Þeir GameTíví bræður Óli og Sverrir tóku nýja Ratchet and Clank leikinn fyrir Playstation 4 til skoðunnar. Leikurinn er byggður á kvikmynd sem nýverið var gefin út, en myndin er endurgerð á upprunalega Ratchet and Clank frá 2002.
Sverrir segir leikinn mjög fjölbreyttan og hann spanni í raun marga flokka tölvuleikja.
Í síðasta mánuði spiluðu þeir leikinn í beinni á Twitch í um tíu tíma og ætla þeir sér að klára þá spilun á næstunni.
Leikjavísir