Fótbolti

30 prósent íslenska EM-hópsins spilar í sænsku deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Getty
Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson völdu í gær þá 23 leikmenn sem munu skipa fyrsta karlalandslið Íslands á stórmóti en eftir rúman mánuð hefst Evrópumótið í Frakklandi.

Íslensku leikmennirnir er að spila með liðum frá ellefu löndum og þessi 22 lið spila í fimmtán deildum. Enginn leikmaður spilar með liði í heimalandinu og það er ólíklegt að mörg lið á EM séu í þeirri stöðu.

Flestir leikmenn eru að spila með sænskum félögum eða alls sjö af þessum 23. Það þýðir að 30 prósent af íslenska landsliðshópnum eru að spila í Svíþjóð.

Aðeins eitt félagslið á fleiri en einn leikmann í íslenska hópnum en það er sænska liðið Hammarby. Markvörðurinn Ögmundur Kristinsson og bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson spila með Hammarby.



Landsliðshópur Íslands á EM 2016

Spila í Svíþjóð (7)

Ögmundur Kristinsson, Hammarby

Birkir Már Sævarsson, Hammarby

Kári Árnason, Malmö FF

Haukur Heiðar Hauksson, AIK

Hjörtur Hermannsson, IFK Gautaborg

Rúnar Már Sigurjónsson, GIF Sundsvall

Arnór Ingvi Traustason, IFK Norrköping

Spila í Noregi (3)

Hannes Þór Halldórsson, Bodö/Glimt

Ingvar Jónsson, Sandefjord

Eiður Smári Guðjohnsen, Molde

Spila í Danmörku (2)

Ari Freyr Skúlason, OB

Theódór Elmar Bjarnason, AGF

Spila í Wales (2)

Aron Einar Gunnarsson, Cardiff City FC

Gylfi Þór Sigurðsson, Swansea City FC

Spila á Ítalíu (2)

Hörður Björgvin Magnússon, AS Cesena

Emil Hallfreðsson, Udinese Calcio

Spila í Þýskalandi (2)

Alfreð Finnbogason, FC Augsburg

Jón Daði Böðvarsson, 1.FC  Kaiserslautern

Spila í Englandi (1)

Jóhann Berg Guðmundsson, Charlton Athletic FC

Spila í Rússlandi (1)

Ragnar Sigurðsson, FK Krasnodar

Spila í Belgíu (1)

Sverrir Ingi Ingason, KSC Lokeren

Spila í Sviss (1)

Birkir Bjarnason, FC Basel

Spila í Frakklandi (1)

Kolbeinn Sigþórsson, FC Nantes


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×