Gylfi Páll Hersir: Bandaríkin burt úr Guantánamo Gylfi Páll Hersir skrifar 5. maí 2016 07:00 Það verður að skila aftur landsvæðinu sem umlykur bandarísku herstöðina á Guantánamo og tekið var með ólögmætum hætti,“ og binda enda á 55 ára viðskiptabann Bandaríkjastjórnar, ítrekaði Raúl Castro, forseti Kúbu, þegar Barack Obama Bandaríkjaforseti sótti landið heim í mars sl. Obama kvað stjórn sína hafa „yfirgefið ákveðna skuggahlið sögunnar“ hvað varðar samskipti Bandaríkjanna og Kúbu. Furðuleg staðhæfing í ljósi þess að hann minntist ekki einu orði á herstöðina á Guantánamo – 28 þúsund ekrur lands umhverfis Guantánamo-flóa þar sem Bandaríkjaher hefur verið með herstöð í rúma öld í trássi við fullveldi Kúbu. Það er gagnlegt að skoða hvernig Bandaríkin komust yfir þetta svæði og hvers vegna það er alþjóðleg krafa að þau fari þaðan burt. Árið 1898 þegar sjálfstæðishetjur Kúbu voru að vinna sigur í 30 ára baráttu við nýlendustjórn Spánar, lýstu Bandaríkin yfir stríði við Spán og komust í leiðinni yfir fyrrum nýlendur þeirra á Puerto Rico, Guam-eyju og Filippseyjar. Í friðarsamkomulaginu sem undirritað var í París í desember 1898 – enginn fulltrúi Kúbu var viðstaddur – segir: „Spánn gefur eftir allar kröfur til Kúbu … Spánn yfirgefur eyjuna og er hún tekin yfir af Bandaríkjunum.“ Bandarískt herlið hélt til í landinu fram í maí 1902. Þá var komin á fót ríkisstjórn hliðholl Bandaríkjunum og skrifuð viðbót við nýja stjórnarskrá að frumkvæði Orville Platt, þingmanns Bandaríkjanna, sem skuldbatt ríkisstjórn Kúbu til þess að samþykkja allar ráðstafanir hernámsliðsins. Hún veitti Bandaríkjastjórn heimild til afskipta af innri málefnum Kúbu og rétt til þess að kaupa og leigja kúbanskt landsvæði undir herstöðvar. Leppstjórnin á Kúbu samþykkti í febrúar 1903 að „leigja“ Bandaríkjastjórn Guantánamo-flóa í ótiltekinn tíma. Innrásir og herstjórn fylgdi í kjölfarið allt fram til 1959. Alþýða manna á Kúbu hefur hvað eftir annað mótmælt Platt-viðbótinni og veru bandarískra herstöðva á Kúbu. Árið 1934 var viðbótin numin úr gildi en í staðinn kom „sáttmáli“ sem skuldbatt Kúbu til þess að leigja Bandaríkjunum Guantánamo um ókomin ár nema báðir aðilar samþykktu annað. Slíkt samkomulag þekkist ekki meðal fullvalda ríkja. Bandaríkjastjórn hefur sent árlega ávísun fyrir „leigunni“ upp á 4.085 Bandaríkjadali sem ríkisstjórn Kúbu leysir ekki út.Æfingasvæði bandarísku heimsvaldastefnunnar Bandaríkjastjórn hefur nýtt herstöðina í gegnum tíðina sem æfingasvæði til að verja hagsmuni heimsvaldastefnunnar á svæðinu. Innrás Bandaríkjanna í Haiti 1915-1934 og í Nicaragua 1926-1933 var gerð frá herstöðinni á Guantánamo. Með sigri verkafólks og bænda á Kúbu yfir einræðisleppstjórn Fulgencio Batista í janúar 1959, tók við völdum byltingarstjórn í landinu undir forystu Fídel Castró. Hún krafðist þess strax að hernámi Bandaríkjanna lyki og landsvæðinu yrði skilað. Sigur hinnar sósíalísku byltingar á Kúbu, þeirrar fyrstu á vesturhveli jarðar, gerði það að verkum að Bandaríkjastjórn var ákveðnari en nokkru sinni fyrr í að halda í herstöðina á Guantánamo. Þarna voru glæpagengi þjálfuð og Kúbu ögrað; kúbanskir hermenn hafa fallið þegar skotið hefur verið frá herstöðinni. Stjórn Kúbu ýtti á að Guantánamo yrði skilað í Kúbudeilunni í október 1962, þegar Kennedy taldi sig hafa rétt til þess að ákveða hvaða vopn Kúbanir mættu hafa í 130 km fjarlægð frá Bandaríkjunum, á sama tíma og þau voru með herstöð á kúbanskri grund! Í kjölfar byltinga á Grenada og í Nicaragua árið 1979 ákvað Bandaríkjastjórn að efla herlið sitt á Guantánamo. Því var ætlað að vera til mótvægis við allar frekari tilraunir til þess að ógna yfirráðum heimsvaldastefnunnar í Ameríku. Seinna tók Bandaríkjastjórn að nota Guantánamo sem fangelsi. Þúsundum flóttafólks frá Haiti var haldið þar föngnum við ömurlegar aðstæður í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar. Fólkið hafði flúið einræðisstjórn sem tók við af kjörinni stjórn Jean Bertrand Aristide. Kúbönskum ríkisborgurum, sem reyndu að komast til Bandaríkjanna á bátum 1994 í alvarlegri efnahagskreppu vegna hruns viðskipta við Sovétríkin og viðskiptabanns Bandaríkjanna, var líka haldið föngnum í herstöðinni á Guantánamo. Í byrjun janúar árið 2002 var hinum skelfilegu Camp X-Ray fangabúðum komið á fót fyrir fanga sem voru teknir í Afganistan og víðar. Þeim hefur verið haldið föngnum án ákæru eða réttarhalda vegna „stríðsins gegn hryðjuverkum“. Um 780 grunaðir „óvinveittir bardagamenn“ hafa verið fluttir til Guantánamo, verið pyntaðir og búið við ómannúðlegar aðstæður. Þegar Obama tók við völdum fyrir 7 árum lofaði hann að loka fangelsinu. Enn er þar 91 fangi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Páll Hersir Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Það verður að skila aftur landsvæðinu sem umlykur bandarísku herstöðina á Guantánamo og tekið var með ólögmætum hætti,“ og binda enda á 55 ára viðskiptabann Bandaríkjastjórnar, ítrekaði Raúl Castro, forseti Kúbu, þegar Barack Obama Bandaríkjaforseti sótti landið heim í mars sl. Obama kvað stjórn sína hafa „yfirgefið ákveðna skuggahlið sögunnar“ hvað varðar samskipti Bandaríkjanna og Kúbu. Furðuleg staðhæfing í ljósi þess að hann minntist ekki einu orði á herstöðina á Guantánamo – 28 þúsund ekrur lands umhverfis Guantánamo-flóa þar sem Bandaríkjaher hefur verið með herstöð í rúma öld í trássi við fullveldi Kúbu. Það er gagnlegt að skoða hvernig Bandaríkin komust yfir þetta svæði og hvers vegna það er alþjóðleg krafa að þau fari þaðan burt. Árið 1898 þegar sjálfstæðishetjur Kúbu voru að vinna sigur í 30 ára baráttu við nýlendustjórn Spánar, lýstu Bandaríkin yfir stríði við Spán og komust í leiðinni yfir fyrrum nýlendur þeirra á Puerto Rico, Guam-eyju og Filippseyjar. Í friðarsamkomulaginu sem undirritað var í París í desember 1898 – enginn fulltrúi Kúbu var viðstaddur – segir: „Spánn gefur eftir allar kröfur til Kúbu … Spánn yfirgefur eyjuna og er hún tekin yfir af Bandaríkjunum.“ Bandarískt herlið hélt til í landinu fram í maí 1902. Þá var komin á fót ríkisstjórn hliðholl Bandaríkjunum og skrifuð viðbót við nýja stjórnarskrá að frumkvæði Orville Platt, þingmanns Bandaríkjanna, sem skuldbatt ríkisstjórn Kúbu til þess að samþykkja allar ráðstafanir hernámsliðsins. Hún veitti Bandaríkjastjórn heimild til afskipta af innri málefnum Kúbu og rétt til þess að kaupa og leigja kúbanskt landsvæði undir herstöðvar. Leppstjórnin á Kúbu samþykkti í febrúar 1903 að „leigja“ Bandaríkjastjórn Guantánamo-flóa í ótiltekinn tíma. Innrásir og herstjórn fylgdi í kjölfarið allt fram til 1959. Alþýða manna á Kúbu hefur hvað eftir annað mótmælt Platt-viðbótinni og veru bandarískra herstöðva á Kúbu. Árið 1934 var viðbótin numin úr gildi en í staðinn kom „sáttmáli“ sem skuldbatt Kúbu til þess að leigja Bandaríkjunum Guantánamo um ókomin ár nema báðir aðilar samþykktu annað. Slíkt samkomulag þekkist ekki meðal fullvalda ríkja. Bandaríkjastjórn hefur sent árlega ávísun fyrir „leigunni“ upp á 4.085 Bandaríkjadali sem ríkisstjórn Kúbu leysir ekki út.Æfingasvæði bandarísku heimsvaldastefnunnar Bandaríkjastjórn hefur nýtt herstöðina í gegnum tíðina sem æfingasvæði til að verja hagsmuni heimsvaldastefnunnar á svæðinu. Innrás Bandaríkjanna í Haiti 1915-1934 og í Nicaragua 1926-1933 var gerð frá herstöðinni á Guantánamo. Með sigri verkafólks og bænda á Kúbu yfir einræðisleppstjórn Fulgencio Batista í janúar 1959, tók við völdum byltingarstjórn í landinu undir forystu Fídel Castró. Hún krafðist þess strax að hernámi Bandaríkjanna lyki og landsvæðinu yrði skilað. Sigur hinnar sósíalísku byltingar á Kúbu, þeirrar fyrstu á vesturhveli jarðar, gerði það að verkum að Bandaríkjastjórn var ákveðnari en nokkru sinni fyrr í að halda í herstöðina á Guantánamo. Þarna voru glæpagengi þjálfuð og Kúbu ögrað; kúbanskir hermenn hafa fallið þegar skotið hefur verið frá herstöðinni. Stjórn Kúbu ýtti á að Guantánamo yrði skilað í Kúbudeilunni í október 1962, þegar Kennedy taldi sig hafa rétt til þess að ákveða hvaða vopn Kúbanir mættu hafa í 130 km fjarlægð frá Bandaríkjunum, á sama tíma og þau voru með herstöð á kúbanskri grund! Í kjölfar byltinga á Grenada og í Nicaragua árið 1979 ákvað Bandaríkjastjórn að efla herlið sitt á Guantánamo. Því var ætlað að vera til mótvægis við allar frekari tilraunir til þess að ógna yfirráðum heimsvaldastefnunnar í Ameríku. Seinna tók Bandaríkjastjórn að nota Guantánamo sem fangelsi. Þúsundum flóttafólks frá Haiti var haldið þar föngnum við ömurlegar aðstæður í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar. Fólkið hafði flúið einræðisstjórn sem tók við af kjörinni stjórn Jean Bertrand Aristide. Kúbönskum ríkisborgurum, sem reyndu að komast til Bandaríkjanna á bátum 1994 í alvarlegri efnahagskreppu vegna hruns viðskipta við Sovétríkin og viðskiptabanns Bandaríkjanna, var líka haldið föngnum í herstöðinni á Guantánamo. Í byrjun janúar árið 2002 var hinum skelfilegu Camp X-Ray fangabúðum komið á fót fyrir fanga sem voru teknir í Afganistan og víðar. Þeim hefur verið haldið föngnum án ákæru eða réttarhalda vegna „stríðsins gegn hryðjuverkum“. Um 780 grunaðir „óvinveittir bardagamenn“ hafa verið fluttir til Guantánamo, verið pyntaðir og búið við ómannúðlegar aðstæður. Þegar Obama tók við völdum fyrir 7 árum lofaði hann að loka fangelsinu. Enn er þar 91 fangi.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun