Stelpugolfið stækkar og stækkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2016 14:30 Mynd/Golfsamband Íslands Golfsumarið fer fyrst í fullan gang daginn sem Stelpugolfdagurinn er haldinn en hann hefur fest sig í sessi sem eitt af vorverkefnum PGA á Íslandi og Golfsambands Íslands. Markmiðið er að stuðla að aukinni þátttöku kvenna í golfi og auka fjölskylduímynd golfíþróttarinnar. Að sjálfsögðu geta þó fjölskyldumeðlimir af báðum kynjum komið á Stelpugolf og tekið þátt í skemmtilegum þrautum og leikjum – pútt, vipp, pitch og teighögg. Gestir sem mæta fá tækifæri til að fara í gegnum mismunandi stöðvar á æfingasvæði GKG þar sem verða til staðar PGA golfkennarar sem leiðbeina. Einnig verður æfingahringur og þrautir í SNAG golfi. Á undanförnum árum hafa mörg hundruð kvenna nýtt sér þetta tækifæri og í fyrra er talið að um 800 konur hafi mætt á svæðið. Golfsambandið hvetur alla til að bjóða vinkonum, mömmum, ömmum systrum, frænkum, saumaklúbbum o.s.frv. með sér í golf. Það verða kylfur á staðnum og frí golfkennsla. Stelpugolf 2016 fer fram mánudaginn 16. maí, annan í hvítasunnu, og verður að venju á æfingasvæði Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar við Vífilsstaði. Fjörið verður á milli kl. 10:00 og 13:00. Stelpugolf var fyrst haldið árið 2014 af golfkennaranemum Golfkennaraskóla PGA. Stelpugolfdagurinn er samvinnuverkefni PGA á Íslandi, GSÍ, GKG, ZO•ON, Icelandair Cargo, Íslandsbanka og Eimskips. Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Golfsumarið fer fyrst í fullan gang daginn sem Stelpugolfdagurinn er haldinn en hann hefur fest sig í sessi sem eitt af vorverkefnum PGA á Íslandi og Golfsambands Íslands. Markmiðið er að stuðla að aukinni þátttöku kvenna í golfi og auka fjölskylduímynd golfíþróttarinnar. Að sjálfsögðu geta þó fjölskyldumeðlimir af báðum kynjum komið á Stelpugolf og tekið þátt í skemmtilegum þrautum og leikjum – pútt, vipp, pitch og teighögg. Gestir sem mæta fá tækifæri til að fara í gegnum mismunandi stöðvar á æfingasvæði GKG þar sem verða til staðar PGA golfkennarar sem leiðbeina. Einnig verður æfingahringur og þrautir í SNAG golfi. Á undanförnum árum hafa mörg hundruð kvenna nýtt sér þetta tækifæri og í fyrra er talið að um 800 konur hafi mætt á svæðið. Golfsambandið hvetur alla til að bjóða vinkonum, mömmum, ömmum systrum, frænkum, saumaklúbbum o.s.frv. með sér í golf. Það verða kylfur á staðnum og frí golfkennsla. Stelpugolf 2016 fer fram mánudaginn 16. maí, annan í hvítasunnu, og verður að venju á æfingasvæði Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar við Vífilsstaði. Fjörið verður á milli kl. 10:00 og 13:00. Stelpugolf var fyrst haldið árið 2014 af golfkennaranemum Golfkennaraskóla PGA. Stelpugolfdagurinn er samvinnuverkefni PGA á Íslandi, GSÍ, GKG, ZO•ON, Icelandair Cargo, Íslandsbanka og Eimskips.
Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira