Eiríkur kveður Séð og heyrt: „Bjargaði þessu tímariti frá dauða“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. maí 2016 10:01 Hreinn stillti ritstjóranum upp við vegg og Eiríkur lét ekki bjóða sér það. Eiríkur Jónsson lætur af störfum sem ritstjóri Séð og heyrt þann 31. maí næstkomandi. Vísir greindi frá brotthvarfi Eiríks um helgina en hann hefur verið í ritstjórastólnum undanfarin tæp tvö ár. Eiríkur segir að Hreinn Loftsson, yfirmaður hans og eigandi Birtings, hafi sett honum stólinn fyrir dyrnar. Annaðhvort hætti hann með vefsíðu sína Eiríkurjónsson.is og einbeitti sér alfarið að Séð og heyrt eða hætti hjá tímaritinu. „Það er auðvitað enginn sáttur við að vera stillt upp við vegg,“ sagði Eiríkur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hreinn hafi sett honum fyrrnefnda úrslitakosti, að hvíla eða svæfa annan fjölmiðil. Eiríkur hafi ákveðið að standa með sjálfum sér. „Eirikurjonsson.is sem er vel þekktur,“ sagði Eiríkur um vefsíðu sína. Hann segir Séð og heyrt alltaf hafa haft forgang þegar kom að því að greina frá fréttum. Hann hafi passað sig vel á því. Hreinn hafi bara viljað hafa Eirík 100 prósent hjá tímaritinu.En varstu þá ekki 100 prósent hjá Séð og heyrt? „Jú jú, ég var alveg 100 prósent í því. Bjargaði þessu tímariti frá dauða meira að segja.“ Hann er afdráttarlaus í þeirri skoðun sinni að blaðið hafi skánað undir hans stjórn, sala hafi aukist og lestur sömuleiðis. „Það er mikið verk að halda þessu öllu gangandi með lágmarksmannskap.“ Eiríkur segir ýmislegt í pípunum en vill þó ekki fara nánar út í það. Gott sé á milli þeirra Hreins sem fyrr. „Maðurinn á þetta fyrirtæki og ræður hvað hann gerir. Hann gerir bara samning við þig sem er hægt að segja upp. No hard feelings.“ Tengdar fréttir Eiríkur Jónsson nýr ritstjóri Séð og Heyrt Eiríkur Jónsson segist stefna að því að koma Séð og heyrt á þann stað í samfélaginu þar sem blaðið eigi heima. 2. júlí 2014 07:00 Eiríkur hættir sem ritstjóri Séð og heyrt Hreinn Loftsson eigandi stillti ritstjóranum upp við vegg. 30. apríl 2016 20:56 Kallar Sölku Sól Séð og Heyrt stúlku: "Hún veit ekkert hvað viðtal er" "Hún ræður ekki hvort það sé skrifuð frétt um hana. Hún ræður hvort hún sé í viðtali. Þetta er ekki viðtal við hana. Hún veit ekki hvað viðtal er." 13. febrúar 2015 11:41 Leoncie hellti sér yfir ritstjóra Séð og heyrt í beinni Ætlar í mál við Séð og heyrt sem sagði frá aldri hennar. 17. júlí 2015 15:00 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Eiríkur Jónsson lætur af störfum sem ritstjóri Séð og heyrt þann 31. maí næstkomandi. Vísir greindi frá brotthvarfi Eiríks um helgina en hann hefur verið í ritstjórastólnum undanfarin tæp tvö ár. Eiríkur segir að Hreinn Loftsson, yfirmaður hans og eigandi Birtings, hafi sett honum stólinn fyrir dyrnar. Annaðhvort hætti hann með vefsíðu sína Eiríkurjónsson.is og einbeitti sér alfarið að Séð og heyrt eða hætti hjá tímaritinu. „Það er auðvitað enginn sáttur við að vera stillt upp við vegg,“ sagði Eiríkur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hreinn hafi sett honum fyrrnefnda úrslitakosti, að hvíla eða svæfa annan fjölmiðil. Eiríkur hafi ákveðið að standa með sjálfum sér. „Eirikurjonsson.is sem er vel þekktur,“ sagði Eiríkur um vefsíðu sína. Hann segir Séð og heyrt alltaf hafa haft forgang þegar kom að því að greina frá fréttum. Hann hafi passað sig vel á því. Hreinn hafi bara viljað hafa Eirík 100 prósent hjá tímaritinu.En varstu þá ekki 100 prósent hjá Séð og heyrt? „Jú jú, ég var alveg 100 prósent í því. Bjargaði þessu tímariti frá dauða meira að segja.“ Hann er afdráttarlaus í þeirri skoðun sinni að blaðið hafi skánað undir hans stjórn, sala hafi aukist og lestur sömuleiðis. „Það er mikið verk að halda þessu öllu gangandi með lágmarksmannskap.“ Eiríkur segir ýmislegt í pípunum en vill þó ekki fara nánar út í það. Gott sé á milli þeirra Hreins sem fyrr. „Maðurinn á þetta fyrirtæki og ræður hvað hann gerir. Hann gerir bara samning við þig sem er hægt að segja upp. No hard feelings.“
Tengdar fréttir Eiríkur Jónsson nýr ritstjóri Séð og Heyrt Eiríkur Jónsson segist stefna að því að koma Séð og heyrt á þann stað í samfélaginu þar sem blaðið eigi heima. 2. júlí 2014 07:00 Eiríkur hættir sem ritstjóri Séð og heyrt Hreinn Loftsson eigandi stillti ritstjóranum upp við vegg. 30. apríl 2016 20:56 Kallar Sölku Sól Séð og Heyrt stúlku: "Hún veit ekkert hvað viðtal er" "Hún ræður ekki hvort það sé skrifuð frétt um hana. Hún ræður hvort hún sé í viðtali. Þetta er ekki viðtal við hana. Hún veit ekki hvað viðtal er." 13. febrúar 2015 11:41 Leoncie hellti sér yfir ritstjóra Séð og heyrt í beinni Ætlar í mál við Séð og heyrt sem sagði frá aldri hennar. 17. júlí 2015 15:00 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Eiríkur Jónsson nýr ritstjóri Séð og Heyrt Eiríkur Jónsson segist stefna að því að koma Séð og heyrt á þann stað í samfélaginu þar sem blaðið eigi heima. 2. júlí 2014 07:00
Eiríkur hættir sem ritstjóri Séð og heyrt Hreinn Loftsson eigandi stillti ritstjóranum upp við vegg. 30. apríl 2016 20:56
Kallar Sölku Sól Séð og Heyrt stúlku: "Hún veit ekkert hvað viðtal er" "Hún ræður ekki hvort það sé skrifuð frétt um hana. Hún ræður hvort hún sé í viðtali. Þetta er ekki viðtal við hana. Hún veit ekki hvað viðtal er." 13. febrúar 2015 11:41
Leoncie hellti sér yfir ritstjóra Séð og heyrt í beinni Ætlar í mál við Séð og heyrt sem sagði frá aldri hennar. 17. júlí 2015 15:00