Jón Rúnar og Bjarni Ben tókust á um gervigras Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. maí 2016 10:45 Illugi, Jón Rúnar, Bjarni Ben og John Carlin ræða málin í Hörpu í dag. vísir/anton brink Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tókust á um gervigras á ráðstefnunni Business and Football í morgun. Þeir voru í panel ásamt Illuga Gunnarssyni, mennta- og íþróttamálaráðherra, að ræða stöðu viðskipta og knattspyrnu á Íslandi. Þegar Bjarni þakkaði gervigrasinu að hluta fyrir framþróun íslenskrar knattspyrnu gat Jón Rúnar ekki setið á sér. FH-ingar, eins og kom augljóslega fram í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi, eru á móti gervigrasi á aðalvöllum en FH á tvær litlar knattspyrnuhallir með gervigrasi og sú þriðja í fullri stærð er á leiðinni. Blaðamaðurinn John Carlin stýrði umræðunni og sá greinilega að Jón Rúnar vildi ólmur mótmæla Bjarna og hann fékk að gera það. "Það er til þetta fólk sem vill taka það frá krökkum sem eru að byrja í fótbolta að renna sér á blautu og drullugu grasinu. Ekki ég. Ég er á móti gervigrasi," sagði Jón Rúnar og hélt áfram: "Ef þú horfir á vellina á Englandi núna eru þeir fullkomnir en fyrir nokkrum árum voru þetta eins og kartöflugarðar. Hvers vegna er það? Það er líka þróun á náttúrlegu grasi." "Við þurfum að einbeita okkur að því að þróa grasvellina okkar. Á veturna er tilgangslaust að vera með gervigras úti. Það vill enginn vera úti þá. Við eigum að vera með eina stóra knattspyrnuhöll í Reykjavík þar sem við getum spilað minni leiki en einbeitum okkur svo að því að bæta grasvellina. Við getum bætt vellina en við breytum ekki veðrinu," sagði Jón Rúnar. Blaðamaðurinn Carlin bjó lengi á Spáni og benti á að þrátt fyrir gott veður þar eru gervigrasvellir út um allt. Hann segir Spánverja mjög skipulagða þegar kemur að knattspyrnu og töluvert skipulagðari heldur en til dæmis Englendinga. Hann sagði Jóni Rúnari að það væri bein tenging á milli þess hvernig Spánverjar spila og hvernig þeir vilja halda boltanum þar sem krakkar æfa alltaf á gervigrasi. Hann benti á að íslenska liðið og yngri íslenskir leikmenn eru mun betri í fótbolta en áður og tengdi þessa þróun við gervigras. "Við erum með grasvöll á aðalvellinum okkar. Sá völlur var klár fyrir þremur vikum. Þetta snýst bara um að hugsa um það sem þú átt," sagði Jón Rúnar en Bjarni benti á að það skipti einnig máli hversu mikið völlurinn er notaður. "Ég get sagt ykkur það að FH-völlurinn er notaður að meðaltali 350 klukkustundir á ári. Karla- og kvennaliðið spilar og æfir á vellinum. Við þurfum að nýta þetta stutta sumar okkar og vera með grasvellina fullkomna." Bjarni tók þá orðið: "Það vilja allir spila á fullkomnum grasvöllum en þetta snýst um að nýta þá fjármuni sem við höfum til að þróa íþróttina. Það er engin spurning að gervigrasið og hallirnar sem við höfum fjárfest í er að skila sér. Nú erum við að uppskera," sagði Bjarni Benediktsson. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira
Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tókust á um gervigras á ráðstefnunni Business and Football í morgun. Þeir voru í panel ásamt Illuga Gunnarssyni, mennta- og íþróttamálaráðherra, að ræða stöðu viðskipta og knattspyrnu á Íslandi. Þegar Bjarni þakkaði gervigrasinu að hluta fyrir framþróun íslenskrar knattspyrnu gat Jón Rúnar ekki setið á sér. FH-ingar, eins og kom augljóslega fram í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi, eru á móti gervigrasi á aðalvöllum en FH á tvær litlar knattspyrnuhallir með gervigrasi og sú þriðja í fullri stærð er á leiðinni. Blaðamaðurinn John Carlin stýrði umræðunni og sá greinilega að Jón Rúnar vildi ólmur mótmæla Bjarna og hann fékk að gera það. "Það er til þetta fólk sem vill taka það frá krökkum sem eru að byrja í fótbolta að renna sér á blautu og drullugu grasinu. Ekki ég. Ég er á móti gervigrasi," sagði Jón Rúnar og hélt áfram: "Ef þú horfir á vellina á Englandi núna eru þeir fullkomnir en fyrir nokkrum árum voru þetta eins og kartöflugarðar. Hvers vegna er það? Það er líka þróun á náttúrlegu grasi." "Við þurfum að einbeita okkur að því að þróa grasvellina okkar. Á veturna er tilgangslaust að vera með gervigras úti. Það vill enginn vera úti þá. Við eigum að vera með eina stóra knattspyrnuhöll í Reykjavík þar sem við getum spilað minni leiki en einbeitum okkur svo að því að bæta grasvellina. Við getum bætt vellina en við breytum ekki veðrinu," sagði Jón Rúnar. Blaðamaðurinn Carlin bjó lengi á Spáni og benti á að þrátt fyrir gott veður þar eru gervigrasvellir út um allt. Hann segir Spánverja mjög skipulagða þegar kemur að knattspyrnu og töluvert skipulagðari heldur en til dæmis Englendinga. Hann sagði Jóni Rúnari að það væri bein tenging á milli þess hvernig Spánverjar spila og hvernig þeir vilja halda boltanum þar sem krakkar æfa alltaf á gervigrasi. Hann benti á að íslenska liðið og yngri íslenskir leikmenn eru mun betri í fótbolta en áður og tengdi þessa þróun við gervigras. "Við erum með grasvöll á aðalvellinum okkar. Sá völlur var klár fyrir þremur vikum. Þetta snýst bara um að hugsa um það sem þú átt," sagði Jón Rúnar en Bjarni benti á að það skipti einnig máli hversu mikið völlurinn er notaður. "Ég get sagt ykkur það að FH-völlurinn er notaður að meðaltali 350 klukkustundir á ári. Karla- og kvennaliðið spilar og æfir á vellinum. Við þurfum að nýta þetta stutta sumar okkar og vera með grasvellina fullkomna." Bjarni tók þá orðið: "Það vilja allir spila á fullkomnum grasvöllum en þetta snýst um að nýta þá fjármuni sem við höfum til að þróa íþróttina. Það er engin spurning að gervigrasið og hallirnar sem við höfum fjárfest í er að skila sér. Nú erum við að uppskera," sagði Bjarni Benediktsson.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira
John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15
Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45