Fjórar forþjöppur í nýrri dísilvél BMW Finnur Thorlacius skrifar 2. maí 2016 15:05 BMW 3,0 lítra dísilvélin fær 4 forþjöppur og skilar þá 400 hestöflum. Tilhneiging bílaframleiðenda undanfarin misserin hafa verið að minnka vélar í bílum sínum, en gæða þær auka afli með forþjöppum, stundum ekki einni heldur mörgum. Þó hafa ekki margar vélar sést ennþá sem eru með 4 forþjöppum, en BMW er að smíða slíka dísilvél og það á þekkta vél í þeirra vopnabúri, þ.e. 3,0 lítra dísilvélina sem meðal annars hefur verið í BMW X5 jeppanum. Með þessum 4 forþjöppum verður hún 400 hestöfl. Ef til vill er það svar BMW við nýrri V8 dísilvél Audi sem er í SQ7 jeppanum nýja, en hún er 435 hestöfl og styðst við tvær forþjöppur. Meiningin hjá BMW er að setja þessa fjögurra forþjöppu vél fyrst í nýjan BMW 7-línu fólksbíl sinn sem ber þá nafnið BMW 750d xDrive. Með henni er þessi stóri bíll aðeins 4,5 sekúndur í 100 km hraða. Líklega mun þessi vél einnig bjóðast í framhaldinu í 5-línunni og X5 jeppanum. Nýja fjögurra forþjöppu vélin mun eyða 5% minna en mun aflminni gerð hennar. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent
Tilhneiging bílaframleiðenda undanfarin misserin hafa verið að minnka vélar í bílum sínum, en gæða þær auka afli með forþjöppum, stundum ekki einni heldur mörgum. Þó hafa ekki margar vélar sést ennþá sem eru með 4 forþjöppum, en BMW er að smíða slíka dísilvél og það á þekkta vél í þeirra vopnabúri, þ.e. 3,0 lítra dísilvélina sem meðal annars hefur verið í BMW X5 jeppanum. Með þessum 4 forþjöppum verður hún 400 hestöfl. Ef til vill er það svar BMW við nýrri V8 dísilvél Audi sem er í SQ7 jeppanum nýja, en hún er 435 hestöfl og styðst við tvær forþjöppur. Meiningin hjá BMW er að setja þessa fjögurra forþjöppu vél fyrst í nýjan BMW 7-línu fólksbíl sinn sem ber þá nafnið BMW 750d xDrive. Með henni er þessi stóri bíll aðeins 4,5 sekúndur í 100 km hraða. Líklega mun þessi vél einnig bjóðast í framhaldinu í 5-línunni og X5 jeppanum. Nýja fjögurra forþjöppu vélin mun eyða 5% minna en mun aflminni gerð hennar.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent