Hrafnhildur: Getur allt gerst á Ólympíuleikum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. maí 2016 06:30 Hrafnhildur kampakát með verðlaunin í gær. Mynd/Högni Björn Ómarsson Hrafnhildur Lúthersdóttir skráði nafn sitt í sögubækurnar er hún varð fyrsti Íslendingurinn til að vinna til verðlauna á Evrópumeistaramóti í 50 m laug. Það gerði hún þegar hún vann til silfurverðlauna á EM í London í gær. Hrafnhildur bætti Íslandsmet sitt í 100 m bringusundi í úrslitasundinu en hún kom þá í mark á 1:06,45 mínútum og bætti það um tæpa hálfa sekúndu. Hún var 0,28 sekúndum á eftir heimsmethafanum Ruta Meilutyte sem kom í mark á 1:06,17 mínútum. Meilutyte hafði yfirburði frá fyrsta sundtaki en Hrafnhildur náði að vinna verulega á hana á seinni 50 metrunum með stórbrotnum endaspretti. Hrafnhildur var þriðja í snúningnum, á eftir hinni ítölsku Martinu Carraro, en stakk svo alla keppinauta sína um silfrið af og veitti Meilutyte verðuga keppni um gullið. „Þrír metrar í viðbót og ég hefði náð henni,“ sagði Hrafnhildur í léttum dúr þegar Fréttablaðið náði tali af henni í gærkvöldi. Hrafnhildur sagði að hún hefði eingöngu hugsað um sjálfa sig í úrslitunum í gærkvöldi. „Ég gerði bara allt sem ég gat og treysti bæði æfingunum mínum og þjálfuninni. Það gekk greinilega svona vel upp,“ segir hún. „Ég var of mikið að fylgjast með Rutu í undanrásunum og raun undanúrslitunum líka. Ég áttaði mig ekki á því að ég var ekki að synda mitt sund heldur fremur að fylgja henni. Það er betra fyrir mig að einbeita mér að mínu.“ Hún veit þó ekki hvernig á að útskýra magnaðan endasprett hennar en hún var meira en sekúndu á undan öllum öðrum keppendum á seinni 50 metrunum. „Kannski var það bara hugsunin um að koma mér á verðlaunapall. Ég bara gaf allt sem ég átti.“Verðlaunahafarnir Hrafnhildur Ósk Lúthersdóttir, Rute Meiutyte og Chloe Tutton stilla sér upp fyrir ljósmyndara á EM í London í gær.vísir/EPAÁ eftir sína sterkustu grein Hrafnhildur fær lítinn tíma til að njóta árangursins því í morgunsárið hefjast undanrásir í 200 m bringusundi sem hefur hingað til talist hennar sterkasta grein. „Ég hlakka bara til og er spennt fyrir því. Allir þjálfarar sem ég hef haft hafa talað um að 200 metrarnir eigi betur við mig. Vonandi geri ég jafn vel í dag, ef ekki bara betur.“ Meilutyte keppir ekki í 200 m bringusundi en í staðinn fær Hrafnhildur að etja kappi við hina dönsku Rikke Möller Pedersen sem er heimsmethafi í greininni. Þær eru saman í 4. riðli í dag og synda hlið við hlið á fjórðu og fimmtu braut. „Auk hennar eru margar ungar stelpur að koma upp og þetta verður því hörkukeppni,“ segir Hrafnhildur sem er vitanlega hæstánægð með árið hingað til.Hrafnhildur Ósk.Mynd/Magnús TryggvasonFer eins langt og ég get í Ríó „Ég hef náð að taka jöfnum og góðum framförum og svo er stefnt að því að ná toppnum á Ólympíuleikunum í sumar,“ segir hún en miðað við árangur gærdagsins er eðlilegt að velta því fyrir sér hvort hún geti blandað sér í baráttu um verðlaun í Ríó í sumar. „Það var alltaf markmið mitt að ná þessum árangri á EM og gera svo mitt besta á Ólympíuleikum. Komast eins langt og ég get,“ segir hún. „Og það er alveg ljóst að það getur alltaf allt gerst á Ólympíuleikum. Þar eru alltaf einhverjir sem ná að koma á óvart og einhverjir sem verða góðir með sig og dala. Það er því ekkert útilokað,“ segir silfurkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Silfur hjá Hrafnhildi á EM | Besti árangur íslenskrar sundkonu Hrafnhildur Lúthersdóttir vann silfur í 100 metra bringusundi á Evrópumótinu í sundi sem fer fram í London. 18. maí 2016 18:05 Frábær árangur íslenska sundfólksins | Tvö í úrslit og eitt silfur Íslenska sundfólkið okkar gerði frábæra hluti á Evrópumótinu í 50 metra laug í sundi í dag, en mótið fer fram í London. 18. maí 2016 18:45 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira
Hrafnhildur Lúthersdóttir skráði nafn sitt í sögubækurnar er hún varð fyrsti Íslendingurinn til að vinna til verðlauna á Evrópumeistaramóti í 50 m laug. Það gerði hún þegar hún vann til silfurverðlauna á EM í London í gær. Hrafnhildur bætti Íslandsmet sitt í 100 m bringusundi í úrslitasundinu en hún kom þá í mark á 1:06,45 mínútum og bætti það um tæpa hálfa sekúndu. Hún var 0,28 sekúndum á eftir heimsmethafanum Ruta Meilutyte sem kom í mark á 1:06,17 mínútum. Meilutyte hafði yfirburði frá fyrsta sundtaki en Hrafnhildur náði að vinna verulega á hana á seinni 50 metrunum með stórbrotnum endaspretti. Hrafnhildur var þriðja í snúningnum, á eftir hinni ítölsku Martinu Carraro, en stakk svo alla keppinauta sína um silfrið af og veitti Meilutyte verðuga keppni um gullið. „Þrír metrar í viðbót og ég hefði náð henni,“ sagði Hrafnhildur í léttum dúr þegar Fréttablaðið náði tali af henni í gærkvöldi. Hrafnhildur sagði að hún hefði eingöngu hugsað um sjálfa sig í úrslitunum í gærkvöldi. „Ég gerði bara allt sem ég gat og treysti bæði æfingunum mínum og þjálfuninni. Það gekk greinilega svona vel upp,“ segir hún. „Ég var of mikið að fylgjast með Rutu í undanrásunum og raun undanúrslitunum líka. Ég áttaði mig ekki á því að ég var ekki að synda mitt sund heldur fremur að fylgja henni. Það er betra fyrir mig að einbeita mér að mínu.“ Hún veit þó ekki hvernig á að útskýra magnaðan endasprett hennar en hún var meira en sekúndu á undan öllum öðrum keppendum á seinni 50 metrunum. „Kannski var það bara hugsunin um að koma mér á verðlaunapall. Ég bara gaf allt sem ég átti.“Verðlaunahafarnir Hrafnhildur Ósk Lúthersdóttir, Rute Meiutyte og Chloe Tutton stilla sér upp fyrir ljósmyndara á EM í London í gær.vísir/EPAÁ eftir sína sterkustu grein Hrafnhildur fær lítinn tíma til að njóta árangursins því í morgunsárið hefjast undanrásir í 200 m bringusundi sem hefur hingað til talist hennar sterkasta grein. „Ég hlakka bara til og er spennt fyrir því. Allir þjálfarar sem ég hef haft hafa talað um að 200 metrarnir eigi betur við mig. Vonandi geri ég jafn vel í dag, ef ekki bara betur.“ Meilutyte keppir ekki í 200 m bringusundi en í staðinn fær Hrafnhildur að etja kappi við hina dönsku Rikke Möller Pedersen sem er heimsmethafi í greininni. Þær eru saman í 4. riðli í dag og synda hlið við hlið á fjórðu og fimmtu braut. „Auk hennar eru margar ungar stelpur að koma upp og þetta verður því hörkukeppni,“ segir Hrafnhildur sem er vitanlega hæstánægð með árið hingað til.Hrafnhildur Ósk.Mynd/Magnús TryggvasonFer eins langt og ég get í Ríó „Ég hef náð að taka jöfnum og góðum framförum og svo er stefnt að því að ná toppnum á Ólympíuleikunum í sumar,“ segir hún en miðað við árangur gærdagsins er eðlilegt að velta því fyrir sér hvort hún geti blandað sér í baráttu um verðlaun í Ríó í sumar. „Það var alltaf markmið mitt að ná þessum árangri á EM og gera svo mitt besta á Ólympíuleikum. Komast eins langt og ég get,“ segir hún. „Og það er alveg ljóst að það getur alltaf allt gerst á Ólympíuleikum. Þar eru alltaf einhverjir sem ná að koma á óvart og einhverjir sem verða góðir með sig og dala. Það er því ekkert útilokað,“ segir silfurkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Silfur hjá Hrafnhildi á EM | Besti árangur íslenskrar sundkonu Hrafnhildur Lúthersdóttir vann silfur í 100 metra bringusundi á Evrópumótinu í sundi sem fer fram í London. 18. maí 2016 18:05 Frábær árangur íslenska sundfólksins | Tvö í úrslit og eitt silfur Íslenska sundfólkið okkar gerði frábæra hluti á Evrópumótinu í 50 metra laug í sundi í dag, en mótið fer fram í London. 18. maí 2016 18:45 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira
Silfur hjá Hrafnhildi á EM | Besti árangur íslenskrar sundkonu Hrafnhildur Lúthersdóttir vann silfur í 100 metra bringusundi á Evrópumótinu í sundi sem fer fram í London. 18. maí 2016 18:05
Frábær árangur íslenska sundfólksins | Tvö í úrslit og eitt silfur Íslenska sundfólkið okkar gerði frábæra hluti á Evrópumótinu í 50 metra laug í sundi í dag, en mótið fer fram í London. 18. maí 2016 18:45