Handbolti

Áfram heldur Guðjón Valur að skora frábær mörk | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði Íslands í handbolta, og félagar hans í Evrópumeistaraliði Barcelona þurftu að bíta í það súra epli um helgina að komast ekki í undanúrslitin og verða ekki með í Final Four-helginni í Köln.

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans unnu samanlagðan 59-57 sigur í einvígi liðanna í átta liða úrslitum en eftir fimm marka tap á útivelli vann Barcelona seinni leikinn á laugardaginn, 33-30. Það var ekki nóg.

Guðjón Valur Sigurðsson gerði hvað hann gat fyrir Börsunga í því sem varð hans síðasti Evrópuleikur fyrir félagið. Landsliðsfyrirliðinn skoraði fimm mörk og eitt þeirra var alveg magnað.

Guðjón Valur kom Barcelona í 30-26 þegar hann fór inn úr erfiðu færi úr horninu en sneri boltann framhjá Niklas Landin á nærstöngina. Landin er af flestum talinn besti markvörður heims en þarna náði íslenski hornamaðurinn að plata hann upp úr skónum.

Markið er eitt af þeim fimm sem koma til greina sem flottasta mark helgarinnar en markið hans Guðjóns og hin fjögur má sjá í spilaranum hér að ofan.

Guðjón Valur skoraði einnig frábært mark í fyrri leiknum gegn Kiel sem má sjá hér.


Tengdar fréttir

Kiel stóðst áhlaup Evrópumeistaranna

Alfreð Gíslason er kominn með Kiel í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í handbolta þrátt fyrir þriggja marka tap, 33-30, fyrir Evrópumeisturum Barcelona á útivelli í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×