Ragnheiður Elín varla samkvæm sjálfri sér Jakob Bjarnar skrifar 18. maí 2016 11:56 Össur telur einsýnt að Ragnheiður Elín hljóti að velta fyrir sér afsögn. Össur Skarphéðinsson þingmaður telur óhjákvæmilegt að Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, íhugi stöðu sína og jafnvel afsögn í kjölfar dóms sem féll í Hæstarétti fyrir rúmri viku – það er ef hún vill vera samkvæm sjálfri sér. Vísir greindi nýverið af niðurstöðu dóms sem féll í Hæstarétti, en þar er ekki fallist á eignarnám ríkisins vegna Suðurnesjalínu 2. Málið er áfall fyrir Ragnheiði Elínu, ekki bara hvað varðar áform um uppbyggingu atvinnulífs í kjördæmi hennar heldur ekki síður hvað varðar málefnalega stöðu. Össur rekur málið snarplega á Facebooksíðu sinni, hvar hann spyr: Afsögn Ragnheiðar Elínar? „Árið 2011 komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að Svandís Svavarsdóttir hefði ekki mátt samþykkja skipulag Flóahrepps aðeins að hluta. Mikið írafár varð á Alþingi, og í sérstakri umræðu um málið krafðist Ragnheiður Elín Árnadóttir þess að Svandís segði af sér. Nú hefur iðnaðarráðherrann Ragnheiður Elín sjálf verið dæmd í Hæstarétti fyrir miklu alvarlegra mál sem fólst í broti hennar á stjórnarskránni vegna eignarnáms á löndum á Suðurnesjum vegna línulagningar. – Mun ekki Ragnheiður Elín örugglega segja af sér einsog hún sjálf krafðist af öðrum ráðherra fyrir miklu minna brot?“ Vísir reyndi að ná tali af Ragnheiði Elínu en var tjáð af ritara hennar að ráðherra væri upptekinn í dag, en fyrir liggja skilaboð. Ragnheiður Elín var hörð í horn að taka á þingi árið 2011, þegar Svandísar-mál voru til umfjöllunar. Guðmundur Hörður Guðmundsson, sem starfar sem upplýsingafulltrúi við HÍ, skrifar pistil þar sem hann rekur málavöxtu og vitnar þar til orða Ragnheiðar. „Fyrsta spurning mín til ráðherrans hlýtur að vera sú hvort hún ætli ekki örugglega að bera pólitíska ábyrgð á þeirri pólitísku ákvörðun. Fylgir það ekki pólitískum ákvörðunum að bera á þeim pólitíska ábyrgð?“ Og síðar í sömu umræðu: „Ég spyr líka aftur hvort pólitík Vinstri grænna sé hafin yfir landslög. … Ég hvet hæstv. ráðherra til að taka pólitíska ábyrgð á pólitískum ákvörðunum. (Forseti hringir.) Hún yrði maður að meiri.“ Annar sem lét mjög til sín taka í þessari umræðu og krafðist afsagnar Svandísar var þá þingmaður Framsóknarflokksins en nú forsætisráðherra: Sigurður Ingi Jóhannsson. Alþingi Suðurnesjalína 2 Tengdar fréttir Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Tveir dómarar skiluðu sératkvæði í málinu. 12. maí 2016 17:00 Landsnet segir niðurstöðuna hafa komið á óvart Mun „valda seinkunum á brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja“. 12. maí 2016 18:04 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Össur Skarphéðinsson þingmaður telur óhjákvæmilegt að Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, íhugi stöðu sína og jafnvel afsögn í kjölfar dóms sem féll í Hæstarétti fyrir rúmri viku – það er ef hún vill vera samkvæm sjálfri sér. Vísir greindi nýverið af niðurstöðu dóms sem féll í Hæstarétti, en þar er ekki fallist á eignarnám ríkisins vegna Suðurnesjalínu 2. Málið er áfall fyrir Ragnheiði Elínu, ekki bara hvað varðar áform um uppbyggingu atvinnulífs í kjördæmi hennar heldur ekki síður hvað varðar málefnalega stöðu. Össur rekur málið snarplega á Facebooksíðu sinni, hvar hann spyr: Afsögn Ragnheiðar Elínar? „Árið 2011 komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að Svandís Svavarsdóttir hefði ekki mátt samþykkja skipulag Flóahrepps aðeins að hluta. Mikið írafár varð á Alþingi, og í sérstakri umræðu um málið krafðist Ragnheiður Elín Árnadóttir þess að Svandís segði af sér. Nú hefur iðnaðarráðherrann Ragnheiður Elín sjálf verið dæmd í Hæstarétti fyrir miklu alvarlegra mál sem fólst í broti hennar á stjórnarskránni vegna eignarnáms á löndum á Suðurnesjum vegna línulagningar. – Mun ekki Ragnheiður Elín örugglega segja af sér einsog hún sjálf krafðist af öðrum ráðherra fyrir miklu minna brot?“ Vísir reyndi að ná tali af Ragnheiði Elínu en var tjáð af ritara hennar að ráðherra væri upptekinn í dag, en fyrir liggja skilaboð. Ragnheiður Elín var hörð í horn að taka á þingi árið 2011, þegar Svandísar-mál voru til umfjöllunar. Guðmundur Hörður Guðmundsson, sem starfar sem upplýsingafulltrúi við HÍ, skrifar pistil þar sem hann rekur málavöxtu og vitnar þar til orða Ragnheiðar. „Fyrsta spurning mín til ráðherrans hlýtur að vera sú hvort hún ætli ekki örugglega að bera pólitíska ábyrgð á þeirri pólitísku ákvörðun. Fylgir það ekki pólitískum ákvörðunum að bera á þeim pólitíska ábyrgð?“ Og síðar í sömu umræðu: „Ég spyr líka aftur hvort pólitík Vinstri grænna sé hafin yfir landslög. … Ég hvet hæstv. ráðherra til að taka pólitíska ábyrgð á pólitískum ákvörðunum. (Forseti hringir.) Hún yrði maður að meiri.“ Annar sem lét mjög til sín taka í þessari umræðu og krafðist afsagnar Svandísar var þá þingmaður Framsóknarflokksins en nú forsætisráðherra: Sigurður Ingi Jóhannsson.
Alþingi Suðurnesjalína 2 Tengdar fréttir Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Tveir dómarar skiluðu sératkvæði í málinu. 12. maí 2016 17:00 Landsnet segir niðurstöðuna hafa komið á óvart Mun „valda seinkunum á brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja“. 12. maí 2016 18:04 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Tveir dómarar skiluðu sératkvæði í málinu. 12. maí 2016 17:00
Landsnet segir niðurstöðuna hafa komið á óvart Mun „valda seinkunum á brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja“. 12. maí 2016 18:04