Tekur þátt í ýmsum verkefnum á Cannes Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 11. maí 2016 09:00 Tinna Hrafnsdóttir leikkona fer til Cannes á morgun. Vísir/Stefán „Ég er að fara að taka þátt í ýmsum verkefnum á kvikmyndahátíðinni á Cannes. Fyrsta stuttmyndin mín, Helga, verður á Short Film Corner, sölu- og kynningarmarkaði hátíðarinnar. Auk þess er ég ein af tuttugu og fimm ungum framleiðendum á Norðurlöndunum sem voru valdir í Young Nordisk Producers Club, vinnustofuna sem verður haldin samhliða hátíðinni, en nýlega stofnaði ég ásamt þremur öðrum konum framleiðslufyrirtækið Freyju Filmwork sem mun leggja áherslu á verk eftir og um konur,“ segir Tinna Hrafnsdóttir leikkona en hún og eiginmaður hennar, Sveinn Geirsson, halda út til Cannes á morgun, þar sem Tinna mun taka þátt í ýmsum verkefnum á hátíðinni. Þátttaka Tinnu er fjölbreytt en þess má geta að Tinna var einnig valin til að keppa í „pitch“-keppninni á Cannes þar sem keppt er um framleiðslustyrk fyrir næstu stuttmynd, en fram fer bæði kosning á netinu og dómnefnd sem ákvarðar sigurvegarann.Stuttmyndin Helga, eftir Tinnu Hrafnsdóttur.„Þetta er keppni á vegum Short tv, þar sem ég er að keppa um framleiðslustyrk fyrir næstu stuttmynd sem er í bígerð en hún heitir Kaþarsis,“ segir Tinna og bætir við að kosning fari fram á netinu þar sem hægt er að velja á milli tuttugu hugmynda að stuttmyndum. Þær fimm hugmyndir sem fá flest atkvæði á netinu fara í úrslit þar sem dómnefnd ákvarðar sigurvegarann sem hlýtur 5.000 evrur. Handrit Kaþarsis er eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur en Guðrún S. Gísladóttir mun fara með aðalhlutverkið. Myndin fjallar um kvenprest á miðjum aldri sem er þjökuð af lífstíðarlangri þráhyggju sem hún fær útrás fyrir á fremur óhefðbundin hátt,“ segir Tinna glöð í bragði. Tinna ásamt þeim Þóreyju Mjallhvíti H. Ómarsdóttur, Dögg Mósesdóttur og Védísi Hervöru Árnadóttur stofnaði framleiðslufyrirtækið Freyja Filmwork ehf. Tilgangur fyrirtækisins er framleiðsla kvikmyndaverkefna þar sem konur gegna lykilhlutverkum. „Við erum fjórar konur úr ólíkum áttum sem ákváðum að taka höndum saman og stofna fyrirtæki til að halda utan um framleiðslu okkar eigin verkefna til að byrja með, en okkur langar til að skapa umhverfi sem getur aukið möguleika kvenna í kvikmyndagerð og framleiðslu,“ segir Tinna, þakklát fyrir skemmtilegt tækifæri og spennt fyrir komandi ævintýrum. Bíó og sjónvarp Mest lesið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
„Ég er að fara að taka þátt í ýmsum verkefnum á kvikmyndahátíðinni á Cannes. Fyrsta stuttmyndin mín, Helga, verður á Short Film Corner, sölu- og kynningarmarkaði hátíðarinnar. Auk þess er ég ein af tuttugu og fimm ungum framleiðendum á Norðurlöndunum sem voru valdir í Young Nordisk Producers Club, vinnustofuna sem verður haldin samhliða hátíðinni, en nýlega stofnaði ég ásamt þremur öðrum konum framleiðslufyrirtækið Freyju Filmwork sem mun leggja áherslu á verk eftir og um konur,“ segir Tinna Hrafnsdóttir leikkona en hún og eiginmaður hennar, Sveinn Geirsson, halda út til Cannes á morgun, þar sem Tinna mun taka þátt í ýmsum verkefnum á hátíðinni. Þátttaka Tinnu er fjölbreytt en þess má geta að Tinna var einnig valin til að keppa í „pitch“-keppninni á Cannes þar sem keppt er um framleiðslustyrk fyrir næstu stuttmynd, en fram fer bæði kosning á netinu og dómnefnd sem ákvarðar sigurvegarann.Stuttmyndin Helga, eftir Tinnu Hrafnsdóttur.„Þetta er keppni á vegum Short tv, þar sem ég er að keppa um framleiðslustyrk fyrir næstu stuttmynd sem er í bígerð en hún heitir Kaþarsis,“ segir Tinna og bætir við að kosning fari fram á netinu þar sem hægt er að velja á milli tuttugu hugmynda að stuttmyndum. Þær fimm hugmyndir sem fá flest atkvæði á netinu fara í úrslit þar sem dómnefnd ákvarðar sigurvegarann sem hlýtur 5.000 evrur. Handrit Kaþarsis er eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur en Guðrún S. Gísladóttir mun fara með aðalhlutverkið. Myndin fjallar um kvenprest á miðjum aldri sem er þjökuð af lífstíðarlangri þráhyggju sem hún fær útrás fyrir á fremur óhefðbundin hátt,“ segir Tinna glöð í bragði. Tinna ásamt þeim Þóreyju Mjallhvíti H. Ómarsdóttur, Dögg Mósesdóttur og Védísi Hervöru Árnadóttur stofnaði framleiðslufyrirtækið Freyja Filmwork ehf. Tilgangur fyrirtækisins er framleiðsla kvikmyndaverkefna þar sem konur gegna lykilhlutverkum. „Við erum fjórar konur úr ólíkum áttum sem ákváðum að taka höndum saman og stofna fyrirtæki til að halda utan um framleiðslu okkar eigin verkefna til að byrja með, en okkur langar til að skapa umhverfi sem getur aukið möguleika kvenna í kvikmyndagerð og framleiðslu,“ segir Tinna, þakklát fyrir skemmtilegt tækifæri og spennt fyrir komandi ævintýrum.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira