Sport

Eygló Ósk með fimmta besta tímann inn í úrslitin

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ekkert mál fyrir Eygló.
Ekkert mál fyrir Eygló. vísir/anton brink
Eygló Ósk Gústafsdóttir, íþróttamaður ársins 2015, komst örugglega í úrslit í 200 metra baksundi, sinni sterkustu grein, á Evrópumeistaramótinu í 50 metra laug London í kvöld.

Eygló synti í seinni undanúrslitariðlinum og kom önnur í mark á eftir járnfrúnni Katinku Hoszzu frá Ungverjalandi.

Hún synti á 2:10,87 mínútum en Íslandsmet hennar er 2:09,04 mínútur. Eygló bætti sig frá því í morgun en hún var einnig með fimmta besta tímann í undanrásum þegar hún synti á 2:11,30 mínútum.

Eygló syndir til úrslita á morgun og á fínan möguleika á verðlaunum.


Tengdar fréttir

Bryndís í undanúrslit á Íslandsmeti

Eygló Ósk Gústafsdóttir, Anton Sveinn McKee og Bryndís Rún Hansen eru öll komin í undanúrslit á Evrópumeistaramótinu í 50 metra laug sem fram fer í London, en undanrásir fóru fram í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×