John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. maí 2016 10:15 John Carlin er mikill Íslandsvinur. vísir John Carlin, heimsþekktur rithöfundur og blaðamaður, var á meðal fyrirlesara á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu sem sett var í morgun. Carlin hefur skrifað margar bækur um íþróttamenn og er mikill íþróttaáhugamaður sem og aðdáandi Íslands. Hann hóf ræðu sínu á að tala um hversu reiður hann er yfir einum hlut sem hann er búinn að heyra hér á landi síðustu daga: Að Ísland eigi ekki að leyfa sér að dreyma um árangur á EM og eigi að passa sig að gera ekki of miklar væntingar. „Ég segi til helvítis með þetta rugl. Ég þekki Ísland vel eftir að hafa kynnt mér landið í mörg ár og tala það upp út um allan heim. Þetta er ekki íslenski andinn,“ sagði Carlin. „Það er talað um að íslenska liðið geti kannski komist upp úr riðli því hann er álitlegur með Portúgal, Austurríki og Ungverjalandi. Hvaða rugl er þetta? Farið þarna og vinnið riðilinn!“ sagði Carlin. Carlin kynntist Íslandi fyrst á síðustu öld þegar við höfðum betur gegn Bretum í þorskastríðinu. Hann hefur verið heillaður af landinu allar götur síðan og hitti sinn fyrsta Íslending í Barcelona þar sem hann bjó. Það var Eiður Smári Guðjohnsen. „Íslendingar vaxa ekki á trjánum þannig það er erfitt að kynnast Íslendingum. Sá fyrsti sem ég hitti var Eiður Smári Guðjohnsen þegar hann var að spila fyrir Barcelona. Ég hringdi í félagið og bað um að fá að tala við Eið Smára, en ekki um fótbolta heldur Ísland,“ sagði Carlin. „Eiður var virkilega flottur og maður sá hvað hann er stoltur að vera Íslendingur og stoltur af eigin afrekum. Þarna var hann að spila með Ronaldinho og Xavi og Messi var á leiðinni. Ég spurði hann hvernig væri að spila með þessum mönnum en hann sagði nú bara að þeir ættu að vera ánægðir að spila með sér,“ sagði Carlin á léttum nótum. Carlin er hrifinn af því hvernig Ísland reynir alltaf að gera meira en það ætti í raun að afreka miðað við stærð landsins. „Þið fóruð nú og keyptuð hálfa London og alla Kaupmannahöfn. Þar reyndar fóruð þið fyrst ofan í holuna og dýpst allra,“ sagði hann en hélt síðan áfram að hrósa Íslandi. „Meðal Íslendingurinn talar betri ensku en Englendingar. Þið eruð 300.000 með ykkar eigin óperuhús, eigið heimsfrægt tónlistarfólk, rithöfunda og eigið fólk sem býr til Hollywood-myndir. Svo er maturinn hér í heimsklassa,“ sagði John Carlin. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir John Carlin: Afrek Íslands í sama flokki og velgengni Trump Höfundurinn John Carlin mun flytja erindi á ráðstefnunni í Hörpu á morgun. 10. maí 2016 08:45 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira
John Carlin, heimsþekktur rithöfundur og blaðamaður, var á meðal fyrirlesara á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu sem sett var í morgun. Carlin hefur skrifað margar bækur um íþróttamenn og er mikill íþróttaáhugamaður sem og aðdáandi Íslands. Hann hóf ræðu sínu á að tala um hversu reiður hann er yfir einum hlut sem hann er búinn að heyra hér á landi síðustu daga: Að Ísland eigi ekki að leyfa sér að dreyma um árangur á EM og eigi að passa sig að gera ekki of miklar væntingar. „Ég segi til helvítis með þetta rugl. Ég þekki Ísland vel eftir að hafa kynnt mér landið í mörg ár og tala það upp út um allan heim. Þetta er ekki íslenski andinn,“ sagði Carlin. „Það er talað um að íslenska liðið geti kannski komist upp úr riðli því hann er álitlegur með Portúgal, Austurríki og Ungverjalandi. Hvaða rugl er þetta? Farið þarna og vinnið riðilinn!“ sagði Carlin. Carlin kynntist Íslandi fyrst á síðustu öld þegar við höfðum betur gegn Bretum í þorskastríðinu. Hann hefur verið heillaður af landinu allar götur síðan og hitti sinn fyrsta Íslending í Barcelona þar sem hann bjó. Það var Eiður Smári Guðjohnsen. „Íslendingar vaxa ekki á trjánum þannig það er erfitt að kynnast Íslendingum. Sá fyrsti sem ég hitti var Eiður Smári Guðjohnsen þegar hann var að spila fyrir Barcelona. Ég hringdi í félagið og bað um að fá að tala við Eið Smára, en ekki um fótbolta heldur Ísland,“ sagði Carlin. „Eiður var virkilega flottur og maður sá hvað hann er stoltur að vera Íslendingur og stoltur af eigin afrekum. Þarna var hann að spila með Ronaldinho og Xavi og Messi var á leiðinni. Ég spurði hann hvernig væri að spila með þessum mönnum en hann sagði nú bara að þeir ættu að vera ánægðir að spila með sér,“ sagði Carlin á léttum nótum. Carlin er hrifinn af því hvernig Ísland reynir alltaf að gera meira en það ætti í raun að afreka miðað við stærð landsins. „Þið fóruð nú og keyptuð hálfa London og alla Kaupmannahöfn. Þar reyndar fóruð þið fyrst ofan í holuna og dýpst allra,“ sagði hann en hélt síðan áfram að hrósa Íslandi. „Meðal Íslendingurinn talar betri ensku en Englendingar. Þið eruð 300.000 með ykkar eigin óperuhús, eigið heimsfrægt tónlistarfólk, rithöfunda og eigið fólk sem býr til Hollywood-myndir. Svo er maturinn hér í heimsklassa,“ sagði John Carlin.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir John Carlin: Afrek Íslands í sama flokki og velgengni Trump Höfundurinn John Carlin mun flytja erindi á ráðstefnunni í Hörpu á morgun. 10. maí 2016 08:45 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira
John Carlin: Afrek Íslands í sama flokki og velgengni Trump Höfundurinn John Carlin mun flytja erindi á ráðstefnunni í Hörpu á morgun. 10. maí 2016 08:45
Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45