Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Valur - Fylkir 2-0 | Valsmenn tóku andlausa Fylkismenn Stefán Árni Pálsson á Valsvellinum skrifar 12. maí 2016 22:00 Valsmenn fagna marki í kvöld. vísir/anton brink Valsmenn unnu í kvöld sinn fyrsta leik í Pepsi-deild karla á tímabilinu þegar liðið lagði lánlausa Fylkismenn af velli, 2-0, á Valsvellinum í kvöld. Fyrir leikinn voru bæði lið án stiga og nú eru Valsmenn komnir á blað. Mörk Vals gerðu þeir Guðjón Pétur Lýðsson og Haukur Páll Sigurðsson en liðið var mikið betra allan leikinn og átti sigurinn svo sannarlega skilið.Af hverju vann Valur?Valsmenn voru virkilega góðir í kvöld og létu boltann ganga vel innan liðsins. Samspil leikmanna Vals er frábært og fær maður að sjá oft á tíðum flotta þríhyrninga inn á vellinum. Í kvöld var varnarleikur liðsins aftur á móti traustur, eitthvað sem hefur ekki sést hingað til í deildinni. Sigurinn var fyllilega verðskuldaður og átti Fylkir í raun aldrei möguleika í þessum leik.Þessir stóðu upp úrSigurður Egill Lárusson var frábær í liði Vals og hlýtur drengurinn að vera með einhvern allra besta vinstri fót í deildinni. Hann veður upp kantinn allan leikinn og nær nánast alltaf góðri fyrirgjöf inn í teiginn. Hann átti síðan hornspyrnuna sem skilaði öðru mark heimamanna í kvöld. Þeir Haukur Páll Sigurðsson og Guðjón Pétur Lýðsson eru síðan virkilega öflugir á miðri miðjunni hjá Val og samvinna þeirra er frábær. Það var alltaf mikil ró og yfirvegun yfir miðjuspili Valsara í kvöld.Hvað gekk illa?Fylkismenn náðu ekki að skapa sér færi í kvöld og það er mikið áhyggjuefni. Liðið þarf að sýna mun meiri karakter og þarf liðið einhvern veginn að bæta flest allt sem kemur að fótbolta. Það vantar upp á síðustu sendingu Fylkis, úrslitasendinguna sem skapar dauðafæri í fótbolta. Fylkismenn verða að vera einbeittari í föstum leikatriðum en Valsmenn skoruðu eitt mark í föstu leikatriði og skutu einu sinni boltanum í stöngina.Hvað gerist næst?Fylkismenn mæta Eyjamönnum í næstu umferð og verður liðið í raun og ná í þrjú stig í Árbænum. Valsmenn mæta Víkingum í næstu umferð og væri frábært fyrir liðið að tengja saman tvo góða sigurleiki. Hermann var svekktur í leikslok. Fylkir er án stiga eftir þrjá leiki.vísir/valliHermann að fá íslenskan leikmann „Þetta var bara sterkt Valslið sem við mættum hér í kvöld en við börðum allan leikinn eins og ljón,“ segir Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, eftir tapið í kvöld. „Það vantar aðeins upp á sendingarnar hjá leikmönnum liðsins en það er stígandi í þessu hjá okkur. Við erum að koma okkur í fína stöður en það vantar upp á þessa úrslitasendingu hjá okkur.“ Hermann segir að liðið sé með gæðin til þess að koma sér í betri færi. „Það var margt jákvætt hjá okkur í kvöld, en þetta var hörku botnslagur,“ sagði Hermann nokkuð léttur. „Liðin voru bæði særð þegar þau mættu til leiks en Valsmenn eru bara með hörkulið og þarf allt að ganga upp ef maður ætlar sér að fá eitthvað á móti svona liði,“ segir Hermann og bætir við að hann hafi ekki áhyggjur af stöðu liðsins. „Við komum til baka og förum að vinna leiki fyrr en síðar. Það er óþarfi að fara stara á töfluna alveg strax, gerum það í lok móts.“ Hermann er við það að ná í íslenskan leikmann fyrir lok félagaskiptagluggann sem lokar 15. maí. „Hugsanlega kemur einn íslenskur leikmaður inn í liðið. Ég veit ekkert hvað ég má segja en ég held að þetta sé nokkuð öruggt,“ segir Hermann sem vildi ekki upplýsa hvaða leikmaður væri um að ræða.Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals.vísir/ernirÓlafur: Vörnin hélt og við nýttum færin „Leikirnir hjá okkur hafa spilast mjög svipað og þessu leikur í kvöld en núna nýttum við tvö færi,“ segir Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir sigurinn. „Vörnin hélt í kvöld og heilt yfir var aðeins meiri kraftur í varnarleik liðsins. Ef þú heldur hreinu í fótboltaleik, þá tapar þú að minnsta kosti ekki leiknum, það eru ekki flókin fræði.“ Óli segir að hann hafi sett leikinn þannig upp að fá alls ekki á sig mark. „Ég er ekki frá því að þetta hafi verið besti leikur okkar á tímabilinu, en samt ekki svo ósvipaður hinum tveim. Mér fannst fyrri hálfleikurinn sérstaklega góður,“ segir Ólafur sem ætlar ekki að styrkja leikmannahópinn fyrir lok félagaskiptagluggans.Haukur Páll Sigurðsson í leik með Val. Vísir/StefánHaukur: Heildar varnarleikur liðsins betri í kvöld „Ég myndi nú alveg segja að þessi úrslit séu ákveðin léttir og gott að koma einhverjum stigum á töfluna,“ segir Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, eftir sigurinn í kvöld. „Það er alltaf þungt ef stigin eru lengi að koma en sem betur fer komu þau í dag eftir mjög flotta frammistöðu.“ Haukur segir að heildar varnarleikur liðsins hafi verið betri í kvöld en í fyrstu tveimur leikjunum. „Liðið var meira slitið í fyrstu tveimur leikjunum og við gerðum vel í kvöld. Í öllum þessum þremur leikjum erum við að skapa okkur fullt af færum.“ Hann segir að Valsliðið hafi einfaldlega verið mun betra í kvöld og átt sigurinn skilið. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Bein útsending: Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Valsmenn unnu í kvöld sinn fyrsta leik í Pepsi-deild karla á tímabilinu þegar liðið lagði lánlausa Fylkismenn af velli, 2-0, á Valsvellinum í kvöld. Fyrir leikinn voru bæði lið án stiga og nú eru Valsmenn komnir á blað. Mörk Vals gerðu þeir Guðjón Pétur Lýðsson og Haukur Páll Sigurðsson en liðið var mikið betra allan leikinn og átti sigurinn svo sannarlega skilið.Af hverju vann Valur?Valsmenn voru virkilega góðir í kvöld og létu boltann ganga vel innan liðsins. Samspil leikmanna Vals er frábært og fær maður að sjá oft á tíðum flotta þríhyrninga inn á vellinum. Í kvöld var varnarleikur liðsins aftur á móti traustur, eitthvað sem hefur ekki sést hingað til í deildinni. Sigurinn var fyllilega verðskuldaður og átti Fylkir í raun aldrei möguleika í þessum leik.Þessir stóðu upp úrSigurður Egill Lárusson var frábær í liði Vals og hlýtur drengurinn að vera með einhvern allra besta vinstri fót í deildinni. Hann veður upp kantinn allan leikinn og nær nánast alltaf góðri fyrirgjöf inn í teiginn. Hann átti síðan hornspyrnuna sem skilaði öðru mark heimamanna í kvöld. Þeir Haukur Páll Sigurðsson og Guðjón Pétur Lýðsson eru síðan virkilega öflugir á miðri miðjunni hjá Val og samvinna þeirra er frábær. Það var alltaf mikil ró og yfirvegun yfir miðjuspili Valsara í kvöld.Hvað gekk illa?Fylkismenn náðu ekki að skapa sér færi í kvöld og það er mikið áhyggjuefni. Liðið þarf að sýna mun meiri karakter og þarf liðið einhvern veginn að bæta flest allt sem kemur að fótbolta. Það vantar upp á síðustu sendingu Fylkis, úrslitasendinguna sem skapar dauðafæri í fótbolta. Fylkismenn verða að vera einbeittari í föstum leikatriðum en Valsmenn skoruðu eitt mark í föstu leikatriði og skutu einu sinni boltanum í stöngina.Hvað gerist næst?Fylkismenn mæta Eyjamönnum í næstu umferð og verður liðið í raun og ná í þrjú stig í Árbænum. Valsmenn mæta Víkingum í næstu umferð og væri frábært fyrir liðið að tengja saman tvo góða sigurleiki. Hermann var svekktur í leikslok. Fylkir er án stiga eftir þrjá leiki.vísir/valliHermann að fá íslenskan leikmann „Þetta var bara sterkt Valslið sem við mættum hér í kvöld en við börðum allan leikinn eins og ljón,“ segir Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, eftir tapið í kvöld. „Það vantar aðeins upp á sendingarnar hjá leikmönnum liðsins en það er stígandi í þessu hjá okkur. Við erum að koma okkur í fína stöður en það vantar upp á þessa úrslitasendingu hjá okkur.“ Hermann segir að liðið sé með gæðin til þess að koma sér í betri færi. „Það var margt jákvætt hjá okkur í kvöld, en þetta var hörku botnslagur,“ sagði Hermann nokkuð léttur. „Liðin voru bæði særð þegar þau mættu til leiks en Valsmenn eru bara með hörkulið og þarf allt að ganga upp ef maður ætlar sér að fá eitthvað á móti svona liði,“ segir Hermann og bætir við að hann hafi ekki áhyggjur af stöðu liðsins. „Við komum til baka og förum að vinna leiki fyrr en síðar. Það er óþarfi að fara stara á töfluna alveg strax, gerum það í lok móts.“ Hermann er við það að ná í íslenskan leikmann fyrir lok félagaskiptagluggann sem lokar 15. maí. „Hugsanlega kemur einn íslenskur leikmaður inn í liðið. Ég veit ekkert hvað ég má segja en ég held að þetta sé nokkuð öruggt,“ segir Hermann sem vildi ekki upplýsa hvaða leikmaður væri um að ræða.Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals.vísir/ernirÓlafur: Vörnin hélt og við nýttum færin „Leikirnir hjá okkur hafa spilast mjög svipað og þessu leikur í kvöld en núna nýttum við tvö færi,“ segir Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir sigurinn. „Vörnin hélt í kvöld og heilt yfir var aðeins meiri kraftur í varnarleik liðsins. Ef þú heldur hreinu í fótboltaleik, þá tapar þú að minnsta kosti ekki leiknum, það eru ekki flókin fræði.“ Óli segir að hann hafi sett leikinn þannig upp að fá alls ekki á sig mark. „Ég er ekki frá því að þetta hafi verið besti leikur okkar á tímabilinu, en samt ekki svo ósvipaður hinum tveim. Mér fannst fyrri hálfleikurinn sérstaklega góður,“ segir Ólafur sem ætlar ekki að styrkja leikmannahópinn fyrir lok félagaskiptagluggans.Haukur Páll Sigurðsson í leik með Val. Vísir/StefánHaukur: Heildar varnarleikur liðsins betri í kvöld „Ég myndi nú alveg segja að þessi úrslit séu ákveðin léttir og gott að koma einhverjum stigum á töfluna,“ segir Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, eftir sigurinn í kvöld. „Það er alltaf þungt ef stigin eru lengi að koma en sem betur fer komu þau í dag eftir mjög flotta frammistöðu.“ Haukur segir að heildar varnarleikur liðsins hafi verið betri í kvöld en í fyrstu tveimur leikjunum. „Liðið var meira slitið í fyrstu tveimur leikjunum og við gerðum vel í kvöld. Í öllum þessum þremur leikjum erum við að skapa okkur fullt af færum.“ Hann segir að Valsliðið hafi einfaldlega verið mun betra í kvöld og átt sigurinn skilið.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Bein útsending: Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira