Guðni mun bjóða sig fram til forseta Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. maí 2016 17:45 Könnun Frjálsrar verslunar sýnir Guðna Th. Jóhannesson með örlítið meira fylgi en Ólaf Ragnar Grímsson. Vísir/Anton Brink Sagnfræðingurinn og rithöfundurinn Guðni Th. Jóhannesson ætlar að bjóða sig fram til forseta Íslands. Guðni hefur staðfest það við spennta kjósendur sem hafa bent honum á að kosning utankjörfundar sé hafin, og þau þurfi að vita hvort þau eigi að nefna hans nafn. Þá stendur yfir vinna við að mynda kosningateymi Guðna fyrir baráttuna sem framundan er. Guðni segist glaður í bragði í samtali við Vísi hvorki vilja játa því né neita að hann ætli í framboð til forseta. Hann mun þó ætla fram. Segja má að framboð Guðna sé eitt verst geymda leyndarmál landsins en Guðni tilkynnti í Fésbókarfærslu um helgina að hann hefði komist að niðurstöðu varðandi framboð sitt. „Ég hef ákveðið að tilkynna svar mitt við spurningunni miklu um forsetaframboð í Salnum í Kópavogi kl. 14:00 á uppstigningardag, fimmtudaginn 5. maí.“Berglind Ásgeirsdóttir hefur verið sendiherra Íslands í Frakklandi undanfarin fimm ár.Berglind íhugar alvarlega framboð Mikill áhugi virðist vera fyrir framboði Guðna ef marka má skoðanakannanir sem Frjáls verslun annars vegar og Maskína hins vegar framkvæmdu á dögunum. Í könnun Frjálsrar verslunar er afar mjótt á munum en stuðningur Guðna ívið meira. Í könnun Maskínu hafði Ólafur 46 prósent fylgi en Guðni um 25 prósent. Guðni er ekki sá eini sem legið hefur undir feldi undanfarnar vikur. Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í París, íhugar framboð alvarlega. Stuðningsfólk hefur fundað með henni vegna mögulegs framboð hennar. Eitt af stóru umhugsunarefnunum var hvort Guðni Th. myndi bjóða sig fram enda telja margir að þau Berglind gætu tekið atkvæði hvort af öðru. Því gæti framboð Guðna, sem tilkynnt verður um á fimmtudag, haft töluvert að segja um ákvörðun Berglindar.Guðni gaf blóð Athugulir Facebook-notendur hafa veitt því athygli að vinum Guðna á samfélagsmiðlinum hefur fjölgað um vel á annað þúsund á afar skömmum tíma. Þá vakti færsla Blóðbankans á Facebook í dag mikla athygli þar sem fram kom að Guðni væri mættur til að gefa blóð, sem hann geri reglulega.„Hann er einn af fáum Íslendingum sem er í AB mínus blóðflokki, en við getum einungis reiknað með því að tæplega hálft prósent Íslendinga séu í AB mínus blóðflokki,“ segir í færslunni. „AB mínus blóðvökvi er eini blóðvökvinn sem hægt er að nota í ungabörn og því mikilvægt að eiga hann alltaf til.“ Forsetakosningar 2016 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Fleiri fréttir Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Sjá meira
Sagnfræðingurinn og rithöfundurinn Guðni Th. Jóhannesson ætlar að bjóða sig fram til forseta Íslands. Guðni hefur staðfest það við spennta kjósendur sem hafa bent honum á að kosning utankjörfundar sé hafin, og þau þurfi að vita hvort þau eigi að nefna hans nafn. Þá stendur yfir vinna við að mynda kosningateymi Guðna fyrir baráttuna sem framundan er. Guðni segist glaður í bragði í samtali við Vísi hvorki vilja játa því né neita að hann ætli í framboð til forseta. Hann mun þó ætla fram. Segja má að framboð Guðna sé eitt verst geymda leyndarmál landsins en Guðni tilkynnti í Fésbókarfærslu um helgina að hann hefði komist að niðurstöðu varðandi framboð sitt. „Ég hef ákveðið að tilkynna svar mitt við spurningunni miklu um forsetaframboð í Salnum í Kópavogi kl. 14:00 á uppstigningardag, fimmtudaginn 5. maí.“Berglind Ásgeirsdóttir hefur verið sendiherra Íslands í Frakklandi undanfarin fimm ár.Berglind íhugar alvarlega framboð Mikill áhugi virðist vera fyrir framboði Guðna ef marka má skoðanakannanir sem Frjáls verslun annars vegar og Maskína hins vegar framkvæmdu á dögunum. Í könnun Frjálsrar verslunar er afar mjótt á munum en stuðningur Guðna ívið meira. Í könnun Maskínu hafði Ólafur 46 prósent fylgi en Guðni um 25 prósent. Guðni er ekki sá eini sem legið hefur undir feldi undanfarnar vikur. Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í París, íhugar framboð alvarlega. Stuðningsfólk hefur fundað með henni vegna mögulegs framboð hennar. Eitt af stóru umhugsunarefnunum var hvort Guðni Th. myndi bjóða sig fram enda telja margir að þau Berglind gætu tekið atkvæði hvort af öðru. Því gæti framboð Guðna, sem tilkynnt verður um á fimmtudag, haft töluvert að segja um ákvörðun Berglindar.Guðni gaf blóð Athugulir Facebook-notendur hafa veitt því athygli að vinum Guðna á samfélagsmiðlinum hefur fjölgað um vel á annað þúsund á afar skömmum tíma. Þá vakti færsla Blóðbankans á Facebook í dag mikla athygli þar sem fram kom að Guðni væri mættur til að gefa blóð, sem hann geri reglulega.„Hann er einn af fáum Íslendingum sem er í AB mínus blóðflokki, en við getum einungis reiknað með því að tæplega hálft prósent Íslendinga séu í AB mínus blóðflokki,“ segir í færslunni. „AB mínus blóðvökvi er eini blóðvökvinn sem hægt er að nota í ungabörn og því mikilvægt að eiga hann alltaf til.“
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Fleiri fréttir Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Sjá meira