Umfjöllun Kastljóss beinlínis ósönn að sögn barna Júlíusar Vífils Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 19. maí 2016 21:46 Hér sést Íris Þóra ásamt föður sínum á mikilvægri stundu. Í bakgrunni er bílasalan Ingvar Helgason þegar allt var í blóma. Vísir/Aðsend Börn Júlíusar Vífils Ingvarssonar fyrrverandi borgarfulltrúa, þau Íris Þóra Júlíusdóttir og Helgi Vífill Júlíusson, gera alvarlegar athugasemdir við umfjöllun Kastljóss í gærkvöldi. Þetta kemur fram á Facebook-síðum systkinanna en þau skrifuðu hvort um sig færslu um málið. Í þættinum var fjallað um uppgjör á dánarbúi foreldra Júlíusar Vífils en móðir hans lést á síðasta ári. Foreldrar Júlíusar Vífils voru þau Ingvar Helgason og Sigríður Guðmundsdóttir og áttu bílaumboðið Ingvar Helgason ehf. Í þættinum báru systkini Júlíusar Vífils hann og bróður hans, Guðmund Ágúst Ingvarsson, þungum sökum en þau fullyrða að þeir bræður feli eftirlaunasjóð föður síns í aflandsfélagi og að sjóðurinn hlaupi á mörg hundruð milljónum. Sjá einnig: Segir systkinin hafa tekið tugi milljóna af bankareikning móður sinnar Sjónarmið Júlíusar ekki tekin með í umfjöllunina Írisi Þóru þótti stundum erfitt að hrista ekki hausinn á meðan hún fylgdist með þættinum yfir vitleysunni sem kom fram eins og hún kemst að orði í færslu á Facebook-síðu sinni. Hún gagnrýnir harðlega vinnubrögð Kastljóss og þykir ljóst að ekki hafi verið hlustað á föður hennar við gerð þáttarins. „Mér þykir miður hvernig fréttamennska hér á Íslandi hefur tekið á sig svip æsifréttamennsku þar sem sannleikurinn skiptir litlu sem engu máli svo lengi sem fréttin er nógu krafsandi fyrir almenning. Mér finnst það vera nokkuð ljóst þar sem ég heyrði pabba tala í símann bæði við Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur, ritstjóra Kastljóss, að þarna væri verið að vega illa að honum með hreinum lygum,“ skrifar Íris Þóra. Hún skírði frumburð sinn í höfuðið á föður sínum og mærir föður sinn í færslunni. Guðrún Ingvarsdóttir systir Júlíusar Vífils Ingvarssonar fer með rangt mál að sögn frændsystkina sinna í þættinum um týnt fé föður síns.Skjáskot af RÚV Það gerir einnig Helgi Vífill og segist jafnframt þekkja fjármál föður síns nánast jafn vel og sín eigin. „Það er rangt að hann hafi sölsað undir sig fjármuni annarra.“ Hann segir í færslu sinni frá því að föðurfjölskyldan hafi staðið í útistöðum eins lengi og hann man eftir sér. Undirliggjandi öfund í blómlegum fyrirtækjarekstri „Það helgast fyrst og fremst af því að pabbi og bræður hans, og afi á meðan hans naut við, stóðu í stafni fyrirtækja fjölskyldunnar sem í áratugi stóðu í miklum blóma og voru leiðandi á markaði. Öll systkini þeirra bræðra nutu góðs af en engu að síður var undirliggjandi, eyðileggjandi öfund og átök og oft hafa þau brugðist við með óvæntum og mannskemmandi hætti,“ skrifar Helgi. Sjá einnig: Guðmundur Ágúst segir ásakanir í Kastljóss-þætti þvælu Hann segir að það sé margt sem þurfi að leiðrétta varðandi fréttaflutning af málinu og að viðmælendur Kastljóss séu engan veginn traust heimild. „Þau stefndu til dæmis móður sinni og bræðrum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til að sækjast eftir stærri hlut í fyrirtækjunum. Dómsmálinu var vísað frá. Annað dæmi er að faðir minn varð að segja upp eiginmanni Guðrúnar frænku, sem fram kom í Kastljósi, vegna þess hann umgekkst fjármuni fyrirtækisins af algjöru ábyrgðarleysi. Umrætt fólk er ekki traust heimild.“ Segir að Kastljós hafi látið spila með sigSystkinin furða sig bæði á því að fullyrt hafi verið að amma þeirra, Sigríður heitin, hafi átt í vandræðum fjárhagslega á efri árum. Það segja þau alrangt og nefna bæði að hún hafi verið sérstaklega fjársterk. Fréttaumfjöllun síðustu daga hefur tekið á fjölskylduna að sögn systkinanna eins og vonlegt er. Hvorki Íris né Helgi telja sannleikann hafa komið fram í umfjöllun Kastljóss í gær. „Kastljós, sem ætti að vera grandvar fjölmiðill, lét því miður spila með sig. Mistök Þóru Arnórsdóttur og Helga Seljan eru alvarleg. Það er með ólíkindum að fjölmiðill skuli birta frétt af þessum toga án þess að dómstólar hafi tekið málið til meðferðar enda eru afleiðingarnar fyrir þá sem fjallað er um mjög alvarlegar og óafturkræfar,“ skrifar Helgi Vífill. Júlíus Vífill hefur sjálfur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem hann segir að í þættinum komi fram ýmist ósannindi eða ómerkileg illmælgi. Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Börn Júlíusar Vífils Ingvarssonar fyrrverandi borgarfulltrúa, þau Íris Þóra Júlíusdóttir og Helgi Vífill Júlíusson, gera alvarlegar athugasemdir við umfjöllun Kastljóss í gærkvöldi. Þetta kemur fram á Facebook-síðum systkinanna en þau skrifuðu hvort um sig færslu um málið. Í þættinum var fjallað um uppgjör á dánarbúi foreldra Júlíusar Vífils en móðir hans lést á síðasta ári. Foreldrar Júlíusar Vífils voru þau Ingvar Helgason og Sigríður Guðmundsdóttir og áttu bílaumboðið Ingvar Helgason ehf. Í þættinum báru systkini Júlíusar Vífils hann og bróður hans, Guðmund Ágúst Ingvarsson, þungum sökum en þau fullyrða að þeir bræður feli eftirlaunasjóð föður síns í aflandsfélagi og að sjóðurinn hlaupi á mörg hundruð milljónum. Sjá einnig: Segir systkinin hafa tekið tugi milljóna af bankareikning móður sinnar Sjónarmið Júlíusar ekki tekin með í umfjöllunina Írisi Þóru þótti stundum erfitt að hrista ekki hausinn á meðan hún fylgdist með þættinum yfir vitleysunni sem kom fram eins og hún kemst að orði í færslu á Facebook-síðu sinni. Hún gagnrýnir harðlega vinnubrögð Kastljóss og þykir ljóst að ekki hafi verið hlustað á föður hennar við gerð þáttarins. „Mér þykir miður hvernig fréttamennska hér á Íslandi hefur tekið á sig svip æsifréttamennsku þar sem sannleikurinn skiptir litlu sem engu máli svo lengi sem fréttin er nógu krafsandi fyrir almenning. Mér finnst það vera nokkuð ljóst þar sem ég heyrði pabba tala í símann bæði við Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur, ritstjóra Kastljóss, að þarna væri verið að vega illa að honum með hreinum lygum,“ skrifar Íris Þóra. Hún skírði frumburð sinn í höfuðið á föður sínum og mærir föður sinn í færslunni. Guðrún Ingvarsdóttir systir Júlíusar Vífils Ingvarssonar fer með rangt mál að sögn frændsystkina sinna í þættinum um týnt fé föður síns.Skjáskot af RÚV Það gerir einnig Helgi Vífill og segist jafnframt þekkja fjármál föður síns nánast jafn vel og sín eigin. „Það er rangt að hann hafi sölsað undir sig fjármuni annarra.“ Hann segir í færslu sinni frá því að föðurfjölskyldan hafi staðið í útistöðum eins lengi og hann man eftir sér. Undirliggjandi öfund í blómlegum fyrirtækjarekstri „Það helgast fyrst og fremst af því að pabbi og bræður hans, og afi á meðan hans naut við, stóðu í stafni fyrirtækja fjölskyldunnar sem í áratugi stóðu í miklum blóma og voru leiðandi á markaði. Öll systkini þeirra bræðra nutu góðs af en engu að síður var undirliggjandi, eyðileggjandi öfund og átök og oft hafa þau brugðist við með óvæntum og mannskemmandi hætti,“ skrifar Helgi. Sjá einnig: Guðmundur Ágúst segir ásakanir í Kastljóss-þætti þvælu Hann segir að það sé margt sem þurfi að leiðrétta varðandi fréttaflutning af málinu og að viðmælendur Kastljóss séu engan veginn traust heimild. „Þau stefndu til dæmis móður sinni og bræðrum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til að sækjast eftir stærri hlut í fyrirtækjunum. Dómsmálinu var vísað frá. Annað dæmi er að faðir minn varð að segja upp eiginmanni Guðrúnar frænku, sem fram kom í Kastljósi, vegna þess hann umgekkst fjármuni fyrirtækisins af algjöru ábyrgðarleysi. Umrætt fólk er ekki traust heimild.“ Segir að Kastljós hafi látið spila með sigSystkinin furða sig bæði á því að fullyrt hafi verið að amma þeirra, Sigríður heitin, hafi átt í vandræðum fjárhagslega á efri árum. Það segja þau alrangt og nefna bæði að hún hafi verið sérstaklega fjársterk. Fréttaumfjöllun síðustu daga hefur tekið á fjölskylduna að sögn systkinanna eins og vonlegt er. Hvorki Íris né Helgi telja sannleikann hafa komið fram í umfjöllun Kastljóss í gær. „Kastljós, sem ætti að vera grandvar fjölmiðill, lét því miður spila með sig. Mistök Þóru Arnórsdóttur og Helga Seljan eru alvarleg. Það er með ólíkindum að fjölmiðill skuli birta frétt af þessum toga án þess að dómstólar hafi tekið málið til meðferðar enda eru afleiðingarnar fyrir þá sem fjallað er um mjög alvarlegar og óafturkræfar,“ skrifar Helgi Vífill. Júlíus Vífill hefur sjálfur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem hann segir að í þættinum komi fram ýmist ósannindi eða ómerkileg illmælgi.
Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira