Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin og umdeildu vítaspyrnuna í Eyjum | Myndbönd

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hrvoje Tokic skoraði þriðja mark sitt í deildinni úr umdeildri vítaspyrnu.
Hrvoje Tokic skoraði þriðja mark sitt í deildinni úr umdeildri vítaspyrnu. vísir/vilhelm
Víkingar úr Ólafsvík eru enn taplausir í Pepsi-deild karla eftir 1-1 jafntefli gegn ÍBV í þriðju umferð deildarinnar í kvöld. Þeir unnu fyrstu tvo leiki sína en gerðu svo jafntefli í kvöld.

Sigurður Grétar Benónýsson kom ÍBV yfir á 83. mínútu með fallegu marki. Hann þrumaði boltanum í netið framhjá Einari Hjörleifssyni sem var kominn í markið fyrir meiddan Cristian Martínez. Þetta héldu marki Eyjamenn að yrði sigurmarkið.

En svo var ekki. Þremur mínútum síðar dæmdi Guðmundur Ársæll Guðmundsson, dómari leiksins, vítaspyrnu á Jonathan Barden þegar hann var á undan Hrvoje Tokic í boltann. Það virðist nokkuð augljóst að Barden er á undan og Tokic hendir sér niður en vítaspyrna var dæmd og trylltust Eyjamenn.

Tokic fór á vítapunktinn og skoraði af öryggi, sitt þriðja mark á leiktíðinni.

Bæði mörkin og vítaspyrnudóminn má sjá hér að neðan en þessi leikur og atvikin verða svo að sjálfsögðu gerð upp í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport HD á morgun klukkan 22.00.

Sigurður Grétar kemur ÍBV í 1-0: Hrvoje Tokic jafnar úr vítaspyrnu:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×