Volkswagen dagurinn haldinn með pompi og prakt Finnur Thorlacius skrifar 6. maí 2016 09:31 Volkswagen Passat GTE. Á morgun, laugardaginn 7. maí, heldur HEKLA hinn árlega Volkswagen dag hátíðlegan milli kl. 12 og 16 að Laugavegi 170. Nýr og glæsilegur Volkswagen Passat GTE verður frumsýndur við þetta tilefni en þessi vistvæni tengiltvinnbíll er nýjasta viðbótin í Volkswagen fjölskyldunni. Passat GTE sameinar það besta úr báðum heimum. Hann gengur fyrir bæði rafmagni og bensíni og honum má leggja frítt í stæði. Hann nær allt að 50 kílómetra vegalengd á rafmagninu einu saman og án nokkurs útblásturs. Passat GTE kemur með 1.4 TSI vél með innbyggðum rafmótor sem samanlagt eru 218 hestöfl. Meðaleyðsla er 1,6 l. á hverja 100 kílómetra og hann er 7,4 sekúndur í hundraðið. Meðal staðalbúnaðar í Passat GTE er Alcantara sæti með rafmagnsstillanlegum bakstuðningi, lyklalaus ræsing, margmiðlunartæki með 6.5" litaskjá, 7 loftpúðar, nálgunarvarar að aftan og framan, bakkmyndavél, litað gler í afturrúðum, rafmagnsopnun á afturhlera og 17" Montpellier álfelgur. Volkswagen Passat GTE kostar frá aðeins 4.990.000 krónum. „Volkswagen dagurinn er orðinn að árlegum viðburði hjá okkur og það skapast alltaf mikil stemning fyrir honum. Á laugardaginn ætlum við að kynna nýjan Volkswagen Passat GTE sem við höfum beðið spennt eftir en hann er annar tengiltvinnbíllinn frá Volkswagen og gengur bæði fyrir bensíni og rafmagni. Hann er frábær viðbót við vöruúrvalið okkar og við mælum með því að fólk prófi,“ segir Árni Þorsteinsson sölustjóri Volkswagen sem hvetur fólk til að líta við á Volkswagen daginn. Auk Passat GTE verður til sýnis glæsilegt úrval Volkswagen bíla sem spannar allan skalann frá snarpa borgarbílnum up! til Touareg. Þá verðum við með sértilboð á sýningarbílum á staðnum. Veltibíllinn vinsæli lætur sig ekki vanta en hann hefur farið með Íslendinga hring eftir hring síðan árið 1995 og tekur snúning með gestum. Að auki verður boðið upp á reynsluakstur, svellkaldan ís frá Valdís og blöðrudýr fyrir börnin. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent
Á morgun, laugardaginn 7. maí, heldur HEKLA hinn árlega Volkswagen dag hátíðlegan milli kl. 12 og 16 að Laugavegi 170. Nýr og glæsilegur Volkswagen Passat GTE verður frumsýndur við þetta tilefni en þessi vistvæni tengiltvinnbíll er nýjasta viðbótin í Volkswagen fjölskyldunni. Passat GTE sameinar það besta úr báðum heimum. Hann gengur fyrir bæði rafmagni og bensíni og honum má leggja frítt í stæði. Hann nær allt að 50 kílómetra vegalengd á rafmagninu einu saman og án nokkurs útblásturs. Passat GTE kemur með 1.4 TSI vél með innbyggðum rafmótor sem samanlagt eru 218 hestöfl. Meðaleyðsla er 1,6 l. á hverja 100 kílómetra og hann er 7,4 sekúndur í hundraðið. Meðal staðalbúnaðar í Passat GTE er Alcantara sæti með rafmagnsstillanlegum bakstuðningi, lyklalaus ræsing, margmiðlunartæki með 6.5" litaskjá, 7 loftpúðar, nálgunarvarar að aftan og framan, bakkmyndavél, litað gler í afturrúðum, rafmagnsopnun á afturhlera og 17" Montpellier álfelgur. Volkswagen Passat GTE kostar frá aðeins 4.990.000 krónum. „Volkswagen dagurinn er orðinn að árlegum viðburði hjá okkur og það skapast alltaf mikil stemning fyrir honum. Á laugardaginn ætlum við að kynna nýjan Volkswagen Passat GTE sem við höfum beðið spennt eftir en hann er annar tengiltvinnbíllinn frá Volkswagen og gengur bæði fyrir bensíni og rafmagni. Hann er frábær viðbót við vöruúrvalið okkar og við mælum með því að fólk prófi,“ segir Árni Þorsteinsson sölustjóri Volkswagen sem hvetur fólk til að líta við á Volkswagen daginn. Auk Passat GTE verður til sýnis glæsilegt úrval Volkswagen bíla sem spannar allan skalann frá snarpa borgarbílnum up! til Touareg. Þá verðum við með sértilboð á sýningarbílum á staðnum. Veltibíllinn vinsæli lætur sig ekki vanta en hann hefur farið með Íslendinga hring eftir hring síðan árið 1995 og tekur snúning með gestum. Að auki verður boðið upp á reynsluakstur, svellkaldan ís frá Valdís og blöðrudýr fyrir börnin.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent