Einar Gunnar Einarsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins. Staðan hefur verið laus eftir að Hrólfur Ölvisson ákvað að stíga til hliðar í lok apríl.
Einar Gunnar er 46 ára að aldri og hefur starfað á skrifstofu Framsóknarflokksins frá árinu 2002, síðast sem skrifstofustjóri.
Hrólfur Ölvisson, forveri Einars Gunnars í starfi, vék úr starfi framkvæmdastjóra í lok apríl eftir umfjöllun um tengsl hans við aflandsfélög. Sagðist Hrólfur stíga til hliðar til að „koma í veg fyrir að rýrð verði kastað á Framsóknarflokkinn.“
Framsóknarflokkurinn ræður nýjan framkvæmdastjóra

Tengdar fréttir

Aflandsviðskipti framkvæmdastjóra Framsóknar rædd á þingflokksfundi
Fundurinn hófst klukkan 13.

Framkvæmdastjóri Framsóknar hættir en segist ekki hafa stundað óheiðarleg viðskipti
Hrólfur segist taka þessa ákvörðun vegna þess hversu einsleit og óvægin umræða er í þjóðfélaginu.

Virðingarvert en óþarft af framkvæmdastjóra að hætta störfum
Formaður Framsóknarflokksins segir framkvæmdastjóra flokksins hafa gefið fullnægjandi skýringar á aflandsviðskiptum sínum og ekki brotið lög eða siðareglur.