Taldist tilraun til nauðgunar að reyna að þvinga fram kynmök með myndefni af Snapchat Bjarki Ármannsson skrifar 15. maí 2016 13:45 Dómur sem féll í Héraðsdómi Norðurlands eystra nýverið yfir manni sem reyndi að neyða fimmtán ára dreng til kynmaka í gegnum samskiptamiðilinn Snapchat markar tímamót að mati varahéraðssaksóknara. Hún telur að fleiri slík mál eigi eftir að koma fram í dagsljósið. Brot mannsins fólst í því að villa á sér heimildir á samskiptamiðlinum Snapchat og hefja samskipti við fimmtán ára dreng. Hann fékk drenginn til að senda sér kynferðisleg myndbönd og hótaði honum síðar að hann myndi gera myndirnar aðgengilegar á netinu ef hann hefði ekki kynmök við ákveðinn mann. Sá aðili reyndist vera hann sjálfur. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir að sér vitandi sé þetta í fyrsta sinn sem það reyni á tilraunaákvæði í tengslum við nauðgun með þessum hætti. „Þarna var látið reyna á það hvort það teldist tilraun til nauðgunar að setja sig í samband við þennan dreng og nota þetta efni til að reyna að þvinga fram kynmök,“ segir Kolbrún. „Þá var byggt á því að í því að hóta því að birta þetta viðkvæma efni fælist svokölluð ólögmæt nauðung. Það er ein af verknaðaraðferðunum í nauðgunarákvæðinu. Héraðsdómur féllst á þessi rök og ég veit ekki til þess að það hafi reynt á þetta með sambærilegum hætti áður.“ Maðurinn var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi en þar af eru tólf mánuðir skilorðsbundnir. Kolbrún segir það ekkert verra ef dómnum verður áfrýjað til Hæstaréttar. Verði hann staðfestur þar hafi hann töluvert meira fordæmisgildi. „Ég hef nú fengið upplýsingar um að það séu fleiri svipuð mál sem hafa ratað til lögreglu þar sem einhver hefur undir höndum viðkvæmt kynferðislegt efni og það hefur verið reynt að fá fram kynferðismök gegn því að það verði ekki sett á netið,“ segir Kolbrún. „Og ég held að við getum alveg gefið okkur það að það séu fleiri mál þó þau hafi ekki öll ratað til lögreglu, því ég held að það sé mjög erfitt að fara til lögreglu með svona mál. Ég hugsa að við eigum eftir að sjá einhverja aukningu í þessum málum.“ Tengdar fréttir Sakfelldur fyrir að reyna að þvinga fimmtán ára dreng til kynlífs Maðurinn notaði samskiptamiðilinn Snapchat til að reyna kúga piltinn. 14. maí 2016 18:51 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Dómur sem féll í Héraðsdómi Norðurlands eystra nýverið yfir manni sem reyndi að neyða fimmtán ára dreng til kynmaka í gegnum samskiptamiðilinn Snapchat markar tímamót að mati varahéraðssaksóknara. Hún telur að fleiri slík mál eigi eftir að koma fram í dagsljósið. Brot mannsins fólst í því að villa á sér heimildir á samskiptamiðlinum Snapchat og hefja samskipti við fimmtán ára dreng. Hann fékk drenginn til að senda sér kynferðisleg myndbönd og hótaði honum síðar að hann myndi gera myndirnar aðgengilegar á netinu ef hann hefði ekki kynmök við ákveðinn mann. Sá aðili reyndist vera hann sjálfur. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir að sér vitandi sé þetta í fyrsta sinn sem það reyni á tilraunaákvæði í tengslum við nauðgun með þessum hætti. „Þarna var látið reyna á það hvort það teldist tilraun til nauðgunar að setja sig í samband við þennan dreng og nota þetta efni til að reyna að þvinga fram kynmök,“ segir Kolbrún. „Þá var byggt á því að í því að hóta því að birta þetta viðkvæma efni fælist svokölluð ólögmæt nauðung. Það er ein af verknaðaraðferðunum í nauðgunarákvæðinu. Héraðsdómur féllst á þessi rök og ég veit ekki til þess að það hafi reynt á þetta með sambærilegum hætti áður.“ Maðurinn var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi en þar af eru tólf mánuðir skilorðsbundnir. Kolbrún segir það ekkert verra ef dómnum verður áfrýjað til Hæstaréttar. Verði hann staðfestur þar hafi hann töluvert meira fordæmisgildi. „Ég hef nú fengið upplýsingar um að það séu fleiri svipuð mál sem hafa ratað til lögreglu þar sem einhver hefur undir höndum viðkvæmt kynferðislegt efni og það hefur verið reynt að fá fram kynferðismök gegn því að það verði ekki sett á netið,“ segir Kolbrún. „Og ég held að við getum alveg gefið okkur það að það séu fleiri mál þó þau hafi ekki öll ratað til lögreglu, því ég held að það sé mjög erfitt að fara til lögreglu með svona mál. Ég hugsa að við eigum eftir að sjá einhverja aukningu í þessum málum.“
Tengdar fréttir Sakfelldur fyrir að reyna að þvinga fimmtán ára dreng til kynlífs Maðurinn notaði samskiptamiðilinn Snapchat til að reyna kúga piltinn. 14. maí 2016 18:51 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Sakfelldur fyrir að reyna að þvinga fimmtán ára dreng til kynlífs Maðurinn notaði samskiptamiðilinn Snapchat til að reyna kúga piltinn. 14. maí 2016 18:51