Dagur búinn að skipta um skoðun um ástæðu velgengni karlalandsliðsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. maí 2016 14:00 Dagur SIgurðsson var í panel með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, Unu Steinsdóttur og Ivan Bravo. Vísir/Anton Brink Dagur Sigurðsson, þjálfari karlalandsliðs Þýskalands í handbolta, segist hafa upplifað það í Þýskalandi að fólki fyndist hann vera með nýbreyti að hugsa út fyrir kassann og draga leikmenn út úr þægindahringnum við liðsuppbyggingu. Hann segist sjálfur ekki hafa áttað sig á því og það væri í raun ekki eitthvað sem hann liti svo á að hann einbeitti sér mikið að. Dagur rifjaði upp þegar hann fór með þýska landsliðið til Íslands og lét það gista á Kex Hostel, gistiheimili í Reykjavík sem Dagur á hlut í. Leikmenn fóru í gönguferðir í íslenskri náttúru og hittu íslenska listamenn. Frá sjónarhóli Dags hefði þetta hins vegar ekki verið að fara út fyrir kassann, að fara út úr kassanum. Hann hefði náttúrulega verið á heimavelli. Hann hefði þó áttað sig á sjónarhorni Þjóðverjans sem fannst þetta mjög frumleg nálgun.Hlutir geta orðið 'viral' á augabragði Landsliðsþjálfarinn, sem gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum í janúar, minntist á samfélagsmiðla og áhrif þeirra sem séu mikil bæði í íþróttum og viðskiptum. Eftir slæmt tap þá séu allir að ræða það á samfélagsmiðlum, um frammistöðuna og hlutir geta orðið ‘viral’ á augabragði. Það sama geti komið fyrir fyrirtæki og það verði að hafa í huga. Dagur ræddi nálgun sína á leikmenn Evrópumeistaraliðsins, og hvernig hann nálgaðist leikmennina sem nú mætti segja að væru orðnir að stórstjörnum. Framundan væru Ólympíuleikar þar sem velja þyrfti hóp, ekki yrðu allir sáttir við valið. „Það er mikilvægt að vera einlægur og hreinskilinn við valið,“ segir Dagur. Mikilvægt sé að upplifa það að þú hafir traustið til að velja. Hann hafi það núna, líkt og Heimir og Lars í fótboltalandsliði karla. Þeir hafi fengið traust með góðum árangri og það hafi Dagur núna. „Ég tek 15 leikmenn með mér og það verður auðvitað erfitt að skilja einhvern eftir. En þá ákvörðun þarf einhver að taka, og það er ég,“ sagði Dagur. „Þetta er ekki stærsta vandamálið mitt,“ sagði Dagur. Klúbbum og þjálfurum að þakka Landsliðsþjálfarinn var spurður út í árangur Íslands í íþróttum og ástæðuna. Hann sagðist hafa skipt um skoðun á dögunum. „Ég var vanur að segja að það væri út af höllunum,“ sagði Dagur og minntist á innanhússaðstöðuna á Íslandi sem hefur umbreyst undanfarinn rúman áratug. Þegar farið væri á saumana á árangri karlalandsliðsins í fótbolta og fjölda leikmanna sem hafa þróast í höllunum þá gengi það ekki upp. Þeir væru ekki nógu margir. „Þetta snýst meira um þjálfarna og klúbbana,“ sagði Dagur. Ekki megi gleyma því að Íslendingar séu fámennari en íbúar Lúxemborgar. Lands á milli Þýskalands og Hollands sem séu risar í fótbolta og með næga peninga á milli handanna. „Þeir framleiða ekki svo marga toppíþróttamenn, ekki listamenn heldur,“ sagði Dagur. Árangurinn snúi meira að því hvernig við hlúum að börnunum með góðum og metnaðarfullum þjálfurum og skipulagi í félögunum sem finna megi í öllum hverfum á landinu. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Sjá meira
Dagur Sigurðsson, þjálfari karlalandsliðs Þýskalands í handbolta, segist hafa upplifað það í Þýskalandi að fólki fyndist hann vera með nýbreyti að hugsa út fyrir kassann og draga leikmenn út úr þægindahringnum við liðsuppbyggingu. Hann segist sjálfur ekki hafa áttað sig á því og það væri í raun ekki eitthvað sem hann liti svo á að hann einbeitti sér mikið að. Dagur rifjaði upp þegar hann fór með þýska landsliðið til Íslands og lét það gista á Kex Hostel, gistiheimili í Reykjavík sem Dagur á hlut í. Leikmenn fóru í gönguferðir í íslenskri náttúru og hittu íslenska listamenn. Frá sjónarhóli Dags hefði þetta hins vegar ekki verið að fara út fyrir kassann, að fara út úr kassanum. Hann hefði náttúrulega verið á heimavelli. Hann hefði þó áttað sig á sjónarhorni Þjóðverjans sem fannst þetta mjög frumleg nálgun.Hlutir geta orðið 'viral' á augabragði Landsliðsþjálfarinn, sem gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum í janúar, minntist á samfélagsmiðla og áhrif þeirra sem séu mikil bæði í íþróttum og viðskiptum. Eftir slæmt tap þá séu allir að ræða það á samfélagsmiðlum, um frammistöðuna og hlutir geta orðið ‘viral’ á augabragði. Það sama geti komið fyrir fyrirtæki og það verði að hafa í huga. Dagur ræddi nálgun sína á leikmenn Evrópumeistaraliðsins, og hvernig hann nálgaðist leikmennina sem nú mætti segja að væru orðnir að stórstjörnum. Framundan væru Ólympíuleikar þar sem velja þyrfti hóp, ekki yrðu allir sáttir við valið. „Það er mikilvægt að vera einlægur og hreinskilinn við valið,“ segir Dagur. Mikilvægt sé að upplifa það að þú hafir traustið til að velja. Hann hafi það núna, líkt og Heimir og Lars í fótboltalandsliði karla. Þeir hafi fengið traust með góðum árangri og það hafi Dagur núna. „Ég tek 15 leikmenn með mér og það verður auðvitað erfitt að skilja einhvern eftir. En þá ákvörðun þarf einhver að taka, og það er ég,“ sagði Dagur. „Þetta er ekki stærsta vandamálið mitt,“ sagði Dagur. Klúbbum og þjálfurum að þakka Landsliðsþjálfarinn var spurður út í árangur Íslands í íþróttum og ástæðuna. Hann sagðist hafa skipt um skoðun á dögunum. „Ég var vanur að segja að það væri út af höllunum,“ sagði Dagur og minntist á innanhússaðstöðuna á Íslandi sem hefur umbreyst undanfarinn rúman áratug. Þegar farið væri á saumana á árangri karlalandsliðsins í fótbolta og fjölda leikmanna sem hafa þróast í höllunum þá gengi það ekki upp. Þeir væru ekki nógu margir. „Þetta snýst meira um þjálfarna og klúbbana,“ sagði Dagur. Ekki megi gleyma því að Íslendingar séu fámennari en íbúar Lúxemborgar. Lands á milli Þýskalands og Hollands sem séu risar í fótbolta og með næga peninga á milli handanna. „Þeir framleiða ekki svo marga toppíþróttamenn, ekki listamenn heldur,“ sagði Dagur. Árangurinn snúi meira að því hvernig við hlúum að börnunum með góðum og metnaðarfullum þjálfurum og skipulagi í félögunum sem finna megi í öllum hverfum á landinu.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Sjá meira
Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42
Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45