Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. maí 2016 12:15 Kevin Keegan fór á kostum í Hörpu í morgun. vísir/anton brink Kevin Keegan, fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari Englands, og David Moyes, fyrrverandi knattspyrnustjóri Everton og Manchester United, sátu pallborðsumræður á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu í morgun. Þeir, ásamt Höllu Tómasdóttur, forsetaframbjóðanda, og Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar, ræddu um hvernig skal byggja upp gott lið frá grunni og mynda góða liðsheild. "Heiðarleiki skiptir miklu máli í þessu starfi. Starfsliðið þitt kann að meta fólk sem segir það sem það er að hugsa," sagði Moyes um einn af lyklunum að góðum árangri í fótbolta og viðskiptum. "En ef þú ert heiðarlegur ertu ekki vinsæll," bætti Moyes við. "Þannig er það bara. Stundum þarf maður að segja leikmönnum að þeir þurfi að fara. Eina leiðin til að vinna er að vera með besta liðið og til að vera með besta liðið þarftu stundum að senda menn í burtu og vera heiðarlegur. Sá sem gerir það er ekki vinsæll."David Moyes kom með marga flotta punkta.vísir/anton brinkHafnað tvisvar sinnum Kevin Keegan tók að hluta undir orð Moyes en sagði að hvítar lygar væru líka nauðsyn þegar knattspyrnustjórar eru að reyna að halda öllum hópnum góðum yfir heilt keppnistímabil. "Stundum þarftu sem leiðtogi og stjóri að ljúga. Það eru bara þeir ellefu hverju sinni sem eru sáttir við þig. Aðrir vilja fá svör og spyrja hvort þeirra tækifæri sé handan við hornið. Þegar það gerist þarf maður að passa sig hvað maður segir," sagði Keegan. Aftur á móti benti Keegan á að stundum er bara best að segja leikmönnum að þeir fái líklega ekki tækifæri. Höfnun er nefnilega ekki alltaf slæmur hlutur. "Stundum er best að hafna mönnum. Höfnun er stundum það besta sem kemur fyrir íþróttamenn. Öllum bestu leikmönnum heims hefur verið hafnað á einhverjum tímapunkti," sagði Keegan sem tvisvar sinnum var kjörinn besti knattspyrnumaður Evrópu. "Mér var hafnað tvisvar sinnum snemma á ferlinum. Ég fór þá aftur í skólann þar sem einn kennari sagði við mig að gleyma þessum draumum mínum því ég yrði aldrei góður fótboltamaður. Ég er enn að leita að þessum kennara. Er hann hér í dag?" sagði Kevin Keegan og allir í salnum hlógu. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15 Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42 Jón Rúnar og Bjarni Ben tókust á um gervigras Formaður knattspyrnudeildar FH og fjármálaráðherra ekki sammála um framtíð knattspyrnuvalla á Íslandi. 11. maí 2016 10:45 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira
Kevin Keegan, fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari Englands, og David Moyes, fyrrverandi knattspyrnustjóri Everton og Manchester United, sátu pallborðsumræður á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu í morgun. Þeir, ásamt Höllu Tómasdóttur, forsetaframbjóðanda, og Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar, ræddu um hvernig skal byggja upp gott lið frá grunni og mynda góða liðsheild. "Heiðarleiki skiptir miklu máli í þessu starfi. Starfsliðið þitt kann að meta fólk sem segir það sem það er að hugsa," sagði Moyes um einn af lyklunum að góðum árangri í fótbolta og viðskiptum. "En ef þú ert heiðarlegur ertu ekki vinsæll," bætti Moyes við. "Þannig er það bara. Stundum þarf maður að segja leikmönnum að þeir þurfi að fara. Eina leiðin til að vinna er að vera með besta liðið og til að vera með besta liðið þarftu stundum að senda menn í burtu og vera heiðarlegur. Sá sem gerir það er ekki vinsæll."David Moyes kom með marga flotta punkta.vísir/anton brinkHafnað tvisvar sinnum Kevin Keegan tók að hluta undir orð Moyes en sagði að hvítar lygar væru líka nauðsyn þegar knattspyrnustjórar eru að reyna að halda öllum hópnum góðum yfir heilt keppnistímabil. "Stundum þarftu sem leiðtogi og stjóri að ljúga. Það eru bara þeir ellefu hverju sinni sem eru sáttir við þig. Aðrir vilja fá svör og spyrja hvort þeirra tækifæri sé handan við hornið. Þegar það gerist þarf maður að passa sig hvað maður segir," sagði Keegan. Aftur á móti benti Keegan á að stundum er bara best að segja leikmönnum að þeir fái líklega ekki tækifæri. Höfnun er nefnilega ekki alltaf slæmur hlutur. "Stundum er best að hafna mönnum. Höfnun er stundum það besta sem kemur fyrir íþróttamenn. Öllum bestu leikmönnum heims hefur verið hafnað á einhverjum tímapunkti," sagði Keegan sem tvisvar sinnum var kjörinn besti knattspyrnumaður Evrópu. "Mér var hafnað tvisvar sinnum snemma á ferlinum. Ég fór þá aftur í skólann þar sem einn kennari sagði við mig að gleyma þessum draumum mínum því ég yrði aldrei góður fótboltamaður. Ég er enn að leita að þessum kennara. Er hann hér í dag?" sagði Kevin Keegan og allir í salnum hlógu.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15 Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42 Jón Rúnar og Bjarni Ben tókust á um gervigras Formaður knattspyrnudeildar FH og fjármálaráðherra ekki sammála um framtíð knattspyrnuvalla á Íslandi. 11. maí 2016 10:45 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira
John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15
Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42
Jón Rúnar og Bjarni Ben tókust á um gervigras Formaður knattspyrnudeildar FH og fjármálaráðherra ekki sammála um framtíð knattspyrnuvalla á Íslandi. 11. maí 2016 10:45
Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45