Eftirlaun Davíðs koma til frádráttar forsetalaunum Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 18. maí 2016 12:15 Eftirlaun Davíðs Oddssonar kæmu til frádráttar launum hans sem forseta Íslands næði hann kjöri. Þrátt fyrir þetta kæmi Davíð til með að afsala sér um 1.400 þúsund krónum á mánuði í laun. Eftirlaunalögin svo kölluðu voru samþykkt á Alþingi hinn 15. desember 2003. Lögin kváðu á um hækkun eftirlauna forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara. Í lögunum var sérstakt ákvæði um eftirlaun forsætisráðherra en í 6. gr. laganna kom fram að fyrrverandi forsætisráðherra, sem hefði gegnt embætti í a.m.k. eitt ár, ætti rétt til eftirlauna samkvæmt lögunum með sama hlutfalli og forseti Íslands. Í greinargerð með lögunum var þessi sérregla rökstudd með þeim hætti að forsætisráðherra á hverjum tíma væri hinn pólitíski leiðtogi þjóðarinnar og færi með valdamesta embætti landsins. Því þætti eðlilegt að um hann gilti sérregla sem væri nokkru hagstæðari en fyrir aðra ráðherra. Mun ekki þiggja forsetalaun Davíð Oddsson var forsætisráðherra á þeim tíma þegar lögin voru samþykkt. Davíð hefur sem kunnugt er lýst yfir framboði til forseta Íslands og sagði í þættinum Eyjunni á Stöð 2 á sunnudag að hann myndi ekki þiggja forsetalaun næði hann kjöri. Eftirlaunalögin voru afnumin árið 2009 í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Jafnframt var lögfest ákvæði varðandi áhrif starfa samhliða eftirlaunatöku. Þar kemur fram að gegni sá sem fær greidd laun samkvæmt eftirlaunalögunum starfi á vegum ríkisins, stofnana þess eða félaga í meirihlutaeigu þess, skuli launagreiðslur fyrir það starf að fullu koma til frádráttar eftirlaunum. Samkvæmt þessu liggur fyrir að Davíð mun ekki eiga rétt á fullum launum forseta Íslands nái hann kjöri hinn 25. núní nk. Laun forseta eru nú rúmar 2,3 milljónir á mánuði en samkvæmt þeim upplýsingum sem Davíð hefur gefið fjölmiðlum þiggur hann í dag um 900.000 krónur á mánuði í eftirlaun. Eftirlaun Davíðs kæmu til frádráttar forsetalaunum hans og ætti hann þá rétt á rúmum 1.400 þúsund krónum á mánuði, nái hann kjöri. Alþingi Forsetakosningar 2016 Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Eftirlaun Davíðs Oddssonar kæmu til frádráttar launum hans sem forseta Íslands næði hann kjöri. Þrátt fyrir þetta kæmi Davíð til með að afsala sér um 1.400 þúsund krónum á mánuði í laun. Eftirlaunalögin svo kölluðu voru samþykkt á Alþingi hinn 15. desember 2003. Lögin kváðu á um hækkun eftirlauna forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara. Í lögunum var sérstakt ákvæði um eftirlaun forsætisráðherra en í 6. gr. laganna kom fram að fyrrverandi forsætisráðherra, sem hefði gegnt embætti í a.m.k. eitt ár, ætti rétt til eftirlauna samkvæmt lögunum með sama hlutfalli og forseti Íslands. Í greinargerð með lögunum var þessi sérregla rökstudd með þeim hætti að forsætisráðherra á hverjum tíma væri hinn pólitíski leiðtogi þjóðarinnar og færi með valdamesta embætti landsins. Því þætti eðlilegt að um hann gilti sérregla sem væri nokkru hagstæðari en fyrir aðra ráðherra. Mun ekki þiggja forsetalaun Davíð Oddsson var forsætisráðherra á þeim tíma þegar lögin voru samþykkt. Davíð hefur sem kunnugt er lýst yfir framboði til forseta Íslands og sagði í þættinum Eyjunni á Stöð 2 á sunnudag að hann myndi ekki þiggja forsetalaun næði hann kjöri. Eftirlaunalögin voru afnumin árið 2009 í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Jafnframt var lögfest ákvæði varðandi áhrif starfa samhliða eftirlaunatöku. Þar kemur fram að gegni sá sem fær greidd laun samkvæmt eftirlaunalögunum starfi á vegum ríkisins, stofnana þess eða félaga í meirihlutaeigu þess, skuli launagreiðslur fyrir það starf að fullu koma til frádráttar eftirlaunum. Samkvæmt þessu liggur fyrir að Davíð mun ekki eiga rétt á fullum launum forseta Íslands nái hann kjöri hinn 25. núní nk. Laun forseta eru nú rúmar 2,3 milljónir á mánuði en samkvæmt þeim upplýsingum sem Davíð hefur gefið fjölmiðlum þiggur hann í dag um 900.000 krónur á mánuði í eftirlaun. Eftirlaun Davíðs kæmu til frádráttar forsetalaunum hans og ætti hann þá rétt á rúmum 1.400 þúsund krónum á mánuði, nái hann kjöri.
Alþingi Forsetakosningar 2016 Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira