KR-ingarnir sungu eftir sigurinn á Val í kvöld | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2016 22:18 KR-ingar fagna marki Óskar Arnar Haukssonar í fyrri hálfleik. Vísir/Anton Brink KR-ingar stóðust pressuna í kvöld og unnu mikilvægan sigur á nágrönnum sínum í Val í stórleik kvöldsins í sjöttu umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta. KR-liðið var aðeins búið að vinna einn af fyrstu sex leikjum sínum í deild og bikar og datt út fyrir 1. deildarliði Selfoss í bikarnum í síðustu viku. Það var því komin pressa á liðið ef að Vesturbæingar ætluðu sér að vera með í baráttunni á toppnum. Bjarni Guðjónsson og Guðmundur Benediktsson náðu að stilla sitt lið rétt og ná góðum úrslitum á móti liði sem hafði góð tök á þeim á síðasta tímabili. KR vann leikinn á endanum 2-1 eftir að hafa komist í 2-0 með mörkum sitthvorum megin við hálfleikinn. Óskar Örn Hauksson og Denis Fazlagic skoruðu mörkin og var Fazlagic að skora í öðrum leiknum í röð. Valsmenn minnkuðu muninn í lokin og gerðu sig líklega til að jafna en KR-liðið hélt út og fagnaði sigri. Það var mikið gaman í búningsklefa KR eftir leikinn og KR setti sigursöngva sinna manna inn á Twitter-síðu sína eftir leikinn. Það syngja KR-ingar: „Við hötum Fram, við hötum Val en við elskum stórveldið." Það er hægt að sjá sigurgleði KR-liðsins í myndbandinu hér fyrir neðan. KR er með níu stig eftir sigurinn í kvöld en hann skilaði liðinu upp í sjötta sæti deildarinnar. Valsmenn eru aftur á móti bara í níunda sæti því þeir misstu Víkinga upp fyrir sig í kvöld.KLEFINN EFTIR SÆTAN SIGUR Á VALI #AllirSemEinn pic.twitter.com/HIrBvTdLvV— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) May 29, 2016 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
KR-ingar stóðust pressuna í kvöld og unnu mikilvægan sigur á nágrönnum sínum í Val í stórleik kvöldsins í sjöttu umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta. KR-liðið var aðeins búið að vinna einn af fyrstu sex leikjum sínum í deild og bikar og datt út fyrir 1. deildarliði Selfoss í bikarnum í síðustu viku. Það var því komin pressa á liðið ef að Vesturbæingar ætluðu sér að vera með í baráttunni á toppnum. Bjarni Guðjónsson og Guðmundur Benediktsson náðu að stilla sitt lið rétt og ná góðum úrslitum á móti liði sem hafði góð tök á þeim á síðasta tímabili. KR vann leikinn á endanum 2-1 eftir að hafa komist í 2-0 með mörkum sitthvorum megin við hálfleikinn. Óskar Örn Hauksson og Denis Fazlagic skoruðu mörkin og var Fazlagic að skora í öðrum leiknum í röð. Valsmenn minnkuðu muninn í lokin og gerðu sig líklega til að jafna en KR-liðið hélt út og fagnaði sigri. Það var mikið gaman í búningsklefa KR eftir leikinn og KR setti sigursöngva sinna manna inn á Twitter-síðu sína eftir leikinn. Það syngja KR-ingar: „Við hötum Fram, við hötum Val en við elskum stórveldið." Það er hægt að sjá sigurgleði KR-liðsins í myndbandinu hér fyrir neðan. KR er með níu stig eftir sigurinn í kvöld en hann skilaði liðinu upp í sjötta sæti deildarinnar. Valsmenn eru aftur á móti bara í níunda sæti því þeir misstu Víkinga upp fyrir sig í kvöld.KLEFINN EFTIR SÆTAN SIGUR Á VALI #AllirSemEinn pic.twitter.com/HIrBvTdLvV— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) May 29, 2016
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira