Renault eykur framleiðsluna í Marokkó Finnur Thorlacius skrifar 3. maí 2016 09:06 Í verksmiðju Renault í Tangier. Renault, ásamt fjölmörgum íhlutaframleiðendum, ætla að fjárfesta fyrir 129 milljarða króna í Marokkó og reisa einskonar “iðnaðarmiðstöð” þar sem framleiddir verða íhlutir í Renault og Dacia bíla. Renault á tvær bílaverksmiðjur í Marokkó, þ.e. í Tangier og Casablanca. Verksmiðjan í Tangier er stærsta bílaverksmiðja í N-Afríku og eftir að hún verður stækkuð og iðnaðarmiðstöðin verður tilbúin munu verða framleiddir 400.000 bílar á ári í henni. Í þeim báðum eru nú framleiddir Dacia bílar, Dokker, Lodgy og Sandero í Tangier og Logan og Sandero í Casablanca. Að minnsta kosti 15 íhlutaframleiðendur ætla að taka þátt í uppbyggingu iðnaðarmiðstöðvarinnar og leggja til hennar fjármagn. Bílaiðnaður er mjög vaxandi í Marokkó og PSA/Peugoet-Citroën ætlar að byggja þar nýja bílaverksmiðju sem kosta mun 79 milljarða króna og þar á að framleiða 200.000 bíla á ári. Það eru ekki bara bílaframleiðendur sem þyrpst hafa til Marokkó á síðustu árum og er franski flugvélaframleiðandinn Bombardier þar á meðal. Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent
Renault, ásamt fjölmörgum íhlutaframleiðendum, ætla að fjárfesta fyrir 129 milljarða króna í Marokkó og reisa einskonar “iðnaðarmiðstöð” þar sem framleiddir verða íhlutir í Renault og Dacia bíla. Renault á tvær bílaverksmiðjur í Marokkó, þ.e. í Tangier og Casablanca. Verksmiðjan í Tangier er stærsta bílaverksmiðja í N-Afríku og eftir að hún verður stækkuð og iðnaðarmiðstöðin verður tilbúin munu verða framleiddir 400.000 bílar á ári í henni. Í þeim báðum eru nú framleiddir Dacia bílar, Dokker, Lodgy og Sandero í Tangier og Logan og Sandero í Casablanca. Að minnsta kosti 15 íhlutaframleiðendur ætla að taka þátt í uppbyggingu iðnaðarmiðstöðvarinnar og leggja til hennar fjármagn. Bílaiðnaður er mjög vaxandi í Marokkó og PSA/Peugoet-Citroën ætlar að byggja þar nýja bílaverksmiðju sem kosta mun 79 milljarða króna og þar á að framleiða 200.000 bíla á ári. Það eru ekki bara bílaframleiðendur sem þyrpst hafa til Marokkó á síðustu árum og er franski flugvélaframleiðandinn Bombardier þar á meðal.
Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent