Fellir Atlético enn einn risann í Meistaradeildinni? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. maí 2016 09:00 Sergio Ramos jafnar hér á síðustu stund í úrslitaleiknum 2014. Vísir/Getty „Þetta er ekki hefnd, þetta er nýtt tækifæri,“ sagði Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atlético Madrid, eftir að það lá fyrir að hans menn myndu mæta Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í annað sinn á síðustu þremur árum. Þann 24. maí 2014 var Atlético Madrid aðeins 90 sekúndum frá því að vinna Meistaradeildina í fyrsta skipti en skalli Sergio Ramos kramdi hjörtu Atlético-manna. Eftir að hafa gefið allt í leikinn áttu þeir ekki meira eftir í framlengingunni þar sem Real Madrid skoraði þrjú mörk og tryggði sér sinn tíunda Meistaradeildartitil. Þeir kalla hann „La Decima“. Nú tveimur árum og þremur dögum síðar fá strákarnir hans Simeone tækifæri til að leiðrétta það sem fór úrskeiðis á Ljósvangi í Lissabon. Þetta eru reyndar ekki sömu strákar og síðast, nema að litlum hluta. Lið Atlético Madrid hefur tekið miklum breytingum á þessum tveimur árum og líklega verða bara fimm leikmenn sem byrjuðu leikinn 2014 í byrjunarliðinu í kvöld. En þrátt fyrir mannabreytingar eru það sömu þættirnir sem einkenna Atlético-liðið; barátta, dugnaður, ákefð, gott skipulag, beittar skyndisóknir og mikil samstaða. Og þessir þættir munu einkenna liðið svo lengi sem Diego Simeone er við stjórnvölinn hjá því. Argentínumaðurinn er slagæðin í félaginu.Meistaradeildarbikarinn er að sjálfsögðu löngu kominn til Mílanó og hér sjást lögreglumenn bera bikarinn á milli sín í miðbæ Mílanóborgar í vikunni.Vísir/EPAKollegi hans hjá Real Madrid, Zinedine Zidane, á misjafnar minningar frá úrslitaleikjum Meistaradeildarinnar. Flestir muna eftir undramarki hans sem tryggði Real Madrid sigur á Bayer Leverkusen í úrslitaleiknum 2002 en áður hafði hann tapað tvisvar í úrslitaleik sem leikmaður Juventus. Zidane tók við Madrídarliðinu af Rafa Benítez í janúar og hefur gert fína hluti á Santíago Bernabeu. Real Madrid er með 80,8% sigurhlutfall í 26 leikjum undir hans stjórn. Aðeins tveir leikir hafa tapast, annar þeirra gegn Atlético Madrid sem hefur aðeins tapað einum af síðustu 10 leikjum gegn nágrönnum sínum. „Atlético eru sérstakir mótherjar. Þeir hafa unnið hin tvö bestu liðin í Evrópu svo þetta verður mjög erfiður leikur,“ sagði Zidane í aðdraganda úrslitaleiksins. Frakkinn benti einnig réttilega á að Atlético Madrid væri meira en bara varnarlið. Atlético býr yfir gæðum, ekki jafn miklum og Real Madrid, en nógu miklum til að gera út um jafna leiki gegn sterkum liðum. Stórkostlegt einleiksmark Saúls Niguez í fyrri leiknum gegn Bayern er besta dæmið um það.Cristiano Ronaldo fagnar sigri Real Madrid í Meistaradeildinni 2014.Vísir/GettyAðalhausverkur Zidane verður að finna glufur á varnarleik Atlético sem hefur þegar haldið Barcelona og Bayern í skefjum. Varnarleikur Real Madrid hefur sömuleiðis verið góður í Meistaradeildinni þótt mótherjarnir hafa ekki verið jafn sterkir og þeir sem Atlético hefur þurft að mæta. Zidane hefur tekist að finna jafnvægi í Madrídarliðinu og Luka Modric hefur blómstrað undir hans stjórn. Cristiano Ronaldo og Gareth Bale hafa sömuleiðis verið iðnir við kolann en sá fyrrnefndi er kominn með 16 mörk í Meistaradeildinni í ár og vantar aðeins eitt mark til að jafna markamet sitt frá því fyrir tveimur árum. Ronaldo vill eflaust bæta fleiri titlum á ferilskrána en þrátt fyrir að hafa skorað 364 mörk í 347 leikjum fyrir Real hefur liðið „aðeins“ unnið spænska titilinn og Meistaradeildina einu sinni með honum. Í Meistaradeildinni er sagan alltaf á bandi Real Madrid en félagið skilgreinir sig að stórum hluta út frá titlunum tíu. En sagan spilar ekki leikina og síðan Simeone tók við Atlético Madrid hefur liðið verið í fullri vinnu við að fella risa. Tveir eru þegar fallnir og það kemur svo í ljós í kvöld hvort sá þriðji fellur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Sjá meira
„Þetta er ekki hefnd, þetta er nýtt tækifæri,“ sagði Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atlético Madrid, eftir að það lá fyrir að hans menn myndu mæta Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í annað sinn á síðustu þremur árum. Þann 24. maí 2014 var Atlético Madrid aðeins 90 sekúndum frá því að vinna Meistaradeildina í fyrsta skipti en skalli Sergio Ramos kramdi hjörtu Atlético-manna. Eftir að hafa gefið allt í leikinn áttu þeir ekki meira eftir í framlengingunni þar sem Real Madrid skoraði þrjú mörk og tryggði sér sinn tíunda Meistaradeildartitil. Þeir kalla hann „La Decima“. Nú tveimur árum og þremur dögum síðar fá strákarnir hans Simeone tækifæri til að leiðrétta það sem fór úrskeiðis á Ljósvangi í Lissabon. Þetta eru reyndar ekki sömu strákar og síðast, nema að litlum hluta. Lið Atlético Madrid hefur tekið miklum breytingum á þessum tveimur árum og líklega verða bara fimm leikmenn sem byrjuðu leikinn 2014 í byrjunarliðinu í kvöld. En þrátt fyrir mannabreytingar eru það sömu þættirnir sem einkenna Atlético-liðið; barátta, dugnaður, ákefð, gott skipulag, beittar skyndisóknir og mikil samstaða. Og þessir þættir munu einkenna liðið svo lengi sem Diego Simeone er við stjórnvölinn hjá því. Argentínumaðurinn er slagæðin í félaginu.Meistaradeildarbikarinn er að sjálfsögðu löngu kominn til Mílanó og hér sjást lögreglumenn bera bikarinn á milli sín í miðbæ Mílanóborgar í vikunni.Vísir/EPAKollegi hans hjá Real Madrid, Zinedine Zidane, á misjafnar minningar frá úrslitaleikjum Meistaradeildarinnar. Flestir muna eftir undramarki hans sem tryggði Real Madrid sigur á Bayer Leverkusen í úrslitaleiknum 2002 en áður hafði hann tapað tvisvar í úrslitaleik sem leikmaður Juventus. Zidane tók við Madrídarliðinu af Rafa Benítez í janúar og hefur gert fína hluti á Santíago Bernabeu. Real Madrid er með 80,8% sigurhlutfall í 26 leikjum undir hans stjórn. Aðeins tveir leikir hafa tapast, annar þeirra gegn Atlético Madrid sem hefur aðeins tapað einum af síðustu 10 leikjum gegn nágrönnum sínum. „Atlético eru sérstakir mótherjar. Þeir hafa unnið hin tvö bestu liðin í Evrópu svo þetta verður mjög erfiður leikur,“ sagði Zidane í aðdraganda úrslitaleiksins. Frakkinn benti einnig réttilega á að Atlético Madrid væri meira en bara varnarlið. Atlético býr yfir gæðum, ekki jafn miklum og Real Madrid, en nógu miklum til að gera út um jafna leiki gegn sterkum liðum. Stórkostlegt einleiksmark Saúls Niguez í fyrri leiknum gegn Bayern er besta dæmið um það.Cristiano Ronaldo fagnar sigri Real Madrid í Meistaradeildinni 2014.Vísir/GettyAðalhausverkur Zidane verður að finna glufur á varnarleik Atlético sem hefur þegar haldið Barcelona og Bayern í skefjum. Varnarleikur Real Madrid hefur sömuleiðis verið góður í Meistaradeildinni þótt mótherjarnir hafa ekki verið jafn sterkir og þeir sem Atlético hefur þurft að mæta. Zidane hefur tekist að finna jafnvægi í Madrídarliðinu og Luka Modric hefur blómstrað undir hans stjórn. Cristiano Ronaldo og Gareth Bale hafa sömuleiðis verið iðnir við kolann en sá fyrrnefndi er kominn með 16 mörk í Meistaradeildinni í ár og vantar aðeins eitt mark til að jafna markamet sitt frá því fyrir tveimur árum. Ronaldo vill eflaust bæta fleiri titlum á ferilskrána en þrátt fyrir að hafa skorað 364 mörk í 347 leikjum fyrir Real hefur liðið „aðeins“ unnið spænska titilinn og Meistaradeildina einu sinni með honum. Í Meistaradeildinni er sagan alltaf á bandi Real Madrid en félagið skilgreinir sig að stórum hluta út frá titlunum tíu. En sagan spilar ekki leikina og síðan Simeone tók við Atlético Madrid hefur liðið verið í fullri vinnu við að fella risa. Tveir eru þegar fallnir og það kemur svo í ljós í kvöld hvort sá þriðji fellur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Sjá meira