Toyota Corolla 50 ára Finnur Thorlacius skrifar 4. maí 2016 09:24 Toyota Corolla er nú seld af elleftu kynslóð. Mest selda bílgerð heims frá upphafi, Toyota Corolla er orðin 50 ára. Það var árið 1966 sem fyrstu Corolla bílarnir fóru í sölu í heimalandinu Japan. Tveimur árum síðar hófst sala Corolla í Bandaríkjunum og strax árið 1974 var Corolla orðin mest selda bílgerð heims enda bíllinn þá seldur í 116 löndum. Í dag hafa riflega 43 milljón Toyota Corolla bílar verið framleiddir. Árið 2013 náði Corollan að verða mest selda bílgerð heims frá upphafi og hefur síðan þá bætt það met með því sem um nemur einni milljón bíla á hverju ári.Corolla framleidd í 13 löndum Árið 1983 var 10 milljónasta Corollan framleidd og árið 1986 var framleiðsla á bílnum hafin í Bandaríkjunum. Þar í landi seldust 363.332 eintök af Corolla í fyrra og jókst sala bílsins um 10% á milli ára. Heildarsalan í Evrópu í fyrra nam 69.194 bílum. Toyota Corolla er nú framleidd í þessum löndum auk Japans og Bandaríkjanna; Brasilía, Kanada, Kína, Indlandi, Pakistan- S-Afríka, Taiwan, Tæland, Vietnam, Tyrkland og Venesúela. Á tímabili Var Corolla einnig framleidd í Bretlandi og Ástralíu, en því hefur verið hætt og seldir þar nú innfluttir Corolla bílar. Toyota Corolla er nú seld af elleftu kynslóð sem kom fram árið 2012 og vinsældir bílsins eru síst að minnka. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent
Mest selda bílgerð heims frá upphafi, Toyota Corolla er orðin 50 ára. Það var árið 1966 sem fyrstu Corolla bílarnir fóru í sölu í heimalandinu Japan. Tveimur árum síðar hófst sala Corolla í Bandaríkjunum og strax árið 1974 var Corolla orðin mest selda bílgerð heims enda bíllinn þá seldur í 116 löndum. Í dag hafa riflega 43 milljón Toyota Corolla bílar verið framleiddir. Árið 2013 náði Corollan að verða mest selda bílgerð heims frá upphafi og hefur síðan þá bætt það met með því sem um nemur einni milljón bíla á hverju ári.Corolla framleidd í 13 löndum Árið 1983 var 10 milljónasta Corollan framleidd og árið 1986 var framleiðsla á bílnum hafin í Bandaríkjunum. Þar í landi seldust 363.332 eintök af Corolla í fyrra og jókst sala bílsins um 10% á milli ára. Heildarsalan í Evrópu í fyrra nam 69.194 bílum. Toyota Corolla er nú framleidd í þessum löndum auk Japans og Bandaríkjanna; Brasilía, Kanada, Kína, Indlandi, Pakistan- S-Afríka, Taiwan, Tæland, Vietnam, Tyrkland og Venesúela. Á tímabili Var Corolla einnig framleidd í Bretlandi og Ástralíu, en því hefur verið hætt og seldir þar nú innfluttir Corolla bílar. Toyota Corolla er nú seld af elleftu kynslóð sem kom fram árið 2012 og vinsældir bílsins eru síst að minnka.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent