Íslenski boltinn

Indriði um markið: „Breytir því ekki að við áttum stigið skilið“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Indriði Sigurðsson, fyrirliði KR, var ólíklegur markaskorari í kvöld.
Indriði Sigurðsson, fyrirliði KR, var ólíklegur markaskorari í kvöld. vísir/ernir
„Það var bara klafs, boltinn dettur fyrir mig og ég sparka honum inn. Þetta var ekki fallegasta markið. Svokölluð skófla,“ sagði Indriði Sigurðson, miðvörður og fyrirliði KR, um jöfnunarmark sitt gegn Stjörnunni í 4. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. 

Stjörnumenn voru æfir og töldu Indriða hafa brotið af sér. Baldur Sigurðsson var á því að Indriði hefði ýtt í bakið á sér af krafti sem hefði leitt til þess að Baldur hafnaði á Duwayne Kerr sem missti boltann fyrir fætur Indriða.

„Ég meina, það er alltaf kontakt inni í teig og ég hefði örugglega ekki verið sáttur ef þetta hefði gerst á hinum endanum. En svona gerist bara. Leikmenn taka rangar ákvarðanir, dómarar taka rangar ákvarðanir og það kostar oft. Það breytir því ekki að við áttum stigið skilið og jafnvel meira.“

Indriði var sáttur við spilamennsku KR-inga og taldi sína menn hafa stjórnað leiknum að stærstum  hluta. Illa hefði hins vegar gengið að skapa færi og því fór sem fór. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×