Hnífjafnt á milli Ólafs og Guðna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. maí 2016 09:50 Ólafur Ragnar Grímsson og Guðni Th. Jóhannesson vísir/ernir/anton Ef valið stæði á milli Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta, og Guðna Th. Jóhannessonar, sagnfræðings, í forsetakosningunum í júní yrði afar mjótt á munum ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar sem Frjáls verslun gerði dagana 26. apríl til 1. maí. Þegar spurt var um þá tvo fær Guðni ívið meira fylgi en Ólafur, eða 44,5 prósent á móti 42,5 hjá Ólafi Ragnari. Ef aðeins er tekið tillit til þeirra sem afstöðu tóku fær Guðni 51,5 prósent og Ólafur Ragnar 48,9 prósent. Í frétt um könnunina á vef Frjálsrar verslunar kemur fram að Guðni hefur meira fylgi á suðvesturhorninu en Ólafur nýtur meira fylgis á landsbyggðinni. Þá hefur Ólafur meira fylgi á meðal karla en Guðni á meðal kvenna. Ekki var marktækur munur eftir aldri nema að Ólafur hefur meira fylgi meðal fólks yfir sjötugt. „Þegar rýnt var í stjórnmálaskoðanir svarenda sést að Ólafur Ragnar hefur sterkan stuðning meðal ríkisstjórnarflokkanna. Um 72% stuðningsmanna Framsóknarflokks styður hann og 53% sjálfstæðismanna. Stuðningur við Guðna kemur úr röðum hinna flokkanna. Um 53% pírata segjast vilja kjósa hann, 67% samfylkingarmanna og 74% stuðningsmanna VG,“ segir á vef Frjálsrar verslunar. Þá var einnig spurt í könnuninni hvernig menn myndu kjósa ef frambjóðendur væru þrír, þeir Andri Snær Magnason, Guðni og Ólafur Ragnar. Fylgi Ólafs hélst þá nær óbreytt eða í 41,3 prósentum. Guðni lækkar í 33,9 prósent og Andri Snær fær 11,6 prósent. Rúmlega 13 prósent sögðust óviss eða engan þessara vilja. Ef aðeins er litið til þeirra sem tóku afstöðu var niðurstaðan eftirfarandi: Andri Snær Magnason 13,4 prósent Guðni Th. Jóhannesson 39,0 prósent Ólafur Ragnar Grímsson 47,6 prósent.Nánar má lesa um könnunina hér. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Flestir vilja Ólaf Ragnar eða Guðna Th 59 prósent þeirra sem tóku afstöðu í nýrri skoðanakönnun nefndu annaðhvort Ólaf Ragnar Grímsson eða Guðna Th. Jóhannesson á nafn þegar spurt var hvern þátttakendur vildu sem forseta. 1. maí 2016 21:18 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Ef valið stæði á milli Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta, og Guðna Th. Jóhannessonar, sagnfræðings, í forsetakosningunum í júní yrði afar mjótt á munum ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar sem Frjáls verslun gerði dagana 26. apríl til 1. maí. Þegar spurt var um þá tvo fær Guðni ívið meira fylgi en Ólafur, eða 44,5 prósent á móti 42,5 hjá Ólafi Ragnari. Ef aðeins er tekið tillit til þeirra sem afstöðu tóku fær Guðni 51,5 prósent og Ólafur Ragnar 48,9 prósent. Í frétt um könnunina á vef Frjálsrar verslunar kemur fram að Guðni hefur meira fylgi á suðvesturhorninu en Ólafur nýtur meira fylgis á landsbyggðinni. Þá hefur Ólafur meira fylgi á meðal karla en Guðni á meðal kvenna. Ekki var marktækur munur eftir aldri nema að Ólafur hefur meira fylgi meðal fólks yfir sjötugt. „Þegar rýnt var í stjórnmálaskoðanir svarenda sést að Ólafur Ragnar hefur sterkan stuðning meðal ríkisstjórnarflokkanna. Um 72% stuðningsmanna Framsóknarflokks styður hann og 53% sjálfstæðismanna. Stuðningur við Guðna kemur úr röðum hinna flokkanna. Um 53% pírata segjast vilja kjósa hann, 67% samfylkingarmanna og 74% stuðningsmanna VG,“ segir á vef Frjálsrar verslunar. Þá var einnig spurt í könnuninni hvernig menn myndu kjósa ef frambjóðendur væru þrír, þeir Andri Snær Magnason, Guðni og Ólafur Ragnar. Fylgi Ólafs hélst þá nær óbreytt eða í 41,3 prósentum. Guðni lækkar í 33,9 prósent og Andri Snær fær 11,6 prósent. Rúmlega 13 prósent sögðust óviss eða engan þessara vilja. Ef aðeins er litið til þeirra sem tóku afstöðu var niðurstaðan eftirfarandi: Andri Snær Magnason 13,4 prósent Guðni Th. Jóhannesson 39,0 prósent Ólafur Ragnar Grímsson 47,6 prósent.Nánar má lesa um könnunina hér.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Flestir vilja Ólaf Ragnar eða Guðna Th 59 prósent þeirra sem tóku afstöðu í nýrri skoðanakönnun nefndu annaðhvort Ólaf Ragnar Grímsson eða Guðna Th. Jóhannesson á nafn þegar spurt var hvern þátttakendur vildu sem forseta. 1. maí 2016 21:18 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Flestir vilja Ólaf Ragnar eða Guðna Th 59 prósent þeirra sem tóku afstöðu í nýrri skoðanakönnun nefndu annaðhvort Ólaf Ragnar Grímsson eða Guðna Th. Jóhannesson á nafn þegar spurt var hvern þátttakendur vildu sem forseta. 1. maí 2016 21:18