company og langaði að taka hana aftur en til þess þurfti ég góðan hóp tónlistarmanna. Hún Sigríður Ella söngkona, kennari minn og vinkona benti mér á að tala við Sigurð Halldórsson sellóleikara sem bæði er í barokk- og nútímatónlist. Hann smalaði saman fleiri hljóðfæraleikurum, blöndu af nýútskrifuðu fólki og reynsluboltum sem eru starfandi hér heima og erlendis. Til dæmis er einn lútuleikari, búsettur í London og spilar þar eldri músík. Flott að fá hann því atvinnumenn á lútu eru ekki á hverju strái. Þetta eru allt frábærir tónlistarmenn og ótrúlega gaman að fá að vinna með þeim. Við eigum eftir að gera meira saman.“ Sigríður Ósk segir smá tvist verða á tónleikunum annað kvöld. „Við erum með þá stefnu að vera með ferska nálgun á verkin, til dæmis með smá spuna á milli þeirra þannig að tónleikarnir verði ein heild,“ segir hún og ber lof á salinn. „Það er stórkostlegur hljómburður í Guðríðarkirkju,“ segir hún. „Enda eru stundum teknir upp geisladiskar þar.“ Tónleikarnir taka rúman klukkutíma. Miðar verða seldir við innganginn og líka á listahátíðarsíðunni http://www.listahatid.is/dagskra/2016/ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. 6. 2016
Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira