Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Breiðablik 4-3 | Sonný Lára hetja Blika í vítakeppninni Stefán Árni Pálsson á Samsung-vellinum í Garðabæ skrifar 5. maí 2016 21:15 Breiðablik vann Stjörnuna á Samsung-vellinum í kvöld en staðan var 0-0 eftir venjulegan leiktíma og réðust úrslitin því í vítaspyrnukeppni. Markvörður Blika, Sonný Lára Þráinsdóttir, varði tvær vítaspyrnur frá Stjörnukonum.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Sonný Lára Þráinsdóttir. markvörður Blika, varði fyrstu spyrnu Stjörnunnar sem Harpa Þorsteinsdóttir tók og þá síðustu sem Ásgerður Stefanía Baldursdóttir. Blikar skoruðu úr öllum vítaspyrnum sínum nema einni en Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir skaut í stöng úr sinni spyrnu. Aðstæður á Samsung-vellinum voru nokkuð erfiðar í kvöld en það blés þó nokkuð í kjölfarið var ískalt. Það tók því leikmenn beggja liði dágóða stund að komast í takt við leikinn og var mikill vorbragur á leiknum í fyrri hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var mjög tíðindalítill og kom hættulegasta færi hans á lokamínútunni þegar Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Blika, átti fínt skot á mark Stjörnunnar en heimamenn náðu að bjarga á línu. Staðan var því 0-0 eftir 45 mínútur. Síðari hálfleikurinn var ekki mikið skárri og náðu leikmenn liðanna aldrei að finna taktinn almennilega í þessum fótboltaleik. Blikar fengu nokkur ágæt færi í síðari hálfleiknum og voru sterkari aðilinn í leiknum. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og því var farið strax í vítaspyrnukeppni. Stjarnan misnotaði tvær vítaspyrnur og Blikar eina. Það var Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður Blika, sem varði síðustu spyrnu Stjörnumanna þegar Ásgerður Stefanía Baldursdóttir misnotaði spyrnuna. Blikar unnu því leikinn, 4-3, á ísköldum Samsung-vellinum.Ólafur gerði Stjörnuna að bikarmeisturum í fyrra.vísir/valliÓlafur: Það var alveg skítkalt hér í kvöld „Fótboltalega séð fannst mér þessi leikur bara ágætur, en veðrið var ekki gott og það var skítkalt,“ segir Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tapið. „Þetta voru bara tvö mjög góð lið og hvorugt þeirra vildi taka mikla sénsa. Það var því ekki mikið um færi og því endaði leikurinn 0-0.“ Hann segir að lokasending leikmanna, þessi úrslitasending sem ræður til um hvort liðið fái gott færi eða ekki hafi ekki verið nægilega góð hjá liðinu í kvöld. „Bæði lið lágu mikið til baka og því var lítið um pláss fyrir aftan. Það er bara svona happa og glappa hvernig svona vítaspyrnukeppnir fara og ég er ekkert að svekkja mig á henni. En ég er ánægður með leik okkar í kvöld.“ Ólafur segir að liðið sé klárt í mótið og ætli sér stóra hluti í sumar.Rakel í leik með Blikum.Rakel: Aldrei þreytt að lyfta bikar „Það var bara fínt að spila þennan leik, smá vindur og auðvitað skítkalt en það getur gerst,“ segir Rakel Hönnudóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir sigurinn. „Mér fannst við byrja smá stressaðar á boltann, náum ekki að halda honum niðri og erum illa að spila honum á milli. Við erum með rosalega hraða kantmenn og það er okkar styrkur. Það kom lítið út úr þeim útaf vindinum.“ Hún segir að það verði aldrei þreytt að lyfta titli. „Mótið leggst bara mjög vel í mig. Við erum bara mjög vel undirbúnar og með svipaðan hóp og í fyrra. Við þekkjum hvor aðra mjög vel og hópnum hlakkar til að byrja. Við ætlum okkur að verja Íslandsmeistaratitilinn.“Vísir/ErnirSonný Lára Þráinsdóttir. markvörður Blika, fagnar sigri.Vísir/Ernir Íslenski boltinn Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira
