Trump viðurkennir að sjá eftir ýmsu í kosningabaráttu sinni Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 18. maí 2016 23:55 Trump og Kelly í viðtalinu síðastliðinn þriðjudag. Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana, viðurkennir að hann sjái eftir ýmsu í kosningabaráttu sinni um tilnefningu Repúblikana en að hann hefði ekki náð viðlíka árangri hefði hann ekki beitt þeim aðferðum sem hann gerði. Trump hefur verið afar umdeildur en sigrað forkosningar í hverju ríki Bandaríkjanna á fætur öðru. BBC greinir frá. Donald Trump hefur átt í deilum við fréttakonuna Megyn Kelly síðan í ágúst á síðasta ári. Forsetaframbjóðandinn endurtísti til að mynda tístum um að hún væri „bimbo“ eða gála. Það var í viðtali við hana í þætti hennar „Megyn Kelly presents“ síðastliðinn þriðjudag sem hann viðurkenndi að hann hefði eftirsjá gagnvart sumum ummælum sínum. Þegar hann var spurður hvers vegna hann hefði endurtíst fyrrnefndum ummælum sagði hann: „Gerði ég það? Oh. Fyrirgefðu.“ Viðtalið við Kelly var að miklum hluta séð sem sáttatilraun milli fréttakonunnar og forsetaframbjóðandans. Í ágúst gekk Kelly á Trump í kappræðum forsetaframbjóðenda og spurði hann út í ummæli hans um konur. Í kjölfarið sagði Trump framkomu Kelly ósanngjarna og kenndi því um að hún hefði verið á blæðingum. „Það sást að það kom blóð út um augun á henni, blóð spýttist alls staðar út úr henni,“ sagði hann. Kelly spurði Trump í viðtalinu á þriðjudag hvort hann sæi eftir ummælum sínum um John McCain og Carly Fiorina. „Já, ætli það ekki en maður verður að horfa til framtíðar. Þú getur leiðrétt mistökin þín en að horfa tilbaka og hugsa: „Ah, ég hefði ekki átt að gera hitt og þetta“, ég held að það sé ekki gott. Ég held að það sé ekki heilbrigt.“ Þá sagðist Trump hafa getað komið öðruvísi fram í kosningabaráttunni en vildi ekki tilgreina nákvæmlega hvernig. Donald Trump Tengdar fréttir Trump og Ryan reyna að sættast Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, fundaði í gær með samflokksmanni sínum Paul Ryan, forseta fulltrúardeildar þingsins. 13. maí 2016 07:00 Trump reynir að borga sem minnstan skatt Donald Trump, forsetaframbjóðandi flokks repúblikana í Bandaríkjunum, sagði í gær að upplýsingar um skattgreiðslur hans væru einkamál og kæmu engum við. 14. maí 2016 07:00 Tilbúinn til viðræðna við Kim Jong-un Slíkur fundur myndi marka mikil þáttaskil í samskiptum Bandaríkjanna og Norður Kóreu en Bandaríkjaforseti hefur aldrei hitt leiðtoga Norður Kóreu augliti til auglitis. 18. maí 2016 07:47 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Sjá meira
Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana, viðurkennir að hann sjái eftir ýmsu í kosningabaráttu sinni um tilnefningu Repúblikana en að hann hefði ekki náð viðlíka árangri hefði hann ekki beitt þeim aðferðum sem hann gerði. Trump hefur verið afar umdeildur en sigrað forkosningar í hverju ríki Bandaríkjanna á fætur öðru. BBC greinir frá. Donald Trump hefur átt í deilum við fréttakonuna Megyn Kelly síðan í ágúst á síðasta ári. Forsetaframbjóðandinn endurtísti til að mynda tístum um að hún væri „bimbo“ eða gála. Það var í viðtali við hana í þætti hennar „Megyn Kelly presents“ síðastliðinn þriðjudag sem hann viðurkenndi að hann hefði eftirsjá gagnvart sumum ummælum sínum. Þegar hann var spurður hvers vegna hann hefði endurtíst fyrrnefndum ummælum sagði hann: „Gerði ég það? Oh. Fyrirgefðu.“ Viðtalið við Kelly var að miklum hluta séð sem sáttatilraun milli fréttakonunnar og forsetaframbjóðandans. Í ágúst gekk Kelly á Trump í kappræðum forsetaframbjóðenda og spurði hann út í ummæli hans um konur. Í kjölfarið sagði Trump framkomu Kelly ósanngjarna og kenndi því um að hún hefði verið á blæðingum. „Það sást að það kom blóð út um augun á henni, blóð spýttist alls staðar út úr henni,“ sagði hann. Kelly spurði Trump í viðtalinu á þriðjudag hvort hann sæi eftir ummælum sínum um John McCain og Carly Fiorina. „Já, ætli það ekki en maður verður að horfa til framtíðar. Þú getur leiðrétt mistökin þín en að horfa tilbaka og hugsa: „Ah, ég hefði ekki átt að gera hitt og þetta“, ég held að það sé ekki gott. Ég held að það sé ekki heilbrigt.“ Þá sagðist Trump hafa getað komið öðruvísi fram í kosningabaráttunni en vildi ekki tilgreina nákvæmlega hvernig.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump og Ryan reyna að sættast Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, fundaði í gær með samflokksmanni sínum Paul Ryan, forseta fulltrúardeildar þingsins. 13. maí 2016 07:00 Trump reynir að borga sem minnstan skatt Donald Trump, forsetaframbjóðandi flokks repúblikana í Bandaríkjunum, sagði í gær að upplýsingar um skattgreiðslur hans væru einkamál og kæmu engum við. 14. maí 2016 07:00 Tilbúinn til viðræðna við Kim Jong-un Slíkur fundur myndi marka mikil þáttaskil í samskiptum Bandaríkjanna og Norður Kóreu en Bandaríkjaforseti hefur aldrei hitt leiðtoga Norður Kóreu augliti til auglitis. 18. maí 2016 07:47 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Sjá meira
Trump og Ryan reyna að sættast Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, fundaði í gær með samflokksmanni sínum Paul Ryan, forseta fulltrúardeildar þingsins. 13. maí 2016 07:00
Trump reynir að borga sem minnstan skatt Donald Trump, forsetaframbjóðandi flokks repúblikana í Bandaríkjunum, sagði í gær að upplýsingar um skattgreiðslur hans væru einkamál og kæmu engum við. 14. maí 2016 07:00
Tilbúinn til viðræðna við Kim Jong-un Slíkur fundur myndi marka mikil þáttaskil í samskiptum Bandaríkjanna og Norður Kóreu en Bandaríkjaforseti hefur aldrei hitt leiðtoga Norður Kóreu augliti til auglitis. 18. maí 2016 07:47