Þrjú þúsund á hverju kvöldi í norðurljósaferð Þórdís Valsdóttir skrifar 28. maí 2016 07:00 Norðurljósin eru áhrifarík leið til að lengja ferðamannatímann og auka þannig stöðugleika í ferðaþjónustu. vísir/GVA Mikil uppsveifla hefur verið í norðurljósaferðum og eru þær orðnar mikilvægur hlekkur í vetrarferðaþjónustu. Á góðu vetrarkvöldi fara rúmlega þrjú þúsund erlendir ferðamenn í slíka ferð. Á síðustu tíu árum hefur hlutfall ferðamanna sem greitt hafa fyrir norðurljósaferðir aukist úr 14 prósentum í 42 prósent.„Við höfum farið með yfir tuttugu bíla á einu kvöldi svo það kemur mér ekki á óvart ef þetta eru meira en þrjú þúsund manns,“ segir Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða.Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. Fréttablaðið/PjeturFjöldi ferðamanna ferðast til landsins í þeim tilgangi einum að berja norðurljósin augum. „Það er mikið verk að uppfylla væntingar fólks og þetta er svipað eins og með fótboltaleik, mörkin eru ekki innifalin,“ segir Kristján og bætir við að ef norðurljósin sjást ekki í ferðunum geta farþegarnir farið aftur í ferðina sér að kostnaðarlausu. „Það er mikill spenningur í ferðamönnum, það er klappað og faðmast þegar norðurljósin sjást dansandi.“ Erfitt getur reynst að segja til um hvar hægt er að sjá norðurljósin á tilteknu kvöldi en að sögn Kristjáns stóla aðilar innan ferðaþjónustunnar á norðurljósaspár. „Við erum sífellt að verða vísindalegri og tökum spár frá nokkrum aðilum og setjum saman. Í dag erum við með sérfræðing sem gerir spá fyrir okkur svo við séum að fara á réttu staðina.“ Árstíðasveifla í ferðaþjónustu hérlendis er mikil áskorun en ferðamönnum yfir vetrartímann hefur fjölgað hlutfallslega meira síðastliðin ár en á öðrum árstíma samkvæmt tölum Hagstofunnar og Ferðamálastofu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. maí. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Mikil uppsveifla hefur verið í norðurljósaferðum og eru þær orðnar mikilvægur hlekkur í vetrarferðaþjónustu. Á góðu vetrarkvöldi fara rúmlega þrjú þúsund erlendir ferðamenn í slíka ferð. Á síðustu tíu árum hefur hlutfall ferðamanna sem greitt hafa fyrir norðurljósaferðir aukist úr 14 prósentum í 42 prósent.„Við höfum farið með yfir tuttugu bíla á einu kvöldi svo það kemur mér ekki á óvart ef þetta eru meira en þrjú þúsund manns,“ segir Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða.Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. Fréttablaðið/PjeturFjöldi ferðamanna ferðast til landsins í þeim tilgangi einum að berja norðurljósin augum. „Það er mikið verk að uppfylla væntingar fólks og þetta er svipað eins og með fótboltaleik, mörkin eru ekki innifalin,“ segir Kristján og bætir við að ef norðurljósin sjást ekki í ferðunum geta farþegarnir farið aftur í ferðina sér að kostnaðarlausu. „Það er mikill spenningur í ferðamönnum, það er klappað og faðmast þegar norðurljósin sjást dansandi.“ Erfitt getur reynst að segja til um hvar hægt er að sjá norðurljósin á tilteknu kvöldi en að sögn Kristjáns stóla aðilar innan ferðaþjónustunnar á norðurljósaspár. „Við erum sífellt að verða vísindalegri og tökum spár frá nokkrum aðilum og setjum saman. Í dag erum við með sérfræðing sem gerir spá fyrir okkur svo við séum að fara á réttu staðina.“ Árstíðasveifla í ferðaþjónustu hérlendis er mikil áskorun en ferðamönnum yfir vetrartímann hefur fjölgað hlutfallslega meira síðastliðin ár en á öðrum árstíma samkvæmt tölum Hagstofunnar og Ferðamálastofu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. maí.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent