Íslenski boltinn

Hemmi Hreiðars fær markvörð á láni frá Reading

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lewis Ward.
Lewis Ward. Vísir/Getty
Lewis Ward mun verja mark Fylkis í Pepsi-deildinni í sumar en Árbæjarfélagið fær hann á láni frá enska félaginu Reading.

Lewis Ward er 19 ára gamall og nýbúinn að skrifa undir samning við Reading. Félagið segir frá lánsamningi hans á heimasíðu sinni í kvöld.

Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, hefur góð sambönd í Englandi eftir frábæran feril sinn í enska boltanum þar sem hann spilaði meðal annars með Ipswich, Charlton og Portsmouth.

Lewis Ward hefur spilað með 21 árs liði Reading á þessu tímabili og vann 21 árs deildina með Reading fyrir tveimur árum.

Lewis Ward verður hjá Fylki til 26. júní þegar hann snýr aftur til Reading til að undirbúa sig fyrir komandi tímabil.

Ólafur Íshólm Ólafsson stóð í marki Fylkis í 2-0 tapi á móti Stjörnunni í fyrsta leik mótsins en hann er aðeins einu ári eldri en enski markvörðurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×