Leaves: Poppararnir í Panamaskjölunum Birgir Örn Steinarsson skrifar 10. maí 2016 13:43 Leaves í sinni upprunalegu mynd. Hallur er þriðji frá vinstri. Vísir/Dreamworks Hallur Már Hallsson, fyrrum bassaleikari hljómsveitarinnar Leaves, segir það nokkuð spaugilegt að hljómsveitin hafi nú dregist inn í umræðuna um Panamaskjölin. Hallur starfaði með hljómsveitinni fyrstu árin og er einn af fjórum eigendum sem skráðir voru fyrir aflandsfyrirtækinu Leaves Inc sem var með heimilisfang á Bresku Jómfrúaeyjunum á árunum 2002 – 2004. Ásamt honum voru þeir Arnar Guðjónsson söngvar og gítarleikari, Arnar Ólafsson gítarleikari og Bjarni Grímsson trommuleikari skráðir sem eigendur félagsins en þeir voru allir liðsmenn Leaves á þeim tíma. Í dag er Arnar Guðjónsson einn eftir upprunalegra liðsmanna. „Fólk átti von á því að við myndum vera að fá tekjur frá mörgum ólíkum löndum. Þess vegna þótti það besta hugmyndin að staðsetja fyrirtækið á hlutlausum stað og taka svo tekjurnar inn þaðan,“ segir Hallur sem segir hljómsveitina hafa fengið ráðleggingar frá endurskoðanda umboðsskrifstofu sinnar. „Þetta var fyrir 15 árum síðan og við vorum eitthvað um 22 til 23 ára gamlir. Við þáðum ráðgjöf frá fólki sem við treystum varðandi uppsetningu á félaginu. Okkur var aldrei skilgreint hvaða tekjur ættu að fara þarna inn sérstaklega. Maður leit aldrei á það þannig að við værum að fara gera eitthvað sem þætti skuggalegt skattalega séð. Það var aldrei ætlunin.“Hallur Már Hallsson í dag.Vísir/GolliEkki viðkvæmt mál persónulega séðLeaves er ein fárra íslenskra sveita sem náð hefur plötusamningi við útgáfurisa erlendis. Félagið Leaves Inc er stofnað árið 2002 eða í kringum þann tíma sem fyrsta breiðskífa sveitarinnar Breathe kom út á vegum Dreamworks í Bandaríkjunum og B-Unique í Bretlandi. Félagið er lagt niður árið 2004 eftir að sveitin hætti hjá báðum útgáfum og gerði samning við Island Records þar sem önnur breiðskífa þeirra The Angela Test kom út árið 2005. Þriðja plata sveitarinnar hét We are shadows sem kom út árið 2010. Eftir það sagði Hallur skilið við sveitina. Hallur segir það ekki vera viðkvæmt mál fyrir sig persónulega að hljómsveitin Leaves sé nú hluti af Panamaskjölunum. „Um leið og þessi læti fóru af stað um daginn þá hef ég gantast með það hér í vinnunni að ég væri svo frægur að hafa átt aflandsfélag.“ Hér fyrir neðan má sjá myndbandið við lagið Catch sem sveitin gerði á þeim tíma sem aflandsfélagið Leaves Inc var enn starfandi á Bresku Jómfrúaeyjunum. Panama-skjölin Tónlist Tengdar fréttir Fjárfestar, popparar, fjölmiðla-, útgáfu- og fjarskiptafyrirtæki í Panamaskjölunum Í gær var almenningi veittur aðgangur að stórum hluta Panamaskjalana. Vísir birtir lista yfir nokkra þeirra sem þar eru að finna. 10. maí 2016 11:46 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Hallur Már Hallsson, fyrrum bassaleikari hljómsveitarinnar Leaves, segir það nokkuð spaugilegt að hljómsveitin hafi nú dregist inn í umræðuna um Panamaskjölin. Hallur starfaði með hljómsveitinni fyrstu árin og er einn af fjórum eigendum sem skráðir voru fyrir aflandsfyrirtækinu Leaves Inc sem var með heimilisfang á Bresku Jómfrúaeyjunum á árunum 2002 – 2004. Ásamt honum voru þeir Arnar Guðjónsson söngvar og gítarleikari, Arnar Ólafsson gítarleikari og Bjarni Grímsson trommuleikari skráðir sem eigendur félagsins en þeir voru allir liðsmenn Leaves á þeim tíma. Í dag er Arnar Guðjónsson einn eftir upprunalegra liðsmanna. „Fólk átti von á því að við myndum vera að fá tekjur frá mörgum ólíkum löndum. Þess vegna þótti það besta hugmyndin að staðsetja fyrirtækið á hlutlausum stað og taka svo tekjurnar inn þaðan,“ segir Hallur sem segir hljómsveitina hafa fengið ráðleggingar frá endurskoðanda umboðsskrifstofu sinnar. „Þetta var fyrir 15 árum síðan og við vorum eitthvað um 22 til 23 ára gamlir. Við þáðum ráðgjöf frá fólki sem við treystum varðandi uppsetningu á félaginu. Okkur var aldrei skilgreint hvaða tekjur ættu að fara þarna inn sérstaklega. Maður leit aldrei á það þannig að við værum að fara gera eitthvað sem þætti skuggalegt skattalega séð. Það var aldrei ætlunin.“Hallur Már Hallsson í dag.Vísir/GolliEkki viðkvæmt mál persónulega séðLeaves er ein fárra íslenskra sveita sem náð hefur plötusamningi við útgáfurisa erlendis. Félagið Leaves Inc er stofnað árið 2002 eða í kringum þann tíma sem fyrsta breiðskífa sveitarinnar Breathe kom út á vegum Dreamworks í Bandaríkjunum og B-Unique í Bretlandi. Félagið er lagt niður árið 2004 eftir að sveitin hætti hjá báðum útgáfum og gerði samning við Island Records þar sem önnur breiðskífa þeirra The Angela Test kom út árið 2005. Þriðja plata sveitarinnar hét We are shadows sem kom út árið 2010. Eftir það sagði Hallur skilið við sveitina. Hallur segir það ekki vera viðkvæmt mál fyrir sig persónulega að hljómsveitin Leaves sé nú hluti af Panamaskjölunum. „Um leið og þessi læti fóru af stað um daginn þá hef ég gantast með það hér í vinnunni að ég væri svo frægur að hafa átt aflandsfélag.“ Hér fyrir neðan má sjá myndbandið við lagið Catch sem sveitin gerði á þeim tíma sem aflandsfélagið Leaves Inc var enn starfandi á Bresku Jómfrúaeyjunum.
Panama-skjölin Tónlist Tengdar fréttir Fjárfestar, popparar, fjölmiðla-, útgáfu- og fjarskiptafyrirtæki í Panamaskjölunum Í gær var almenningi veittur aðgangur að stórum hluta Panamaskjalana. Vísir birtir lista yfir nokkra þeirra sem þar eru að finna. 10. maí 2016 11:46 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Fjárfestar, popparar, fjölmiðla-, útgáfu- og fjarskiptafyrirtæki í Panamaskjölunum Í gær var almenningi veittur aðgangur að stórum hluta Panamaskjalana. Vísir birtir lista yfir nokkra þeirra sem þar eru að finna. 10. maí 2016 11:46