Gary: Frammistaða dómarans var óvirðing við Víking Reykjavík Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. maí 2016 22:38 Gary Martin var ekki sáttur með Valdimar Pálsson. vísir/stefán Gary Martin og félagar hans í Víkingi eru enn án sigurs eftir þrjá leiki í Pepsi-deild karla í fótbolta en liðið tapaði fyrir Breiðabliki, 1-0, á Kópavogsvellinum í kvöld í lokaleik þriðju umferðar. Víkingar misstu mann af velli á 39. mínútu þegar fyrirliðinn Viktor Bjarki Arnarsson lét reka sig af velli. Kvöldið var ansi erfitt fyrir Fossvogsliðið eftir það, marki undir. "Þetta var meira en pirrandi. Frammistaða dómarans var óvirðing við Víking Reykjavík. Þannig hefur þetta verið í fyrstu þremur leikjunum," sagði Gary við Vísi eftir leik.Sjá einnig:Milos: Ef ég myndi segja það sem mig langar til að segja færi ég í langt bann "Við skoruðum löglegt mark á móti KR og annað á móti Stjörnunni. Svo er ég tekinn niður í kvöld þegar ég er kominn í gegn en ekkert dæmt." "Ég ætla ekki að kenna dómaranum um að við unnum ekki leikinn því hann skoraði ekki markið fyrir Breiðablik, hann klúðraði ekki af tveggja metra færi fyrir okkur. Stóru liðin fá samt alltaf dómana með sér og þannig hefur þetta verið í fyrstu þremur leikjunum. Mér líður illa fyrir hönd liðsfélaga minna því þeir lögðu sig alla fram," sagði Gary. Víkingar eru aðeins búnir að skora eitt mark í þremur leikjum og Gary er ekki kominn á blað. Hann er samt ekki sammála því að byrjunin hafi verið erfið hjá Víkingum. "Þetta hefur ekki verið erfitt. Við áttum að vinna KR tvö eða þrjú núll. Við skoruðum löglegt mark þar og yfirspiluðum svo Stjörnuna í fyrri hálfleik og áttum að vera þrjú núll yfir. Í kvöld áttum við að skora tvö áður en Breiðablik skorar," sagði hann. "Við verðum að líta í eigin barm. Milos leggur leikinn fullkomlega upp og við vitum algjörlega hvernig allir eiga að spila. Við eigum að skora á undan Blikum í kvöld en gerum það ekki. Það eru bestu liðin sem vinna deildina sem nýta færin sín. Það er enginn munur á liðunum í þessari deild, þetta nýst bara um að nýta færin. Stjarnan skapaði sér eitt færi en vann okkur með smá töfrum fyrir utan teiginn." "Ég er ekki búinn að skora en ég lagði mig allan fram í kvöld og er ánægður með sjálfan mig," sagði Gary. Þrátt fyrir að vera aðeins með eitt stig eftir þrjá leiki hefur Gary engar áhyggjur af framhaldinu hjá Víkingum sem ætla sér Evrópusæti í ár. "Ég hef engar áhyggjur. Við áttum að vinna KR og Stjörnuna en þar gerðum við mistök. Það þýðir ekkert bara að kenna Milos um það. Ein skipting tapar ekki leiknum," sagði Gary. "Við erum ekki búnir að vinna leik en við erum búnir að spila við þrjú bestu liðin og ættum að vera með sex stig. Nokkrar ákvarðanir hafa svo ekki fallið með okkur," sagði Gary Martin. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Milos: Ef ég myndi segja það sem mig langar til að segja færi ég í langt bann Þjálfari Víkings var vægast sagt ósáttur við "þriðja aðilann" eftir tapleikinn í Kópavogi í kvöld. 13. maí 2016 22:27 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Víkingur 1-0 | Blikar unnu tíu Víkinga Atli Sigurjónsson tryggði Blikum annan sigurinn í röð þegar hann skoraði eina markið á móti Víkingum í lokaleik 3. umferðar Pepsi-deildar karla á Kópavogsvellinum í kvöld. 13. maí 2016 22:15 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Gary Martin og félagar hans í Víkingi eru enn án sigurs eftir þrjá leiki í Pepsi-deild karla í fótbolta en liðið tapaði fyrir Breiðabliki, 1-0, á Kópavogsvellinum í kvöld í lokaleik þriðju umferðar. Víkingar misstu mann af velli á 39. mínútu þegar fyrirliðinn Viktor Bjarki Arnarsson lét reka sig af velli. Kvöldið var ansi erfitt fyrir Fossvogsliðið eftir það, marki undir. "Þetta var meira en pirrandi. Frammistaða dómarans var óvirðing við Víking Reykjavík. Þannig hefur þetta verið í fyrstu þremur leikjunum," sagði Gary við Vísi eftir leik.Sjá einnig:Milos: Ef ég myndi segja það sem mig langar til að segja færi ég í langt bann "Við skoruðum löglegt mark á móti KR og annað á móti Stjörnunni. Svo er ég tekinn niður í kvöld þegar ég er kominn í gegn en ekkert dæmt." "Ég ætla ekki að kenna dómaranum um að við unnum ekki leikinn því hann skoraði ekki markið fyrir Breiðablik, hann klúðraði ekki af tveggja metra færi fyrir okkur. Stóru liðin fá samt alltaf dómana með sér og þannig hefur þetta verið í fyrstu þremur leikjunum. Mér líður illa fyrir hönd liðsfélaga minna því þeir lögðu sig alla fram," sagði Gary. Víkingar eru aðeins búnir að skora eitt mark í þremur leikjum og Gary er ekki kominn á blað. Hann er samt ekki sammála því að byrjunin hafi verið erfið hjá Víkingum. "Þetta hefur ekki verið erfitt. Við áttum að vinna KR tvö eða þrjú núll. Við skoruðum löglegt mark þar og yfirspiluðum svo Stjörnuna í fyrri hálfleik og áttum að vera þrjú núll yfir. Í kvöld áttum við að skora tvö áður en Breiðablik skorar," sagði hann. "Við verðum að líta í eigin barm. Milos leggur leikinn fullkomlega upp og við vitum algjörlega hvernig allir eiga að spila. Við eigum að skora á undan Blikum í kvöld en gerum það ekki. Það eru bestu liðin sem vinna deildina sem nýta færin sín. Það er enginn munur á liðunum í þessari deild, þetta nýst bara um að nýta færin. Stjarnan skapaði sér eitt færi en vann okkur með smá töfrum fyrir utan teiginn." "Ég er ekki búinn að skora en ég lagði mig allan fram í kvöld og er ánægður með sjálfan mig," sagði Gary. Þrátt fyrir að vera aðeins með eitt stig eftir þrjá leiki hefur Gary engar áhyggjur af framhaldinu hjá Víkingum sem ætla sér Evrópusæti í ár. "Ég hef engar áhyggjur. Við áttum að vinna KR og Stjörnuna en þar gerðum við mistök. Það þýðir ekkert bara að kenna Milos um það. Ein skipting tapar ekki leiknum," sagði Gary. "Við erum ekki búnir að vinna leik en við erum búnir að spila við þrjú bestu liðin og ættum að vera með sex stig. Nokkrar ákvarðanir hafa svo ekki fallið með okkur," sagði Gary Martin.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Milos: Ef ég myndi segja það sem mig langar til að segja færi ég í langt bann Þjálfari Víkings var vægast sagt ósáttur við "þriðja aðilann" eftir tapleikinn í Kópavogi í kvöld. 13. maí 2016 22:27 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Víkingur 1-0 | Blikar unnu tíu Víkinga Atli Sigurjónsson tryggði Blikum annan sigurinn í röð þegar hann skoraði eina markið á móti Víkingum í lokaleik 3. umferðar Pepsi-deildar karla á Kópavogsvellinum í kvöld. 13. maí 2016 22:15 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Milos: Ef ég myndi segja það sem mig langar til að segja færi ég í langt bann Þjálfari Víkings var vægast sagt ósáttur við "þriðja aðilann" eftir tapleikinn í Kópavogi í kvöld. 13. maí 2016 22:27
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Víkingur 1-0 | Blikar unnu tíu Víkinga Atli Sigurjónsson tryggði Blikum annan sigurinn í röð þegar hann skoraði eina markið á móti Víkingum í lokaleik 3. umferðar Pepsi-deildar karla á Kópavogsvellinum í kvöld. 13. maí 2016 22:15