Breiðablik vann Stjörnuna á Samsung-vellinum í kvöld en staðan var 0-0 eftir venjulegan leiktíma og réðust úrslitin því í vítaspyrnukeppni. Markvörður Blika, Sonný Lára Þráinsdóttir, varði tvær vítaspyrnur frá Stjörnukonum.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Sonný Lára Þráinsdóttir. markvörður Blika, varði fyrstu spyrnu Stjörnunnar sem Harpa Þorsteinsdóttir tók og þá síðustu sem Ásgerður Stefanía Baldursdóttir. Blikar skoruðu úr öllum vítaspyrnum sínum nema einni en Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir skaut í stöng úr sinni spyrnu. Aðstæður á Samsung-vellinum voru nokkuð erfiðar í kvöld en það blés þó nokkuð í kjölfarið var ískalt. Það tók því leikmenn beggja liði dágóða stund að komast í takt við leikinn og var mikill vorbragur á leiknum í fyrri hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var mjög tíðindalítill og kom hættulegasta færi hans á lokamínútunni þegar Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Blika, átti fínt skot á mark Stjörnunnar en heimamenn náðu að bjarga á línu. Staðan var því 0-0 eftir 45 mínútur. Síðari hálfleikurinn var ekki mikið skárri og náðu leikmenn liðanna aldrei að finna taktinn almennilega í þessum fótboltaleik. Blikar fengu nokkur ágæt færi í síðari hálfleiknum og voru sterkari aðilinn í leiknum. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og því var farið strax í vítaspyrnukeppni. Stjarnan misnotaði tvær vítaspyrnur og Blikar eina. Það var Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður Blika, sem varði síðustu spyrnu Stjörnumanna þegar Ásgerður Stefanía Baldursdóttir misnotaði spyrnuna. Blikar unnu því leikinn, 4-3, á ísköldum Samsung-vellinum.Ólafur gerði Stjörnuna að bikarmeisturum í fyrra.vísir/valliÓlafur: Það var alveg skítkalt hér í kvöld „Fótboltalega séð fannst mér þessi leikur bara ágætur, en veðrið var ekki gott og það var skítkalt,“ segir Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tapið. „Þetta voru bara tvö mjög góð lið og hvorugt þeirra vildi taka mikla sénsa. Það var því ekki mikið um færi og því endaði leikurinn 0-0.“ Hann segir að lokasending leikmanna, þessi úrslitasending sem ræður til um hvort liðið fái gott færi eða ekki hafi ekki verið nægilega góð hjá liðinu í kvöld. „Bæði lið lágu mikið til baka og því var lítið um pláss fyrir aftan. Það er bara svona happa og glappa hvernig svona vítaspyrnukeppnir fara og ég er ekkert að svekkja mig á henni. En ég er ánægður með leik okkar í kvöld.“ Ólafur segir að liðið sé klárt í mótið og ætli sér stóra hluti í sumar.Rakel í leik með Blikum.Rakel: Aldrei þreytt að lyfta bikar „Það var bara fínt að spila þennan leik, smá vindur og auðvitað skítkalt en það getur gerst,“ segir Rakel Hönnudóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir sigurinn. „Mér fannst við byrja smá stressaðar á boltann, náum ekki að halda honum niðri og erum illa að spila honum á milli. Við erum með rosalega hraða kantmenn og það er okkar styrkur. Það kom lítið út úr þeim útaf vindinum.“ Hún segir að það verði aldrei þreytt að lyfta titli. „Mótið leggst bara mjög vel í mig. Við erum bara mjög vel undirbúnar og með svipaðan hóp og í fyrra. Við þekkjum hvor aðra mjög vel og hópnum hlakkar til að byrja. Við ætlum okkur að verja Íslandsmeistaratitilinn.“Vísir/ErnirSonný Lára Þráinsdóttir. markvörður Blika, fagnar sigri.Vísir/Ernir
Íslenski boltinn Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira