Keep Frozen hlaut Einarinn Nanna Elísa Jakobsdóttr skrifar 16. maí 2016 12:04 Hér má sjá sigurvegarana ásamt tökumanninum Dennis Helm. „Keep Frozen“ eftir Huldu Rós Guðnadóttur og í framleiðslu Helgu Rakelar Rafnsdóttur hlaut Einarinn, áhorfendaverðlaun Skjaldborgarhátíðarinnar. Þetta kemur fram á Klapptré. Hulda og Helga hafa áður hlotið þessi verðlaun en þær unnu einnig fyrir myndina Kjötborg árið 2008. „Keep frozen“ fjallar um frystitogara. „Á kaldri vetrarnóttu siglir drekkhlaðinn frystitogari inn í gömlu höfnina í Reykjavík. Í frystilestinni eru 20.000 fiskikassar, hitastigið er -35 C. Hópur manna hefur tvo sólarhringa til að tæma skipið. Á meðan við fylgjumst með þeim framkvæma hið ómögulega heyrum við sögur af karlmennsku og rómantík, gamni og dauðans alvöru.“ Með þessum hætti er myndinni lýst á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Skjaldborg er hátíð íslenskra heimildarmynda og var haldin í tíunda sinn í ár. Hún er haldin á Patreksfirði og fór fram dagana 13. – 16. maí. „Keep Frozen“ verður sýnd í Bíó Paradís frá og með morgundeginum í að minnsta kosti tvær vikur. „Auk þess að frumsýna nýjar íslenskar heimildamyndir er hátíðinni ætlað að vera tækifæri fyrir kvikmyndagerðarfólk og áhugamenn um heimildamyndir til að koma saman. Í lok hátíðarinnar verður besta heimildamyndin á Skjaldborg 2016 valin af áhorfendum. Skjaldborg sýnir heimildamyndir sem annars kæmu varla fyrir augu almennings og ber jafna virðingu fyrir hinu smáa, stóra, skrýtna og fokdýra. Á dagskrá hátíðarinnar hafa verið bæði örstuttar myndir og í fullri lengd og efnistökin fjölbreytt.“ KEEP FROZEN Í Bío Paradís from Hulda Ros Gudnadottir on Vimeo. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Skjaldborg tíunda árið í röð Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda – verður haldin um hvítasunnuhelgina, 13. – 16. maí í Skjaldborgarbíói á Patreksfirði. 22. febrúar 2016 17:30 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
„Keep Frozen“ eftir Huldu Rós Guðnadóttur og í framleiðslu Helgu Rakelar Rafnsdóttur hlaut Einarinn, áhorfendaverðlaun Skjaldborgarhátíðarinnar. Þetta kemur fram á Klapptré. Hulda og Helga hafa áður hlotið þessi verðlaun en þær unnu einnig fyrir myndina Kjötborg árið 2008. „Keep frozen“ fjallar um frystitogara. „Á kaldri vetrarnóttu siglir drekkhlaðinn frystitogari inn í gömlu höfnina í Reykjavík. Í frystilestinni eru 20.000 fiskikassar, hitastigið er -35 C. Hópur manna hefur tvo sólarhringa til að tæma skipið. Á meðan við fylgjumst með þeim framkvæma hið ómögulega heyrum við sögur af karlmennsku og rómantík, gamni og dauðans alvöru.“ Með þessum hætti er myndinni lýst á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Skjaldborg er hátíð íslenskra heimildarmynda og var haldin í tíunda sinn í ár. Hún er haldin á Patreksfirði og fór fram dagana 13. – 16. maí. „Keep Frozen“ verður sýnd í Bíó Paradís frá og með morgundeginum í að minnsta kosti tvær vikur. „Auk þess að frumsýna nýjar íslenskar heimildamyndir er hátíðinni ætlað að vera tækifæri fyrir kvikmyndagerðarfólk og áhugamenn um heimildamyndir til að koma saman. Í lok hátíðarinnar verður besta heimildamyndin á Skjaldborg 2016 valin af áhorfendum. Skjaldborg sýnir heimildamyndir sem annars kæmu varla fyrir augu almennings og ber jafna virðingu fyrir hinu smáa, stóra, skrýtna og fokdýra. Á dagskrá hátíðarinnar hafa verið bæði örstuttar myndir og í fullri lengd og efnistökin fjölbreytt.“ KEEP FROZEN Í Bío Paradís from Hulda Ros Gudnadottir on Vimeo.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Skjaldborg tíunda árið í röð Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda – verður haldin um hvítasunnuhelgina, 13. – 16. maí í Skjaldborgarbíói á Patreksfirði. 22. febrúar 2016 17:30 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Skjaldborg tíunda árið í röð Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda – verður haldin um hvítasunnuhelgina, 13. – 16. maí í Skjaldborgarbíói á Patreksfirði. 22. febrúar 2016 17:30