Íslenski boltinn

ÍA fær Williamson

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gunnlaugur, þjálfari ÍA, og Williamson á Skaganum í dag.
Gunnlaugur, þjálfari ÍA, og Williamson á Skaganum í dag. vísir/getty
ÍA hefur fengið Iain Williamson á láni frá Víking, en Williamson mun styrkja Skagaliðið í baráttunni.

Iain er 28 ára gamall miðjumaður sem kom fyrst hingað til lands til að leika með Grindavík, en spilaði svo með Val á síðustu leiktíð.

Hann gekk svo í raðir Víkinga fyrir tímabilið, en hefur ekki verið í náðinni í upphafi tímabilsins hjá Milos, þjálfara Víkings.

Líkur eru á að hann verði kominn með leikheimild þegar ÍA spilar gegn Víkingi úr Ólafsvík á morgun.

Arnar Már Guðjónsson miðjumaður meiddist í leiknum gegn ÍA og Hallur Flosason hefur einnig verið að glíma við meiðsli, samkvæmt heimasíðu ÍA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×