Leggjum AGS niður Lars Christensen skrifar 11. maí 2016 09:15 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) var stofnaður 1944. Það sem fólk nú til dags gerir sér oft ekki grein fyrir er að AGS var settur á stofn sem hluti af svokölluðu Bretton Woods-kerfi, sem var í eðli sínu alþjóðlegt fastgengiskerfi og tilgangur AGS var að hafa eftirlit með og styðja starfrækslu þessa fastgengiskerfis. Í raun hafði AGS þann tilgang að styðja lönd sem lentu í viðskiptahalla til að tryggja að þau þyrftu ekki að víkja frá fastgengisstefnu sinni. Hins vegar hrundi þetta kerfi 15. ?ágúst 1971 þegar forseti Bandaríkjanna, Richard Nixon, lokaði hinum svokallaða „gullglugga“ og leyfði í raun dollarnum að fljóta. Þótt síðan séu liðin 45 ár er AGS enn til, þrátt fyrir að það alþjóðlega gjaldeyrisfyrirkomulag sem hann var stofnsettur til að styðja sé ekki lengur til staðar. Á þessu tímabili hefur AGS og næstum þrjú þúsund starfsmenn hans verið uppteknir af að endurhugsa hlutverk AGS og sjóðurinn heldur áfram að lána aðildarríkjum víða um heim.Fljótandi gengi er betra en AGS-lán Síðan Bretton Woods-kerfið hrundi 1971 hefur þróunin í heiminum smám saman verið frá fastgengi til fljótandi gengis. Afleiðingin er að í sífellt fleiri löndum er tekið á ójafnvægi í viðskiptajöfnuði með gengistilfærslum frekar en með utanaðkomandi lántökum frá til dæmis AGS. Þetta þýðir að grunnurinn sem AGS byggðist á er ekki lengur til og því er eðlilegt að spyrja af hverju AGS sé enn til. Í raun er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn úreltur.AGS er uppspretta meiri háttar siðavanda En AGS er ekki bara úreltur. AGS stofnar einnig að mörgu leyti fjármálastöðugleika heimsins í hættu. Ástæðan fyrir því er að þar sem AGS er tilbúinn að lána ríkisstjórnum – þegar markaðirnir vilja það ekki við sömu skilyrði – þá er AGS í raun að bjarga ríkjum OG fjárfestum sem hafa lánað þessum ríkisstjórnum. Það er athyglisverð staðreynd að í kjölfar heimskreppunnar 2008 stóðu einmitt þessar ríkisstjórnir ekki í skilum og lykilástæðan fyrir því var að ef Evrópusambandið bjargaði þeim ekki þá gerði AGS það. Annars vegar geta lán AGS dregið úr hættunni á alþjóðlegum fjárhagserfiðleikum þegar kreppa ríður yfir, en þau er einnig lykilþáttur í því að hvetja fjárfesta til að taka meiri áhættu og lána óhæfum ríkisstjórnum. Með öðrum orðum valda lán AGS því sem hagfræðingar kalla siðavanda og auka þannig líkurnar á kreppum. Að því leyti kemur AGS ekki með lækningu við sjúkdómi – hann er frekar orsök sjúkdómsins.Leggjum AGS niður Svo AGS er ekki bara úreltur nú á tímum – hann beinlínis skaðar fjármálastöðugleika í heiminum og það er kominn tími til að leggja hann niður. Það hefði átt að gerast fyrir 45 árum, svo við ættum ekki að bíða lengur. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) var stofnaður 1944. Það sem fólk nú til dags gerir sér oft ekki grein fyrir er að AGS var settur á stofn sem hluti af svokölluðu Bretton Woods-kerfi, sem var í eðli sínu alþjóðlegt fastgengiskerfi og tilgangur AGS var að hafa eftirlit með og styðja starfrækslu þessa fastgengiskerfis. Í raun hafði AGS þann tilgang að styðja lönd sem lentu í viðskiptahalla til að tryggja að þau þyrftu ekki að víkja frá fastgengisstefnu sinni. Hins vegar hrundi þetta kerfi 15. ?ágúst 1971 þegar forseti Bandaríkjanna, Richard Nixon, lokaði hinum svokallaða „gullglugga“ og leyfði í raun dollarnum að fljóta. Þótt síðan séu liðin 45 ár er AGS enn til, þrátt fyrir að það alþjóðlega gjaldeyrisfyrirkomulag sem hann var stofnsettur til að styðja sé ekki lengur til staðar. Á þessu tímabili hefur AGS og næstum þrjú þúsund starfsmenn hans verið uppteknir af að endurhugsa hlutverk AGS og sjóðurinn heldur áfram að lána aðildarríkjum víða um heim.Fljótandi gengi er betra en AGS-lán Síðan Bretton Woods-kerfið hrundi 1971 hefur þróunin í heiminum smám saman verið frá fastgengi til fljótandi gengis. Afleiðingin er að í sífellt fleiri löndum er tekið á ójafnvægi í viðskiptajöfnuði með gengistilfærslum frekar en með utanaðkomandi lántökum frá til dæmis AGS. Þetta þýðir að grunnurinn sem AGS byggðist á er ekki lengur til og því er eðlilegt að spyrja af hverju AGS sé enn til. Í raun er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn úreltur.AGS er uppspretta meiri háttar siðavanda En AGS er ekki bara úreltur. AGS stofnar einnig að mörgu leyti fjármálastöðugleika heimsins í hættu. Ástæðan fyrir því er að þar sem AGS er tilbúinn að lána ríkisstjórnum – þegar markaðirnir vilja það ekki við sömu skilyrði – þá er AGS í raun að bjarga ríkjum OG fjárfestum sem hafa lánað þessum ríkisstjórnum. Það er athyglisverð staðreynd að í kjölfar heimskreppunnar 2008 stóðu einmitt þessar ríkisstjórnir ekki í skilum og lykilástæðan fyrir því var að ef Evrópusambandið bjargaði þeim ekki þá gerði AGS það. Annars vegar geta lán AGS dregið úr hættunni á alþjóðlegum fjárhagserfiðleikum þegar kreppa ríður yfir, en þau er einnig lykilþáttur í því að hvetja fjárfesta til að taka meiri áhættu og lána óhæfum ríkisstjórnum. Með öðrum orðum valda lán AGS því sem hagfræðingar kalla siðavanda og auka þannig líkurnar á kreppum. Að því leyti kemur AGS ekki með lækningu við sjúkdómi – hann er frekar orsök sjúkdómsins.Leggjum AGS niður Svo AGS er ekki bara úreltur nú á tímum – hann beinlínis skaðar fjármálastöðugleika í heiminum og það er kominn tími til að leggja hann niður. Það hefði átt að gerast fyrir 45 árum, svo við ættum ekki að bíða lengur.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira