Framkvæmdastjóri Framsóknar hættir en segist ekki hafa stundað óheiðarleg viðskipti Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 27. apríl 2016 13:58 Hrólfur er einn þriggja Framsóknarmanna sem tengdur var aflandsfélögum í þætti Kastljóss í vikunni. Vísir Hrólfur Ölvisson hefur ákveðið að hætta sem framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Framsóknarflokksins. Hrólfur segist taka þessa ákvörðun vegna þess hversu einsleit og óvægin umræða er í þjóðfélaginu um tengsl hans við aflandsfélög. Hrólfur er sagður hafa reynt að leyna viðskiptum í gegnum félög á Tortóla.Sjá einnig: Framkvæmdastjóri Framsóknar og fyrrverandi ráðherra brúkuðu aflandsfélög „Þetta er persónuleg ákvörðun mín og á engan hátt viðurkenning á því að ég hafi brotið lög eða starfað með óheiðarlegum hætti,“ segir í yfirlýsingu nú fyrrum framkvæmdastjórans. „Spurningum blaðamanna um mjög tímabundna aðkomu mína að tveimur aflandsfélögum tel ég mig hafa svarað fullnægjandi. Því hefur ranglega verið haldið fram að ég hafi keypt hlutafé í BM Vallá með tortryggilegum hætti. Arion banki bauð BM Vallá til sölu í opnu söluferli sem félag mitt ásamt öðrum fjárfestum tók þátt í. Að bendla þau kaup við aflandsfélög er alfarið rangt.“Yfirlýsing frá Hrólfi ÖlvissyniÉg hef ákveðið að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins frá og með deginum í dag. Þetta hef ég tilkynnt framkvæmdastjórn flokksins og öðrum sem fara með trúnaðarstörf fyrir hann.Þessa ákvörðun tek ég í ljósi þess hversu einsleit og óvægin umræðan er. Þetta er persónuleg ákvörðun mín og á engan hátt viðurkenning á því að ég hafi brotið lög eða starfað með óheiðarlegum hætti.Spurningum blaðamanna um mjög tímabundna aðkomu mína að tveimur aflandsfélögum tel ég mig hafa svarað fullnægjandi.Því hefur ranglega verið haldið fram að ég hafi keypt hlutafé í BM Vallá með tortryggilegum hætti. Arion banki bauð BM Vallá til sölu í opnu söluferli sem félag mitt ásamt öðrum fjárfestum tók þátt í. Að bendla þau kaup við aflandsfélög er alfarið rangt.Ég dreg mig í hlé til að koma í veg fyrir að rýrð verði kastað á Framsóknarflokkinn og þau góðu störf sem hann hefur unnið að í tíð þessarar ríkisstjórnar. Ég er ekki kjörinn fulltrúi en tel þetta engu að síður rétta ákvörðun.Við þessi tímamót vil ég nota tækifærið og þakka öllum gott og ánægjulegt samstarf þann tíma sem ég hef gegnt störfum framkvæmdastjóra fyrir flokkinn. Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Framsóknar og fyrrverandi ráðherra brúkuðu aflandsfélög Nöfn Finns Ingólfssonar, Hrólfs Ölvissonar og Helga S. Magnússonar er að finna í Panama-skjölunum. 25. apríl 2016 20:47 Þingmenn Framsóknar tjá sig ekki Þingmenn Framsóknarflokksins hafa ekki viljað tjá sig um aflandsviðskipti Hrólfs Ölvinssonar, framkvæmdastjóra flokksins. 26. apríl 2016 12:26 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Fleiri fréttir „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Sjá meira
Hrólfur Ölvisson hefur ákveðið að hætta sem framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Framsóknarflokksins. Hrólfur segist taka þessa ákvörðun vegna þess hversu einsleit og óvægin umræða er í þjóðfélaginu um tengsl hans við aflandsfélög. Hrólfur er sagður hafa reynt að leyna viðskiptum í gegnum félög á Tortóla.Sjá einnig: Framkvæmdastjóri Framsóknar og fyrrverandi ráðherra brúkuðu aflandsfélög „Þetta er persónuleg ákvörðun mín og á engan hátt viðurkenning á því að ég hafi brotið lög eða starfað með óheiðarlegum hætti,“ segir í yfirlýsingu nú fyrrum framkvæmdastjórans. „Spurningum blaðamanna um mjög tímabundna aðkomu mína að tveimur aflandsfélögum tel ég mig hafa svarað fullnægjandi. Því hefur ranglega verið haldið fram að ég hafi keypt hlutafé í BM Vallá með tortryggilegum hætti. Arion banki bauð BM Vallá til sölu í opnu söluferli sem félag mitt ásamt öðrum fjárfestum tók þátt í. Að bendla þau kaup við aflandsfélög er alfarið rangt.“Yfirlýsing frá Hrólfi ÖlvissyniÉg hef ákveðið að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins frá og með deginum í dag. Þetta hef ég tilkynnt framkvæmdastjórn flokksins og öðrum sem fara með trúnaðarstörf fyrir hann.Þessa ákvörðun tek ég í ljósi þess hversu einsleit og óvægin umræðan er. Þetta er persónuleg ákvörðun mín og á engan hátt viðurkenning á því að ég hafi brotið lög eða starfað með óheiðarlegum hætti.Spurningum blaðamanna um mjög tímabundna aðkomu mína að tveimur aflandsfélögum tel ég mig hafa svarað fullnægjandi.Því hefur ranglega verið haldið fram að ég hafi keypt hlutafé í BM Vallá með tortryggilegum hætti. Arion banki bauð BM Vallá til sölu í opnu söluferli sem félag mitt ásamt öðrum fjárfestum tók þátt í. Að bendla þau kaup við aflandsfélög er alfarið rangt.Ég dreg mig í hlé til að koma í veg fyrir að rýrð verði kastað á Framsóknarflokkinn og þau góðu störf sem hann hefur unnið að í tíð þessarar ríkisstjórnar. Ég er ekki kjörinn fulltrúi en tel þetta engu að síður rétta ákvörðun.Við þessi tímamót vil ég nota tækifærið og þakka öllum gott og ánægjulegt samstarf þann tíma sem ég hef gegnt störfum framkvæmdastjóra fyrir flokkinn.
Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Framsóknar og fyrrverandi ráðherra brúkuðu aflandsfélög Nöfn Finns Ingólfssonar, Hrólfs Ölvissonar og Helga S. Magnússonar er að finna í Panama-skjölunum. 25. apríl 2016 20:47 Þingmenn Framsóknar tjá sig ekki Þingmenn Framsóknarflokksins hafa ekki viljað tjá sig um aflandsviðskipti Hrólfs Ölvinssonar, framkvæmdastjóra flokksins. 26. apríl 2016 12:26 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Fleiri fréttir „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Sjá meira
Framkvæmdastjóri Framsóknar og fyrrverandi ráðherra brúkuðu aflandsfélög Nöfn Finns Ingólfssonar, Hrólfs Ölvissonar og Helga S. Magnússonar er að finna í Panama-skjölunum. 25. apríl 2016 20:47
Þingmenn Framsóknar tjá sig ekki Þingmenn Framsóknarflokksins hafa ekki viljað tjá sig um aflandsviðskipti Hrólfs Ölvinssonar, framkvæmdastjóra flokksins. 26. apríl 2016 12:26
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum