Íslenski boltinn

Umdeilt mark KR: „Indriði ýtir mjög fast á mig“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Baldur í baráttunni í kvöld en leikurinn var ansi harður.
Baldur í baráttunni í kvöld en leikurinn var ansi harður. Vísir/Vilhelm
Baldur Sigurðsson, markaskorari Stjörnunnar í 1-1 jafnteflinu gegn KR í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld, var svekktur með eitt stig úr leiknum. Baldur skoraði eftir aðeins fimm mínútur og var aftur í eldlínunni þegar KR-ingar jöfnuðu metin í seinni hálfleik með marki Indriða Sigurðssonar.

Vallargestum sýndist Duwayne Kerr, markvörður Stjörnunnar, hreinlega missa fyrirgjöf Óskars Arnar klaufalega fyrir fætur Indriði. Stjörnumenn mótmæltu þó harðlega.

„Það er mjög súrt að þurfa að missa þetta niður í jafntefli vegna mistaka dómara,“ sagði Baldur og útskýrði nánar:

„Allir sem horfðu á þetta hafa séð þetta. Indriði ýtir mjög fast á mig í bakið með báðum höndum þannig að ég fer í Duwayne sem að missir jafnvægið og boltann. Þetta er frekar súrt,“ sagði Baldur.

„En svona er fótboltinn. What goes around, comes around. Ég ætla ekki að fara að væla yfir þessu en þetta er samt súrt. Við lögðum svo gríðarlega mikla vinnu í leiknum og þetta var að ganga fullkomlega upp. Við héldum þeim frá öllum færum í leiknum.“

Baldur sagði leik Stjörnumanna hafa gengið fullkomlega upp.

„Leikáætlunin var að vera mjög þéttir og fá ekki á sig mark. Við vorum mjög þéttir í þessum leik, leyfðum KR að hafa boltann. Þeir svo sem spiluðu vel í dag en það var líka það sem við ætluðum að gera.“

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×